Sæbjörg - 01.08.1892, Blaðsíða 5

Sæbjörg - 01.08.1892, Blaðsíða 5
121 SÆBJÖRG. 122 III. Sjómannaráð. 20. gr. Fyrir allt ísland skal eitt sjómannaráð, er fund eigi með sjer annaðhvort ár þá alþingi er haldið; — í fyrsta sinni 1893. í ráðinu eiga sæti þingmaður eða þing- menn hverrar sýslu, og skal þjarg- ráðadeild hverrar sýslu gangast fyrir því, að alþingismenn sýslnanna takist á hendur að mynda ráðið, á næsta alþingi, og ræða og flytja þau mál, er bjargráða- deildir samþykkt hafa, og senda ráðinu, ef málefnið snertir eitthvað það, er lýtur til landsheilla, eður fjártillags þarf af almanna- fje, en sem ofvaxið er sjómannasjóð hvers sjóplásshrepps. 21. gr. Vilji menn breyta lögum þessum skal meir en helmingur bjargráðadeilda senda sjómannaráðinu uppástungu í þá átt, er ráð- ið þá tekur til meðferðar, og ræður meiri hluti atkvæða úrslitum málsins. Keflavík 6. júní 1892. 0. V. Gíslason. P. J. Petersen. M. Bergmann. Á. Pálsson. Jón Sveinbjarnarson. Upsaveiði. Fullyrða má, að mörgu hjá oss, er ábóta- vant og margt er ónotað, sem dýrmætt þykir annarstaðar. Sjórinn er uppspretta, sem vjer árlega ausum úr ýmsum íiskitegundum, sem oss eru til uppeldis og auðs, og er fjöldi manna sem segja má um, að lifi á sjónum og af sjónum; en þrátt fyrir það er fjarri því, að vjer notum sjóinn, eður stundum að ná og hagnýta oss gæði hans, eins og vera skyldi. Víðast hvar gengur smáupsi að landi í fjörðum og vogum, en honum er lítið sinnt. Norðmenn, Skotar og Færeyingar álíta hann arðsama upptaka veiði, og sitja sig ekki úr færi þegar sú veiði býðst, og stunda þá veiði eldri og yngri, opt jafnvel til skemmtunar, einkum stangarveiðina. Þótt allir viti, að upsinn gangi og geti veiðst, þótt opt sje búið á það að minna og það fyrir hundrað árum, þá er samt enn þá svo á landi voru, að þessi fiskur þykir of arðlitill til að leggja á- stundun á að veiða hann, og með sanni má segja, að margur sjómaður hefir svangur gengið dögum saman í soðningarleysi,þar sem hann hefði getað verið vel mettur, hefði hann haft sinnuáþví og elju, aðnotakvöld- stundina eða morgunsárið til að veiða upsa, því smáupsinn gefur brauðgildi og viðbit, auk ljósmetis. Að vísu hefir verið og er enn þá á ein- staka stað á íslandi dregið á fyrir upsa, þegar stórtorfur ganga inn i fjarðarbotna, og hefir sú veiði endrum og sinnum orðið mikil blessun í Hafnarfirði, en auðvitað er að upsa- torfan hefir margan krikann, marga víkina og voginn heimsótt, með landi, áður hann kemur þangað. Upsinn er einatt við land, þegar genginn er, kveld og morgna; fyrir sólaruppkomu og eptir sólarlag, þá er veiðitíminn hentugastur. Stöng er brúkuð við veiðina, og skyldi hún úr seigum við, kvistalausum, 6—7 álna löng; stöngin er sívöl, um þumlung að þvermáli í neðri enda, og framdregin svo, að í efri enda er hún mjó, sem gómur litlafingurs á ungl- ing. Betra er að hafa stöngina samsetta, verður hún þá sterkari, og skal framendi álnar til tveggja álna langur; eru samskevti sneidd og vafin saman með seglgarni. Við efri enda stangarinnar hnýta menn línu (‘/4 punds) eða nótgarni, og bynda endann ofan vert við samskeyti. Línan skal 4—5 álna löng, og neðan í hana er aptur hnýtt eld- bornum látúnsvír, mjóum, sem öngultaum, því neðan í hann er smáöngull festur. Þeg- ar þráðurinn stælist, skal elda hann upp apt- ur; skal hann svo langur, að öngull nemi við neðri enda stangarinnar. Leðurhólkur skyldi saumaður á stöngina, trektmyndaður, svo eigi renni sjór upp í ermi manns, þegar stöngin er reist. Fyrst má brúka til beitu kufung eða kræk- ling, þangað til upsi veiðist; þá er aptur bezta beitan kviðurinn af honum sjálfum, skorinn með beittum hníf, þrístrend pjatla, breiðust fyrir framan gotrauf og mjókka aptur. Veiðimaður fer með veiðarfærið á hentug-

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.