Öldin - 01.06.1893, Blaðsíða 1

Öldin - 01.06.1893, Blaðsíða 1
ÖlcLin. Entered at the Winnipeg Post Office as second class matter. Nr. 3. Winnipeg’, Man. 1893. E F NI : Kristinn Stbpanssom: Ástagöngur (kvæði). — M. J. Savagb : Ingersoll og kenning hans (prédikun). — Topblius : Sögur herlæknisins (Framh.)—Bitstjóra- spjall : Anda-ljósmyndir. ÁSTAGÖNGUR. Þegar gríma glóstirnd felur Grund og strauma mararflóðs, Neistann fjörs og ástar elur Unaðsleiðsla hals og fljóðs; Enginn blær er enn þá vakinn, Ylvolgt hvílist hauðrið sveitt, Brjóstin heflr nóttin nakin, Nú er blóð í æðum heitt; Húmið seyðir, Svarta breiðir Sólarlausa arma’ í kring ; Sezt er njóla Á stjörnustóla, Stefnir ást á munarþing. Hér á samleiö hold og andi, Hálsar vefjast armahandi. Þá um aftna’ er Amor kátur, Æska’ að gleðiboði fer, Bennur út í rökkrið hlátur, Rós-ilm ber í skauti sér ; . Þögul rödd með hlóðsins boða Berst í gegn um hjartað fljótt, Hár sitt yfir hörundsroða Heitra kinna breiðir nótt; En stundir líða Ljúfra tíða, Lít’r upp mánans hyrnan bleik ; Það fer að daga Og þrjóta saga, Þátta-skifti verða í leik. Upp á makkann mararstrauma Morgunn leggur rauða tauma. Kristinn Stefansson. INGERSOLL og kenning lians. Prédikun eftir séra M. J. Savage, Unítara-prest í Boston, Ingersoll ofursti er lang-færasti og lang-merlcasti maðrinn af þeim, sem flytja hér í landi þær kenningar, sem hann fer með. — Þessar kenningar eru ekki nýjar. Eg er viss um, að hann lieldr því ekki fram sjálfr, að þær sóu nýjar. Aðferð hans er heldr ekki ný að öðru leyti en því, sem hún sprettr af gáfnalagi hans. Hugmyndir hans eru að miklu leyti inar sömu hugmyndir, sem þeir höfðu Yoltaire, Gibbon, Ilume, Thomas Paine, Thoinas Jefferson, Benjamin Franklin og margir aðrir af stórmennum vorum á tím- um frelsisbaráttunnar í lok síðustu aldar. Og það sem merkiiegast er, það eru að miklu leyti hugmyndir margra gáfuðustu biblíuf'ræðinga nú á tímum. Margir af þess- um biblíufræðingum standa enn að nafn- inu til í inum svo kölluðu rétttrúnaðar kyrkjufélögum. Þær sömu skoðanir, sem Ingersoll ofursti liefir um biblíuna, þær sömu skoðanir hafa að miklu leyti 'aðrir eins menn og Colcnso byskup, prófessor Robertson Smith, inn nafnkunni enski guð- fræðingr og biblíudómfræðingr, og margir aðrir, sem hér mætti nefna, ef þörf gerðist. Þessar hugmyndir eru þannig ekki nýjar. En almenningi eru þessar skoðanir kunn- astar sem Ingei-soll’s skoðanir, svo að hann stendr í almennings meðvitund eins og einn af samtíðarinnar inerkisberum. En það er, ef til vill, heldr ekki nema sann- gjarnt að kannast við, að þessar liugmyW-

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.