Öldin - 01.06.1893, Blaðsíða 8

Öldin - 01.06.1893, Blaðsíða 8
40 ÖLDIN. forlögin, sem fram settar eru í inum viðr- kendu játningarritum eiuhverrar af inum svo nefndu rétttrúnaðar-kyrkjum samtíð- ariunar, eða þá lífsskoðun Ingersolls of- ursta, þá mundi ég með glöðu, ásthlýju, viðkvæmu hjarta fylkja mér við haus hlið, og bíða svo afleiðinganna, hverjar sem þær yrðu. Heldr en að hafa um guð, um afskifti hans af börnum sínum, og um annað líf, þá hugmyud, sem fram er sett í inum gömlu kyrkju-kreddum, ó ! þá vildi ég ó- eudanlega miklu heldr reyna að létta um stund mannlegar byrðar hór í lífi, létta steini af einhverju sundrkrömdu hjarta, þerra burtu tár af einhverju mannlegu auga, sem væri svo blindað, að það sæi ekki til vegar, gera eitthvað ofrlítið til að gera heiminn betri og bjartari — og leggj- ast svo út af til að sofua inum eilífa svefni. Eg mundi þakka guði fyrir grafarinnar mold og orma, myrkr og þögn, svo óend- anlega miklu inriilegar en ég gæti þakkað lionum fyrir himnaríkisvist með sæti f'yrir mig við hans hægri hlið, þar sem ég sæi andspænis mér reykinn af kvölum með- bræðra minna stíga upp um aldir alda frá eilífð til eilífðar. Og nú ætla ég að fara örfúum orðum um það, sem ég ídít áfátt við skoðanir cða kenningar Ingersolls. Og þá skal ég þegar taka það fram, að það sem ég hefi út á að setja, er nálega eingöngu við inar niðm'fandi, en ekki við inar uppbyggj- andi kenningar hans. Eg þekki ekki eina línu, ekki eitt orð, ekki eitt atkvæði í uppbyggjandi kenning hans um noldmrt þýðingarmikið mannbfsatriði, sem ekki só göf'ugt, fagrt, inndælt og satt, eins heil- næmt eins og loftið og eins ilmríkt eins og liljur merkrinnar — ekkert orð, sem haun þyrf'ti að úska útalað eða úskráð. Og heimilislíf' lians er eins inndælt eins og fagr skáldskapr. Þeir, sem kunn- ugir liafa orðið á heimili iians, vita það, að sé ekkcrt annað tilbeðið þar, þá er hann það — af konu og börnum. Honum hefir stundum verið borið á brýn lotningarleysi. Ég mætti, ef til vill, minna hér á það sem hann hefir sagt um Voltaire: „Frammifyrir heimskunni hló hann, og var svo kallaðr lotningarlaus". Lotningin hefir mjög misjafnt gildi meðal mannanna. En enginn maðr ber lotning fyrir öðru en því, sem hann álítr lotningarvert. 0g það er víst, að enginn maðr ber meiri lotning fyrir því, sem hann álítr mannlega göfugt, heldr en Ingersoll. Og það er rétt fyrir oss að minnast þess endr og sinnum, að jafnvel biblían sjálf' setr, á sínum fegrstu stöðum, ið mann- lega á uudan inu guðdómlcga. Jesús segir oss (Matth. V., 23—24.), að til- beiðsla vor sé ekki guði þúknanleg meðan samband vort við meðbræðr vora er ekki eins og það á að vera. Og Jóhannes ef- ast um, að elska mannsins til guðs só hreinskilin, þar sem ekld verði vart við ást til meðbræðra hans. Charles Sumner var vanr að segja, þegar hann talaði um in tvö æðstu boðorð (ástina til guðs og manna), að hann væri hræddr um, að hann þckti heldr lítið til guðs, en síðara boðorðið reyndi haun að halda. En ég sagðist ætla að minnast á það, sem mér þætti að. Ég skal að eijs koma með f'áar bendingar í þá áttina. Ég get ekki álitið alheimsskoðun Ingersolls of'ursta djúpsæja heimsskoðun. Eg held hann hafi þar ekki gert sér ýmis- legt eius ljóst, núð eins miklu víðsýni, eins og hann hefði getað. Ég fyrir mitt leyti trúi á guð með allri ininni sál; trúi á hann sem inn nauðsynlega lykil til skýringar allri til- verunni. Skoðun Ingersolls á inu illa á- lít ég lieldr ekki djúpsæja. Því að sé til guð, tilgangr og fullnæging, þá verðr alt það illa, sem hrellir ið viðkvæma hjarta ins góða ofursta, að skugga einum, morgunþoku-skýhnoðrum, sem hverfa, fyr- ir upprás eilífðar-sólarinnar. Ég get ómögulega álitið skoðun hans á mannlegri náttúru, þessum undarlega

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.