Öldin - 01.06.1893, Blaðsíða 3
ÖLDIN.
35
hugsana, heldr meistaralega skygðir gimm-
steinar formfegrðar—setningar, sem eru
fagrar eins og blóm og angandi af inndæl-
um hugmyndum.
Og svo hefir hann það, sem sérhver al-
þýðlegr ræðumaðr verðr að hafa, djúpa,
næma, viðfaðma tilflnningu fjTÍr öllu
manniegu. Eg minnist á það síðar. Hér
vil ég að eins segja það, að það er ekkert
það til snertandi hugðmAl eða velferð
manna, sem ekki eigi sér bergmál í hjarta
hans og heila. Tilflnninga-afl hans er á-
kaflega sterkt. 0g þetta held ég sé fremr
öllu öðru, sem ég þekki, lykillinn að meg-
ineðli hans.
Hann er þ'i að mínu áliti voldugasti,
áhrifamesti alþýðlegi inálsniJdarmaðr
heimsins nú á t mum, og það jafnt um
hvaða efni sem hann talar. Hann er elcki
mælskr að eins þegar hann er að tala um
trúmál. I fyrsta sinn sem ég heyrði til
hans, var hann að tala um stjðrnmál; og
ég gat þá ekki varizt því, ýmist að lirist-
ast af hlátri eða komast svo við að ég gat
ekki tára bundizt, alt eítir því sem hann
kaus að leika á nn'na hjartastrengi — engu
síðr en þegar ég hefl hlustað á hann, er
hann hefir talað uin önnur efni.
Þá heflr hann og aðra gáfu, sem mjög
eykr áhrif' lians á almenning, enda er hún
engum öðrum rikulegar gefin en honum,
og fAum jafn vel, en það er fyndni,
spaugiieg gamansemi. Það er ekki af á-
setningi, ekki af fyrirhugaðri illkvitni, að
hann gerir eitthvað lilægilegt. Fyndnin,
kátínan sýðr upp úr honum cins náttúrlega
eins og vatn vellr upp úr hveri. Hann
gerir sér enga leit eftir gamanyrðum sín-
um óg fyndni. Eg hefl heyrt til hans
heilt kveld í samtali við kunningja sína,
og kýmnin og fyndnin streymdu cinlægt
út frá honum eins náttúrlega eins og
geislastatírnir fr.i sólunni á heiðríkum
sumardegi. Iíann er einn inn skemmti-
legasti maðr í viðta.li, sem ég hefl nokkru
sinni þekt,.
Þetta eru þeir eiginleikar, sem gera
hann svo áhrifamikinn sem alþýðlegan
framsögumann hvers þess, sem hann kýs
að halda- fram.
En er hann nú hreinskilinn maðr ?
Heflr hann sjálfr trú á því, að hann
hafl köllun til að vera endrbóta-maðr ?
Eða er hann hversdagslegr, lítilsverðr
uppgerðar-trúðr, sem leikr 1. tum sínum *
til að draga að sér athygli, og misbeitir
þessum guðdómlegu gáfum, sem ég hefl
nú verið að lýsa, til þess að græða við
það fé ? — Þetta er sú sök, sem honum er
svo einatt borin á brýn. Og það er bezt
að segja það um leið, að það er hér um
bil sú eina ásökun, sem gerð er á hendr
honum, og það af þeirri eftirtektaverðu á-
stæðu, að það er ekki auðið að koma fram
með ncina aðra sakargift á liendr honum,
sem gæti eitt augnablik við hann loðað.
Mér dettr nú ekki í hug að segja, að ég
sé sérstaklega bær um að svara þessari
spurningu. Þegar ég geri það, þá læt ég
að eins í ljósi mína einstaklings-skoðun.
En ég fyrir mitt leyti er sannfærðr um
það, að honum er eins einlæg alvara eins
og þeim var nokkru sinni John Calvin,
Richard Baxter eða Jonathan Edwards.
Hvort sem þér viljið nú heldr kalla skoð-
anir hans um trúarefni, hans trúarskoðanir
eða hans trúleysis-skoðanir, þá er ég alveg
viss um, 'að honum er eins einlæg alvara
með þær eins og nokkrum öðrum manni,
sem nokkru sinni hefir lifað eða talað.
Lítið eitt augnablik á málavöxtu.
Þar/ hann að halda fundarræður um trú-
mál til þess að græða fé ? Ef hann ætti
ekki annars úrkosta, eða ef hann gæti
grætt þrefalt 'meira á þessu, en á nokkru
öðru, og gæfl sig einvörðungu eða mest
megnis við því, þá gæti verið einhver á-
tylla til að reisa þessa sakargift á. Satt
er það, að ef hann auglýsti það, í hverj-
um bæ svo að segja, sem vera vildi, í
landinu, að hann ætlaði að tala um eitt-
hvert trúarlegt mál, og þótt hann hefði
engan nema umboðsmann sinn einan til
að auglýsa það, þá gæti hann, án nokkurs