Öldin - 01.06.1893, Síða 5
OLDIN.
37
á unga aldri. Og þegar ég lít aftr til sjAlfs
míns æskudaga, þá vaknar í hjarta mér
svo næm tilfinning fyrir svona löguðum
æskustundum, að þetta atriði hefir fengið
mjög á. mig, hvað sem það gjörir við yðr.
— Ég man eftir einu fogru vorkveldi,
sagði liann. Eg var úti í aldingarðinum
okkar; ég horfði upp í heiðbláan himininn
og sá, skýin sigla um loftið. Eg hlustaði,
og loftið var fult af fuglasöng. Eg hallað-
ist upp að eplatré, sem stóð 1 fullum vor-
hlúma, hreiddi greinamar út yflr höfði mér
og fylti loftið mcð angandi ilm. Þarna
stóð ég þetta sólfagra, unaðshlíða vorkveld,
og víir að hugsa um — helvíti !
Þetta var það sem barninu lá á hjarta.
Oft og mörgum sinnum man ég eftir líkri
reynslu í sj dfs míns æsku; ég lá á bakinu
í grasinu, horfði upp í himininn og á ský-
in, hálfhlustaði á fuglasönginn í loftinu og
var að hugsa um eilífðina — eilífðina —
eilífðina, þangað til mig hálf-svimaði yflr
tilrauninni til að grípa þessa miklu hug-
mynd, og reyna að setja mér fyrir sjónir,
livað það þýddi þetta orð : eilífar píslir !
Þessi sama æskureynsla hefir komið fyrir
þúsundir ungra sveina. hér L þessu landi
og annarstaðar á öllumöldum kristindóms-
ins. —
Faðir hans var prestr í preshýtera-kyrkj-
unni, og honum hefir aftr og aftr verið
horinn á hrýn skortr á virðingu fyrir for-
eldrum sínum, þar sem hann hafi gert svo
sérstaklega heizkar árásir á preshýtera-
kyrkjuna. Mig langar nú til að skýra yðr
frá, hans hugmynd um a.ð heiðra föðr sinn
og móðr. Ilann segir: „Ekki getr þú
heiðrað föðr þinn með því, að ganga um og
leggja sirt og dýrt við, að þú haldir fast
við allar hans villur. Aldrei getr þú
heiðrað móðr þína með því, að hlessa van-
þekkingu og fáfræði, af því að móðir þín
vissi ekki alla hluti. Eg vil heiðra for-
eldra niína með því, að verða fróðari maðr
en þau vóru.“
Þetta álít ég fullnægjandi svar. Það er
in yfirdrifna og skainmsýna heiðrun for-
eldranna, sem hefir gert Kínverja að þeirri
steingervingsþjóð, sem þeir eru nú. Við
skulum hugsa okkr að mannkynið hefði
þegar á steinöldinni farið að heiðra föðr og
móðr á þann hátt, að Alíta það ósæmilegan
skort á virðingu við þau, að læra nokkuð
það, sem þau höfðu ekkikunnað; vérhefð-
um þá steinöldina í heiminum enn í dag.
Inn rétti vegr til að heiðra foreldra s’na,
er, að reyna að gera heiminn hetri fyrir
harnahörnin þeirra.
Nú erum vér þá viðhúnir að íhuga af-
stöðu þessa manns í trúmálum. Eg skal
reyna að lýsa lienni fyrir yðr svo hlut-
drægnislaust og ljóslega, sem mér er fram-
ast unt. Eg held ég segi ekki skakkt í
því, að hann sé alkunnari fyrir það, en
nokkuð annað, að vera eldrauðr mótstöðu-
maðr þeirra kenninga kyrkjunnar, sem
hann álítr sérstaklegan, orðklæddan votf
og ávöxt grimdar og harðneskju. Það að-
alatriði í kenning kyrkjunnar, innar „rétt-
trúuðu“, sem hann ræðst sér í lagi á, það
er helvítis-trúin, af því að hann álítr að,
hún merji sundr mannlegt bjarta, drepi
allan mannlegan f'rið og ánægju, hræðifólk
frá að hugsa, geri heilann að dýflizu og
drepi niðr öilum mannlegum framförum.
Og nú vil ég víkja aftr að þvf, sem ég
mintist á áðr, en það er viðkvæmni hans.
Eg sagði það þá, og ég tek það upp aftr, að
þetta álít ég lykilinn að megineðli lians og
að áhrifum hans. Eg liefi aldrei þekt við-
kvæmari mann, mann, sem auðveldara var
að fá á eða snerta hjartastrengi hans. Hann
er eins næmr fyrir áhrifum allra lífshreyf-
inga og hugsanhreyflnga umhverfis sig,
eins og blöðin á espitrénu eru fyrir vind-
hlænum í loftinu. Eg skal taka hér eitt
dæmi — og vona þér fyfirgefið að það er
dálítið persónulegt. — Fyrir nokkrum ár-
um var ég prestr í Washington, og hann
átti þar þ i heima. Hann hafði einhvern
veginn fengið þá hugmynd um mig, ann-
aðlivort að ég væri svo þolanlega góðr, eða
þá svo skemtilega afleitr, ræðumaðr—liYort
heldr var, spúrði ég hann aldrei um—, að