Öldin - 01.06.1893, Síða 6

Öldin - 01.06.1893, Síða 6
ÖLDIN. 38 það væri þess vert fyrir sig, að koma og hlusta á mig. Hann hafði þá ekki í kyrlcj u komið í æði-mörg ár. Hann sat eitthvað á fjórða bekk fr.í ræðupallinum. Eg varð hans var, og varð mér ösj Ifrátt að veita honum eftirtekt á meðan ég var að pr 'dika. Mér virtist sem hann hefði alveg gleymt sér og vissi ekki fremr af sj.ilfum s'r heldr en barn, sem er að horfa á sýningu. Hve- nær sem eitthvað hnyttið kom fyrir, þ i lék bros á vörum hans; og þegar eitthvað við- kvæmt kom fyrir, þá streymdu t'.rin niðr ef’tir kinnum hans; en svo var athygli hans mikil, að hann varð ekki tiranna svo var, að hann reyndi að þerra þau. Það virtist svo sem hans hjarta væri eins mót- tækilegt, er aðrír spiluðu á þess strengi( eins og honuin er sj dfum auðgefið að spila á tilfinningar aunara. Þessi megna tiifinn- ingasemi eða viðkvæmni er það einmitt, sem vekr hjá honum svo glóandi hatr á öllu því, sem honum virðist ástæðulaus, 6- afsakanleg grimmúð. Og þannig er þeSsi eina mikla. heim-myrkvandi kredda um ei- líft hatr orðinn sá eini lilutr, sem hann hefir varið lífi sínu til að berjast gegn. Vór skulum nú virða fyrir oss f .ein atriði af því sem hann trúir, og fáein atriði af því sem hann tn'.ir eldi, án þess að fylgja sérstakri hugsana-röð. Hverju trúir hann um guð ? — Hann er ekki guðsafneitandi. Iíann er að eins það sama sem Huxley, Herbert Spencer og fjölmargir af ágætustu vísindamönnum heimsins eru nú á vorum dögum — guð- vitneskjuleysingi (ar/uostie). — Ef þú spyr hann að, hvort nokkur guð sé til í aiheim- inum, þá svarar hann þér : ,,Eg veit það ekki“. En það þykist hann viss um, að það geti enginn slikr guð verið til, sem sá er kreddur rétttrúnaðar-kyrknanna lýsa. En hann er ekki að berjast gegn guði. Ilann er að eins að berjast gegn nokkrum einliliða, ófullkomnum, óvirðulegum, ógöfugurn, grimmdarlegum hugmyndum um guð. Eg heyrði hann segja einu sinnií spaugi: „Eg veit ekki, hvort það er nokkur guð til; ég á heima á einum af inum afskektu útkj dk- um alheimsins, svo að ég ve'd ekkert um þetta.“ En hann játar það hreinskilnis- lega, að hann geti ekki gert sör hugmynd um neinn guð, scm fullnægi annaðlivort viti hans eða hjarta. Svo að þar er hann guðvitneskjuleysingi. Hverju trúir hann um annað líf ?—Hér mi ég til, hvort sem t minn leyfir eða ekki, að lesa yðr einn eða tvo smákafla eftir hann, sem benda á skoðun hans á dauðanum. Því að, að undantekinni vissunni um ann- að líf', þekki ég ekkert fegra en þessi um- mæli hans. I kveðjuorðum, sem hann mælti yfir I'íkbörum bróður síns, kemst hann svo að orði : „Lífið er mjór, þröngr dalr milli kaldra og nakinna fjallt.inda tvegg'ja eilífða. Á- rangrslaust reynum vér að skygnast yfir fjallabrúnirnar. Vér kveinuin hástöfum, en eina svarið er bergmáliö af harmakveini sjálfra vor. Frá mállausum vörum inna þögulu framliðnu vina vorra kemr ekkert orð. En mitt í svartnætti dauöans eygir vonin blikandi stjörnu; og hlustandi ástin he.yrir vængjaþyt í lofti.“ Og aftr segir hann í itnnað sinn, er hann talar nokkur orð við jarðarför barns, sem vinr hans einn hafði misst: „Vér vitum ekki, hvort gröfin er end- xr þessa lífs eða hlið að öðru lífi ; eða hvort náttmálin hér kunna ekki að vera dögun einhverstaðar annarstaðar.“ Og enn segir hann : „Alveg eins og sjórinn hefir ódauð- leika-hugmyndin fjarað og flætt í mannlegu hjarta með þess óteljandi öldum vonar og ótta, sem brotna á ströndum og skerjum tímans og forlaganna; en þessi hugmynd er ekki afkvæmi neinnar bókar, neinnar kreddu, neinna sérstakra trúarbragða. Ódauð- leilca-hugtoyndin er dóttir mannlegrar elsku, og hún mun halda áfram að fjara og flæða undir þokum og skýjum efasemdanna og myrkrsins svo lengi sem ástin kyssir dauð- ans varir. Þetta er lífsins regnbogi —- það er vonar-sólin skínandi á tár sorgarinnar.“ Að undantekinni vissu um annað líf þfkki ég ekkert í neinum bókmentum ynd- islegra og fegrra en þvilík orð sem þessi.

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.