Öldin - 01.06.1893, Page 10
42
ÖLDIN.
glóðheitu hjarta og guðmóð í anda, mann-
lega heit'og mannlega fríð ? Er þör gefið
að geta glaðzt með kynslóðum, sem ííðr
hafa lifað, geta hatazt með þeim og elskað,
verða frú þör numinn eins og þær, undrast,
fyrirlíta, bölva og bannfæra með þeim, lif'a
með þeim, í einu orði að segja, með heilum
hjartslætti, en ekki með eintómum köldum
og skoðandi skilningshyggindum ? Kom
þá 'og fyig mér eftir! Eg fer með þig
niðr í djúpið; hönd mín er Areik, og dauf
er mín skuggsjú, en hjarta þitt rnun betr
leiða þig; það reiði ög mig á—og tek svo
til máls.
1. Bardaginn vid Breitenfeld.
I sögu Þýzkalands og Svíþjóðar hcfir
nú öldum saman liljómað nafn, sem lætr
hvern sænskan mann hefja upp höfuð sitt,
og hvern frjálslyndan Þjóðverja lyfta hatti
fyrir. Það er Leipzig, Breitenfeld og 7.
September 1631.
Gústaf konungr Aðólf stóð með Svía
sína og Finna ú þjóðverskri lóð til varnar
inu hæsta og helgasta: frelsi manna og
trú. Tilly, voðaseggrinn gamli, hafði vað-
ið inn á Saxland og konungrinn veitti nú
karli eftirför. Tvisvar sinnum hafði þá
fundum þeirra áðr borið saman; tígrisdýrið
hafði skorað ijónið á hólm, en Ijónið stóð
kyrt. Nú stóðu þeir í þriðja sinn hvor
öðrum andspænis; nú skyldi til skarar
sltríða með þeim, og Þýzkaland skalf af
kvíðalirolli fyrir afdrifunum.
Árla morguns sóttu inar sænsku og
finsku hersveitir suðr yfir lækinn Loder,
skamt frá bænum Breitenfeld, og fylktu sér
þar á völlunum. Þá fylkingarskipan hafði
konungrinn sjálfr upp fundið: fótgöngu-
liðinu var skift í stórdeildir, hestliðinu
sömuleiðis, en sér, og skotmenn á fæti mitt
í mili; allr herinn í tveim fylkingarröðum
nema Saxa-her, honum var fylkt sér í lagi.
Nú reið konungr fram með fylkingarröð-
unum, rcndi skörpum augum og lagaði
skjótt, það er honum þurfa. þótti, og mælti
mörg orð til uppörvunar. Hann horfði
með únægjusvip ú þessa hreystimenn ; þar
stóð Gústaf Horn vinstra megin með hest-
lið sitt; í miðfylkingunni vai' afreksmaðr-
inn Tcuffel, og fyrir framan hann Torsten-
son með leðrfallbyssurnar léttu, en voða-
skæðu; í hinni fyikingunni stóðu þeir
kappamir, Banér með Líflendinga sína, og
Hepburn með inar hörðu skozku liðsveitir.
Síðast reið konungr út að hægra armi
hersins, sem hann sjúlfr var fyrir. Þar
stóðu fimm stór-sveitir (regiment) afhestlið-
inu: Tott með sína menn, Soop með Vestr-
Gauta, Stenbock með Smúlendinga, og yztr
allra Stúlhanzki með Finnana. Svipr kon-
ungs varð æ bjartari sem hann reið lengra
fram með röðunum og allir heilsuðu lion-
um. „Stálhanzki11, mælti hann og stöðvaði
inn risavaxna jarpa gæðing sinn frammi
fyrir yztu röðum þeirra Finnanna, ,,yðr
mun fullljóst, fyrir hverja sök að ég hefi
skipað yðr utast í fylkingu. Gagnvart
oss stendr hann Pappenheim með Vallón-
ana,—hann mun heldr cn ekki hafa liug á
að finna oss,“ bætti hann við brosandi; ,,er
það ætlan mín, að vér komumst í krappan
dans, gangi hann hér megin að oss með
sinn grúasæg. En ég treysti því, að þér
og Finnar yðar takið snarplega í móti.“
Síðan hóf hann raustina, svo að heyra
mátti um allan riddaraherinn : „Sýnið nú,
sveinar, að þér liöggvið ekki sverð yðar
sijó á spangabrynjum þessara dólga, fellið
heldr fyrst hesta þeirra, því að úr því
verða inir þungu riddarar yðr auðunnir.“
Finnska riddaraliðið skiidi vel bæði
háskann og heiðrinn, sem stöðu þess fylgdi,
en þeir þóttust vaxa af hvorutveggja.
Traust konungs fylti alla hughreysti og
sigrvon. Þar var enginn maðr, sem hopað
hefði þá á hæli fyrir sjúlfum honum Papp-
enheim berserknum. Liti menn yfir þessa
venjulega lágu og gildu menn, sem sútu á
litlum og óálitlegum hestum, máttu menn
í fyrstu ætla, að ekki væri þeirra færi að
veita viðnúm inum risavöxnu Vallónum á
inum ólmu og sterklegu góðhestum.