Öldin - 01.06.1893, Blaðsíða 14
46
ÖLDIN.
röðinni. „Vægð, yðar h >tign,“ mælti hann
hikandi, „tg gj'irði það óskipað, og hefi
því unnið mér dauðasök.“
Konungr brosti. „Hvað heitir þú ?“
„Bertila.“ „Frá Austrbotni ?“ „Já, herra.“
„Vel og gott. A morgun þegar klukkan
er sjö mætir þú fyrir mér til að heyra dóm
þinn.“ Konungrinn reið leiðar sinnar, en
riddarin snéri aftr inn á sínar stöðvar.
Nú breiddist nóttin yflr inn alblóðuga
orustuvöll, sem var þakinn limlestum lík-
um níu þúsund manna. Finnska hestliðið
hafðist við á hæðinni þar sem fallbyssur
Tillys voru teknar. Búkum og leifum
hafði verið burtu velt til brAðabirgðar, og
þar skíðloguðu eldar, því nóg var til að
kynda með af byssuskeftum og öðrum
brotaviði; siust bálin víðsvegar, því þá
var mild og hlý Septembernótt, en himin-
inn svo heiðr, að inar eilífu stjörnur skinu
gegnum inn gisna reyk niðr á þessa st "i’u
skuggsjá lífs og dauða.
Fyrsta verk hestliðsins var að gefa hest-
unum hafra og vatna þeim úr inum grugg-
uga Loderlæk. Því næst höfðu menn sezt
fvrir við eldana ;í hæðinni, hver þar sem
hann útti að vera, og allir viðbúnir að
spretta upp óðara en kallið kæmi, en jörðin
var biaut af blóði og náttfalli. Svo voru
menn þreyttir, að margr sofnaði óðara
þar sem hann var kominn, en sumir héldu
vöku fyrir sér með mat og drykk. Þeir
höfðu góðan bjór og létu kerin ganga mann
fr i manni út til yztu forvarða, meðan deigr
dropi var eftir ; drukku þeir sk 1 keisarans
manna í skopi og voru allkitir.
„Silist þeir helzt af þorsta í nótt.“
„Ella drekki sitt cigið erfl.“
„Elœ ii'óön lfuningas.“
í sama bili heyrðist af vígvellinum, þar
sem birtunni frá bálinu sló ■■>, stynjandi rödd,
sem bað sér aumkunarlega hj dpar. Liðs-
menn, sem vanir vora við slíkt, þóttust
heyra á málrómnum að maðrinn væri ekki
þeirra landi, og gáfu þessu engan gaum.
En vein þessi espuðust æ meir, og skái’u
aumkunarlega innan á þeim eyrun. „Pekka,
farðu og gjörðu út af við þennan Austrríkis
rakka“.
Pekka var einn af inum fjórum hersvein-
um, sem fylgdu Bertilu, lágr maðr og þrek-
inn og ramr að afli ; hann fór til, og þó
nauðngr, að þagga niðr í þeim, sem æpti.
Hann var fuilr hjátrúar eins og allir félag-
ar hans og leizt ekki vel á blikuna, að vera
einn í valnum á dimmu náttarþeli. Bertila
sjálfr sat hugsandi um forlög sín næsta dag
og tók ekki eftir þessu. Að vörmu spori
kom Pekka aftr og dróg með sér dökkleita
flyksu ; varð mönnum hverft við er þeir sáu,
að þar var kominn munkr, sem auðséð var
á krúnu hans og skalla. Hann var í kufli
og girtr snæri um miðju og' lafði þar við
langt sverðsslíðr.
„Munkr ! .Tesúíti!“ sögðu liðsmenn í
hálfum tljóðum.
„Já, hvað haldið þið ég hefði átt að gera?“
sagði Pekka ráðalaus. „Þegar ég reiddi til
höggs við hann, har hann af sér höggið
með róðukrossi."
„Högg þú hann ! Hann er einn af djöfl-
um þeim, sem fara um í sauðarklæðum til
að myrða konunga og koma á bálið sann-
kristnum sálum. Högg hann niðr! Þegar
við tókum hæðina, stóð þessi furtr þar með
róðukross í hendi innan um keisaraliðið ög
hleypti af einni fallbyssunni.“
„Við skulum sjá, hvort gersemi hans er
úr silfri," kallaði einn og stakk hendinni
inn undir kufl munksins og dróg þar fram
móti vilja hans logagyltan silfrkross.
„Það hugsaði ég; ekki vantar Satan silfr.“
„Lofið mér að sjá,“ gall við gamall dáti:
,,ég kannast við munkaprettina.“ Síðan
skoðaði hann vandlega krossinn, en í því
sama snertir hann fjöðr á brjósti líkneskis-
ins og hrekkr þar rxt hárhvass morðkuti.
Dátinn hrökk við sem bitinn væri af
nöðru og þeytti róðukrossinum frá sér lang-
ar leiðir. Ógn og viðbjóðr hafði gagntekið
alla, sem sáu þetta. „Hengið höggorminn
í hans eigin ólarhandi!“ æptu hestliðarnir.
„Hér eru engar eikr,“ anzaði einn þeirra ;
,,og svo má enginn yíirgefa stööu sína.“
„Drekkið honum þá !“
„Drepum hann með kylfu !“
Enginn kom sér að því sakir viðhjóðs
við Jesúítann.
„Hvað eigum við að gera við hann ?“
„Miser cordin ! Gnade!“ sagði fanginn ;
hann hafði legið í svíma af höfuðsári, en var
nú búinn að fá mál og rænu.
„Gefið honum fetlengd af stáli og slepp-
ið honum síðan,“ sagði einn; „við erum
menn kristnir og óttumst ekki illra ára vélar,“