Öldin - 01.09.1893, Blaðsíða 2
82
ÖLDIN.
Sögur herlæknisins
EFTIIl
Zaeharias Topelius.
GUSTAF AÐÓLF OG ÞRJÁTÍU-
ÁRA-STRÍÐIÐ
I.
íslenzk þýðing eftir
Matthías Jociiumsson.
II.
Nafnlaus öðlingh. (Framh.).
Þar, mátti og jafnvel sjá fáeina ka-
þólska yfirklerka; þeir voru allir með
krúnur og því allir auðkendir; vildi kon-
ungr í verki eins og orði kunngera ti'úar-
frelsi, og þótt prestahöfðingjarnir þættust
þar illa komnir og sér vera ofaukið, þótti
þeim óráð að halda sig íjæn’i, úr því þeim
hafði verið boðið.
Hálfu meira Ijómaði öll þessi viðliafn-
ardýrð sakir þess skrauts og sundrgerðar í
klæðahurði, sem þá tíðkaðist, en sem menn
varla geta hugsað sér nú. Konungr sjálfr
bar óbrotinn búning, nærskorinn úr dökku'
flöjeli með silfrreimum: hann hafði á lierð-
um spánskan stuttfeld úr hvítu silki, er
drotningin sjálf hafði faldað og prýtt; hann
bar stutt stígvél úr gulu leðri og brotin
niðr; hann bar breiða fellinga-kragann, er
lagðist niðr um háls og brjóst, svo sem sóst
á myndum hans, og sama er að segja um
snögga hárið og granaskcgg hans og höku-
toppinn. Búningrhans skrautgjörnu drotn-
ingar var skrautofinn allr og alsettr gim-
steinum, mittið sat hátt og handleggir ber-
ir til miðs; jafnvel á silkiskóm hennar blik-
uðu dýrir steinar. Aðrar inar tignustu frúr
höfðu og prýtt sig og útflúrað eins og til
kapps við drotninguna. Sást þar alls kon-
ar guðvefr, oflnn og gerðr úr gulli og silfri,
silki eða flöjeli, og nóg af inum dýru Bra-
bants-kniplingum; sérstaklega vora inar
góðu frúr undrunarlega hneigðar íyrir að
pi’ýða sig utan með silkiböndum alla vega
iitum, skrúðknútum, lindum, dúskum og
dindlum, sem léku í loftvaranum með öll-
um liturn regnbogans. Furstar og riddar-
ar báru ýmist víða þýzka búninga, eða
þrengri spænska, og á höttum sínum, sem
þeir héldu á undir handkrika sér, höfðu
þeir fjaðradúska mikla, og loks komu
sveinar höfðingjanna, alski’ýddir silfri og
flöjeli, og er þá geflð sýnishorn þess tíma,
þegar menn enn ekki þektu einkeúnisbún-
inga (úniform).
Ekki skorti að smjaðrið og aðdáunin
hefði til taks sitt reykelsisoft'ur, livert sem
konungrinn snéri sér. “Herra,” sagði inn
blíðinálgi Bæheimskonungr, “yðar hátign
verðr ekki jafnað við nokkurn annan en
Alexander frá Makedoníu.” “Nei, frændi
góðr,” svaraði Gústaf hlæjandi, “þér ætlið
þó víst ekki að jafna saman inum góða stað
Frankfurt og Babýlon?” “Nei yðarhátign,”
svaraði franski sendiherrann Brezé, sem
gekk við lilið hans, “hátignin frá Bæheimi
vill einungis samanjafna Rín og Granicus,
og vonar að Hyphasis ins nýja Alexanders
mikla fái að liggja hinum megin við landa-
mæri Bæheims.” “Brezé greifl,” mælti
konungr og vék að öðru efni, “játiðþér, að
vorar norrænu fegurðir, og eins yðar
frönsku, hafi verið sigraðir í dag af einni
þýzkri ?”
“Herra, ég samþykki yðar skoðun, að
hennar hátign drotningin þurfi ekki á sín-
um öfundsverðjji stað við hlið yðar að halda
til þess að vinna sigr,” sagði inn hákurteisi
fransmaðr.
“Húsfreyja mín mun verða yðr þaklc-
lát fyrir lofsyrði yðar, kæri sendiherra, en
hún afsalar sér forrétti þeim, sem æskunni
tilhcyrir, sem sé junfrúnni af Emmeriz.” '
“Yðar hátign elr upp í oss þjóðarmetn-
aðinn svo úr liófl keyrir,” sagði hertoginn
frá Wittenbcrg og hneigði sig.
“Fegrðin er allra landa dóttir, herra
hertogi; en í sannleika var það kostulegt