Öldin - 01.09.1893, Blaðsíða 7
ÖLDIN.
S7
eins og þér berið sakir innar kaþólsku. Ég
hataði í þá daga páfann af allrl minni sál,
eins og þér hatið Lúther, og ég bað til guðs
að sá dagr mætti koma, að ég steypti anti-
kristinum og snéri öllum hans játendum til
ins sanna ijóss. Ég hefi ekki skipt um
sannfæring siðan þá; en hitt hefi ég lært,
að vegirnir eru margs konar þótt andinn
só einn. Ég held fastlega. við trú mína, ina
evangelisku, og er reiðubúinn að láta lífið
á vígvellinum fyrir hennar sakir, ef það er
guðs vilji. En ég virði kristins manns trú,
enda þótt ólík kunni að vera minni eiginni
að einhverju leyti, og ég veit að guðs mis-
kunnsemi megnar að leiða sálir til lífsins,
enda þótt fult só af hættum og villum á
veginum. Earið nú, jungfrú af Emmeriz ;
ég fyrirgef yðr að þér fylgið æsingum
munkanna, og leitizt við að leiða drottins
hermann frá bardaga hans fyrir ljósið.
Farið í friði, barn mitt, og látið guðsorðog
lífsreynsluna kenna yðr að treysta ekki
dýrlingum, sem þó eru ekki nema syndar-
ar eins og vér, né líkneskjum og hringum,
sem ekki megna að leysa oss undan dómi
ins æðsta. Ég þakka yðr, því þér hafið
viljað vel, enda þótt þér væruð leiddar af
bcrnskulegri fávizku. Fyrir mínu lífi meg-
ið þér vera ókvíðnar; það er í hans hendi,
sem veit til hvers hann ætlar mig.”
Gústaf konungr var stórmenni þegar
hann talaði þessi orð.
Jungfrú Regína stóð nú þar niðrlægð
og upphafin í senn af konungsins frábæra
umburðai’lyndi. Ef til vill kom henni þá
í hug svar hans til bæjarmanna í Frankfurt,
er þeir beiddust að mega sitja hlutlausir
hjá ófriðnum. “Afskiptaleysi,” kvað liann,
“er orð, sem mér alls ekki líkar, sízt í bar-
áttunni milli frelsis og áþjánar.” Hún var
alin upp í hatri við annara trú, og gat því
ekki skilið í því, hvernig unt væri að sama
sverðið, sem steypti kyrkjunnar verald-
lega valdi, gæti vægt til og beygt sinn odd
gagnvart hennar andlegu yfirráðum yfir
hjörtum og samvizkum. In tilfinninga-
sjúka stúlka leit tárvotum augum upp á
konunginn — þá fölnuðu kinnar hennar.
sem rétt áðr loguðu allar af andans ákefð,
og augu hennar störðu í dauðans ógn og
angist á ið purpurarauða tjald fyrir kofi-
ungssænginni.
Oxenstjerna tók óðara cftir hennar
skelfda augnaráði, enda hafði hann fyigt í
frá upphafi hverri hreyfingu hennar með
mun meiri grunseini en konungr.
“Yðar hátign,” sagði hann á sænsku;
“lítið vel í kring umlyðr, því að hér er
eitthvað ílt á seiði.”
Og án þess að bíða eftir svari, dró
hann sverð sitt og gekk rakleitt að sæng-
inni, sem var kostuleg gjöf borgaranna í
Frankfurt, og hafði þó hetjukonungrinn
skift dúnsængunum fyrir hrosshársdýilur
og snarpa ábreiðu úr saxneskri ull, sama
kyns og hermenn lians höfðu í vetrarher-
búðunum.
“Kyrt!” kallaði Regína, þvínærójálf-
rátt, en það var um seinan. Oxenstjerna
hafði skyndilega dregið til hliðar tjaldið
og glórði þá í nábleikt andlit með dimm-
um glóðaraugum undir síðri skinnhúfu.
Nú dró hann betr frá og stóð þar þá heill
munkr, sem spennti greipar um róðukross
úr silfri. “Kom fram, verðugi pater,”
sagði Oxenstjerna í háði. “Svo auvirði-
leg staða sæmir ekki svo verðugum manni.
Yðar verðleikr hefir valið óvenjulegan stað
til kveldbænahalds.. Ef hans hátign leyfir
það, skal ég útvega vðr fleiri tilheyrendr.”
Ilann tók í klukkustreng og jafnskjótt ltom
Bertel inn með tvo menn úr lífverðinum og
lét sinn standa hvoru megin dyranna.
Konungr rendi augum til Regínu og
lýstu þau fremr sorg en reiði. Honum
sárnaði mjög að svo ung og fríð mær skyldi
vera í vitorði með svo ljótum fjörráðum.
“Grið, yðar hátign, grið handa skrifta-
föður mínum. Hann er saklaus !” hrópaði
hún grátandi.
“Lcyttr yðar hátign, að ég spvrji í
yðar stað íáeinna spurninga ?” spurði Ox-
enstjeroa.