Öldin - 01.09.1893, Blaðsíða 11

Öldin - 01.09.1893, Blaðsíða 11
ÖLDIN. 91 stað miðað öllum skotum frá víggörðum þeirra Tillys; féllu kúlumar æ sem tíðast í ána, þyrluðu upp vatnsgusum eða skullu á inni veiku brú og ýmist skoppuðu frá henni yflr á hinn baltkann, stundum í bog- um hátt yfir höfðum Finna, en stundum hittu þær þá og stráðu búkum þeirra og limum eftir ánni beggja vegna. Ekki er þess getið, hve margir af inum þrem hundr- uðum komust af, og er nóg að geta þess, að þeir sem yflr sluppu, höfðu nógan ann- an starfa en að líta aftr og telja; tóku þcir þegar til verkfæra sinna og höfðu að vörmu spori sett upp garð, sem nokkurn veginn va.rði brjóst liðsins, þótt alt væri opið til beggja hliða fyrir skotunum f'rá bakka- virkjum Tillys. Tilly sá glöggt, hve mikið hér var í efni, og gerði hálfu harðari hríðina. Svíar vissu eins, hvað við lá, og slöngdu yflr á skóginn andspænis haglhríð af kúlum, sem ýmist sló gneista úr grjótinu eða sópaði um lcoll eikartoppunum víðsvegar, svo trjálim- ar, bolir og spítnarusl féll eins og skæða- drífa niðr yflr höfuð Bæjara, sem biðu boða að sækja fram að ánni. Konungr hljóp sjálfr til skotvirkjanna, eggjaði menn sína fram og miðaði með eginni hendi 60 fall- byssuskotum. Skotþruman kvað við svo hátt að hún skelfdi íbúa Bæjaralands á margra mílna svæði. Sá hópr Finna, sem í fyrstu hafði farið yflr, tók nú heldr en ekki að þynnast, en ekki litu þeir, sem garðinn hlóðu, aftr, fyr en hann var fullger; sáu þeir þá að helm- ingr þeirra var fallinn og lágu þar hundrað þeirra í blóði sínu. I sömu svipan nefndi konungr til þann mann, er Karl Gústaf Wrangel hét og þá var ungr, en síðar varð svo frægr, og bað hann að fara yflr og veita þeim lið. Finnarnir í hernum réðu sér ekki at' metnaði sakir lnxgpiýði landa þeirra, enda vóru hræddir um þá að sama skapi og kröfðust þess með ákefð að með þá yrði ráðizt í móti eldinum, og óðara en Wrangel hafði litið við, stóðu þar þjá hon- um ný 300 manna og stökk hann þegar með þeim yflr brúna. Hinir, sem fyrir vóru, f'ögnuðu löndum sínum með ópi. Nú fékk Bernhard hertogi, sem hafði eins og konungr blindan bardaga átrúnað á Finn- unum, leyfl til að gera hreyflngarbragð þeim til fulltingis. Hann fékk sér finnsk- an hestmannaflokk, hitti sundvað á ánni skamt þaðan fi'á, réðst þar yfir og fórst vel; síðan ræðst hann með dæmafárri dirf- sku á hægri fylkingararm óvinanna í opna skjöldu. Liðinu, sem ailan hugann hafði á brúnni, varð bilt, svo vörnin varð í ólagi og síðan riðluðust raðirnar, þótt ofreflið væri mikið. Hjuggu þeir Bernhards-menn þar til beggja handa, ruddu brautina fyrir sér og náðu til sinna manna við brúarsporð- inn óðara en hinir gátu áttað sig. Það vóru þessi djörfu og drápskæðu riddaraá- hlaup, sem gáfu Finnum viðrnefnið Halclca- peliter, sem kemr af halckapœœelle, “höggðu hart og títt!” því með því eggjuðu hverir aðra, þá er þeir liófu álilaup og atreiðar. Nú tók hver fótgönguflokkr hersins, bæði Svía og Finna, á fætr öðrum að hefja hlaup yfir brúna, því þeir stóðust ekki af- reksdæmi Finnanna. Tilly hafði nú lengi dregið að senda menn sína móti opnum fallbyssum (Svía; lpt hann nú stórar her- sveitir undir forustu Altringers vaða fram, og bauð þeim að taka vígið við brúarsporð- inn, og reka þá yfny sem þar væri. Bæj- arar runnu nú fram, en óðara hnigu heilar raðir af þeim til jarðar fyrir kúlum Svía. En þeir skyldu nú land sitt verja; allir, sem sig borið gátu, stukku óðir og æfir fram að virki Finná. Sló þá hart Wrangels unga hetjuhjarta, en menn hans bifuðust ekki. Nú var á hólminn komið. Óvinirn- ir ruddust f'ram eins og svartr skýflóki, voru margii’ fallnir, en þó voru milli fjórar og fimm þúsundir eftir. Finnai' gáfu þeim varmar viðtökur; þeir hleyptu ekki af langbyssum sinum fyr en á fimtán skrefa færi; hafði þar hver kúla mann fyrir sig. Bæjarar námu staðar og kom á þá liik, voru þeir og flestir nýorðnir hermenn. Fengu Finnar fangrúm til að lilaða aftr og

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.