Öldin - 01.09.1893, Blaðsíða 3

Öldin - 01.09.1893, Blaðsíða 3
. ÖLDIN. 83 herfang, sem liðsmenn mínir náðu í Vuertz- borg.” Konungr nálgaðist nú jungfrú Regínu; bar. enn meira á hennar ijðmandi fríðleik fyrir það, að búningr hennar var fremr nærskorinn; var hann úr svörtu íiöjelsilki og alsettr hálfdaufum silfrstjörnum, “Jung- frú,” mælti hann vinsamlega, “égteldimig gæfumann ef sorgarbúningr sá, cr þér ber- ið, skýldi því hjarta, sem gæti gleymt allri mæðu og mannraunum, en lifað í voninni um glaðari daga þegar stríð og styrjöld fælir ekki framar roðann af yðar fögru kinnum. Trúið mér, jungfrú, sá tími kemr, og ég þrái komu hans af öllu hjarta eins og þér, og látið nú þá von mína lciða gleðina fram á þær varir, sem ættu að vera hennar sífoldi aðsetrstaðr.” “Við lilið yðar liátignar gleyma menn öllu,” svaraði jungfrú Regína, um lcið og hún stóð upp með lotningu úr inum purp- urrauða liægindastól, er hún sat á. En vangar hennar urðu þó enn fölari við þessi orð, og vottuðu alt of berlega, að liún mundi vel eftir sínu umliðna og yflrstandandi ó- frelsi. “Líðr yðr ekki vel, jungfrú ?” “Fullkomlega vel, yðar iiátign.” “Máske hafið þér yfir einliverju að kvarta ? Trúið mér alveg eins og vini.” “Yðar hátign, þér eruð svogóðr-------” Regína átti í stríði við sjálfa sig. Loksins bætti hún við moð niðrlútu bragði: “góð- leiki yðar liátignar mcinar mér nokkurs að æskja.” “Við sjáumst aftr.” Jungfrúin reikaði út í gluggaskot í næsta herbergi og brast þar í grát. “Heil- aga María,” mælti hún ; “fyrirgef þú mér, að þú átt ekki einsömul lijarta mitt. Þú sem þekkir alla mína önd og sál, þú veizt, að ög hefi ekki kraft til að liatast við þennan villukonung, eins og þú heimtar af mér. Hann er svo stór, svo fríðr! Vei mér, að ég skuli skjálfa þegar ég hugsa um það heilaga verk, sem þú hefir fyrir mig lagt.” “Vertu hughraust, dóttir!” kom hljóð úr horni ekki langt frá, því að baki henn- ar stóð honnar sama fylgja, inn föli munkr. “Tíminn nálgast,” sagði hann í lágum hljóðum. “Inn góðlegi konungr er ástfang- inn í fegrð þinni. ’ Gleðstu, barnkind, því að in heilaga hefir vígt hann glötuninni, á þessari nóttu skal hann devja!” “Æ, faðir minn, fiiðir minn, hvað lieimtið þér af mér?” “Heyr mig, dóttir! Þegar Hólófern- es, höfðingi Assýra, sat um borg- ina Betúlín, bjó þar ekkja ein, er hét Júdit Meranidóttir, fríð eins og þú, barn mitt, guðhrædd sem þú. Hún fastaði þrjá daga og gekk svo út og fann náð fyrir augum óvinar fólks síns og sinnar trúar. Og inir heilögu gáfu hans líf í hennar liönd, hún dró hans sverð, lijó höfuð hans af honum og frelsaði sína þjóð.” “Vægð, faðir minn!” “Það var henni reiknað til ævarandi heiðrs og eilífrar sáluhjálpar, og nafn henn- ar var nefnt meðal inna æðstu I Israel. Eins mun þitt naí'n ásíðan verða talið, dóttir mín, meðal blcssaðra dýrlinga heil- agrar kyrkju. Vit þú, að I fyrri nótt stóð við hvílu mína inn heilagi Fransiskus og sagði: ‘Tíminn er kominn, gakk til Júdit og seg henni, að ég ætli að gefa höfuð Hó- lóferness I hennar hönd.1'' “Hvað skal ég gera, faðir ?” “Cíæt vandlega að, hvei'su þér ber að fara. Nú þcgar I kveld skalt þú biðja konung um launfund við þig.” “Ömögulegt.” “Þú skalt birta honum upplogin laun- ráð gegn lífi hans. Þú skalt komast yfir hring hans. Náir þú honum, mun ég verða þér nærstaddr og hjálpa þér. En vilji hann ekki selja þér hringinn, skaltu — tak við bréfi þessu, í því er ólyljan, sem hrífr. Inn hcilagi Fransiskus gaf mér það sjálfr. Lát þú það I nætrdrykk konungsins.” Regína tók við inu skæða bréfi, studdi sitt lokkaða höfuð upp við gluggaskotið og var sem hún heyrði eggjunarorð munksins.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.