Öldin - 01.04.1895, Síða 5

Öldin - 01.04.1895, Síða 5
ÖLDIN. 53 í fðr með sér hinar “fjórar þrautir” : fæð- ing1, sjökdóm, elli og dauða. Af því kon- an leggur tálsnörur á veg mannsins og leiðir hann til munaðar, og glötunar, er hún álitin syndugri en maðurinn. “Kon- ur eru syndugar,” er hin algenga trú með- al Japanskra kvenna. En af því Buddha- trú fyrirbygði strangiega alla stéttaskifting er hún eitthvert sterkasta meðal til að halda mannfélaginu í jafnvægi. Allir munkar eru jafnir, auðurog vald ættmenna þeirra hafa engin áiirif á stöðu þeirra gagn- vart trúbræðrum þeirra. Ef einn munkur stendur öðrum framar í augum lýðsins, þá er það fyrir dygðir hans og mannkosti. Veraldleg tign hefir hvergi fótfestu fyrir innan dyr klaustranna. Á Indlandi og á byltingatímunum í Japan var þjóðinni ná- kvæmlega skift í stéttir, sem lítið höfðu saman að sælda. Confuciusar-kenningarn- ar héldu fram og studdu þessa skifting, en Buddha-kenningarnar voru þeim liiklaust andvígar, og var því framfylgt bæði í orði og verki af játendum þeirra. Buddhatrú býður hvern og einn veikominn í livaða stöðu sem hann er. Hún leggur lítið upp úr veraldlegri frægð og veraldlegum auð, þar eð það sé hvorttveggja fallvalt og tál- drægt. Það er ekki ósjaldan getið um það í sögu vorri, að prestar og munkar hafi náð undir sig miklum völdum, og verið illir viðfangs í póiitiskum málum í Japan, en af því ég heíi ekki hentugleika á að fax-a ýtar- lega út í þau mál, skal ég tilfæra hér að eins tvci dæmi sem benda í þá átt. Einn af Japönsku keisurunum sem ríkti fyrri hluta tðlftu aldar og liafði mikið álit á sér fyrir að vera vitmaður, sagði einu sinni í bræði sinni: “Það er að eins þrent sem ég get ekki ráðið við: teningar, vöxturinn í Kamo- ánni og munkarnir í klaustrunum.” Um niiðja 16. öid; við lok “styrjaldar-tímabils- ms,” þegar hinn mikli foringi, Nobunaga, ^ar að reyna að koma á friði í iandinu, voru pólitisk áhrif prestanna einn hinn mesti örðugleiki, sem hann átti við að stríða, og varð það til þess, að hann studdi að innleiðslu kaþólskunnar, og niðurbraut klaustrin og gerði síðan úr þeim hcrvígi. Þessi tvö atriði cru nægileg til að sýna, hve mikil og ill áhrif prestarnir höfðu í pólitiskum málum. En við verðum jafn- framt að viðurkenna, að það voru liinir Buddhisku prestar, sem geymdu iærdóm og bókmcntir þjóðarinnar á þessum 400 stjórnleysis og byltlngaárum styrjaldar- tínmbilsins. Á þessu tímabili voru allir hermenn og riddarar í bardögum og alþýð- an var illa uppfrædd og hafði þar að auki lítinn tíma frá sínum dagiegu störfum, og þannig voru það nærri eingöngu prestar og munkar, sem höfðu tækifæri til að leggja sig eftir vísindum og heimspeki, enda voru þeir sjaldan við óf'rið riðnir, en héldu sig mest við klaustrin, sem vanaiega voru rcist á afviknum stöðum, og verður ekki annað sagt, en að liin Japanska þjóðmenning oigi þessari Buddliisku reglu mildð að þakj^a. Það má geta þess hér, að á meðal sumra eru munkarnir fyrirlitnir, í stað þess að vera virtir. Þegar drengir cru óþekkir, er það alltítt að foreldrarnir hegna þeim með því að segja : “Ef þú bætir þig ekki, skal ég gera úr þér munk.” Það oru ýmsar ástæður fyrir þcssu virðingarieysi alþýðunnar fyrir hinum Buddhiska kcnnilýð, og eru þær sem hér fara á eftir liinar helztu: Þeir sem gerast klerkar hinnar Buddhisku reglu ero vana- iega unglingar sem enginn heflr alið önn fyrir í ungdæminu, eða sem hafa verið svo baldnir að þeir gátu ekki saman við a:tt- menn sína búið. Að verða munkur, heflr ekki einungis í för með sér að yfirgcfa glaðværð veraldarinnar, heldur einníg að verða útlægur úr mannlegum félagsskap. Af þessu leiðir, að fáir sem annars eiga úrkosta, sækjast eftir að verða munkar, og fáir eru þeir eða engir, sem iangar til að senda börn sín í klaustrin. Munkarnir eru grein af lægstu stéti mannfélagsins og það

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.