Öldin - 01.04.1895, Qupperneq 12

Öldin - 01.04.1895, Qupperneq 12
60 ÖLDIN. “Farðu, og lát mig enda grafletur mitt.” Lúsía fór hvergi, hún gekk nær hon- um, augun fyltust tárum, hún brá höndun- um um háls hins gamla manns. “Graflet- ur jjitt;!” sagði hún með mildari rödd en nokkur skyldi halda að f'æri yflr hennar fölvu varir, sem virtust ekki vera til ann- ars gcrðar en grófra og harðra orða. “Guð minn góður!” sagði hún í liálfum hljóðum “á þá alt hið stærsta og ágætasta á jörðunni að verða að duf'ti ? En sá dagur cr enn þá langt í burtu, jú, hann hlýtur að vera það, elskan mín. Lofa þú mér að sjá graf- letur Jóhannesar Messeníusar hins niikla.” “Vissulega,” svaraði liann, sem sef'að- ist af smjaðrinu, sem talað var í hreinskilni, “vissulega, Lúsía, ertu hin rétta persona executrix, sem átt að lesa rnitt cpitapliium, fyrir því a,ð þú ert sú, er láta skal höggva það á mitt leiði. Lít þú á, góðin mín, hváð segir þú um þetta ?” Hér undir hvílir Doctor Jóhannis Messenii bein. Sál hans er í guðsríki, orð- stír hans allstaðar, sem lönd cru bygð. “Aldrei,” sagði Lúsía grátandi, ”hefir sannara letur verið sett á legstein liðins stórmennis. En við skulum ekki orðlengja um það. Látum okkur heldur tala um þitt stóra verk Scondía. Veistu, að grnn- ur minn segir mér, að þess ágætis Ijómi muni innan lítils tíma færa þér frelsið ?” “Prelsið,” mælti Messeníus hálf rauna-' lega, “jú, rétt segir þú það, grafarinnar frelsi, til að verða duft hvar scm vill.” “Nei,” sagði hún áköf og hrifln, “augu þin eiga cnn eftir að sjá frægðar þinnar tilkomu. Menn skulu lesa þitt mikla Scondia illustrata, menn skulu prentaþað, og nafn þitt á þess fremsta blaði m.eð gull- stöfum, öll veröldin skal hrópa af hárri undrun: Norðurlönd litu aldrei þcss líka!” “Og mun heldur aldrei það sjá,” bætti Messeníus við með sjálfsti’austi. • “Ó, hver gefur mcr frelsi mitt aítur, frelsið mitt, svo að ég megi sjá vcrk rnitt og sigri ljl'dsa yf- ir mínurn óvinum ? Exandi me, Dornine, porrigo manus mcas coram facie tua! Li- bera me a miseriis; etenim dixiste: Pro- sternam inimicos tuos calcandos pedibus tuis* Hver gefur mér frelsið, frclsiðogtíu lífsár svo ég megi sji mitt verk ?” “Eg!” svaraði dimm rödd innar úr stofunni. Við þetta hljóð hrukku bæði lvjónin við af ósjálfráðum hjátrúarótta. Einvera fangelsisins og hin hrikalega náttúra, sem á öllum tímum er hjátrúarlífsins besti jarð- vegur, hafði magnað hjá þeirn aldarinnar almennu trú á yfirnáttúrlega hluti, og- gert hana að fastri sannfæring. Hinn síiýnandi auðugi andi Messeníusar haf'ði oftar en einu sinni verið að þvi kominn að sökkva niður í undirgöng Kabbala-spekinnar og tálgryfjur töfravísindanna, og frelsaði hann þar eingöngu hans mikla iðjusemi, svo og trúarfortölur konu hans. Nú barst lionum eins og óvænt svar upp á spursmálsgátur. hans------frá himnaríki eða helviti, það skifti engu, það var svar samt, það var þó> hálmstrá fyrir hans hverfandi vonir. Hinn frostharði vetrardagur var kom- inn að kveldi og rökkrið hafði breitt blæjú sína yflr herbergið, næst dyrunum. Fram úr þeim skugga gekk maður og mátti þar þekkja á svipnum hinn sama dökkgula mann, sem fyrir stundu síðan liafði fengið leyfl til að koma inn í kastalann undir nafninu Albertus Simonis, liðsmannalæknir. Hafði hann að líkindum líka scm læknir fengið inngönguleyfi lil fangans, því ekki voru aðrir læknislistamenn í kastalanum en einn bartskeri, er fékst við liandlækn- ingar, og gömul hermannsekkja, sem all- mikinn orðstír hafði fyrir lækningar á inn- vortis sjúkdómum, einkum þar scm hún lílta kunni þulur og formála, sem prestar *) Heyr mig, drottinn, ég útrétti hend. urnar fyrir augliti þinu ; leys mig frá volæði, því þú heíir sagt: ég mun leggja óvini þína til skavar fóta þinna, svo þú megir troða þá und- ir fótum.

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.