Öldin - 01.04.1895, Page 14
G2
ÖLDIN.
en ckki til áí'ellis, svo fremi þú hafir það
gert með Jcim þögula fyrirvara og tilætlan,
að eíla hið góða málefni. Þótt þin tunga
hafi logið og liönd þín mann vegið, þá skal
það heita gott og heilagt verk, þegar það
miðaði til að finna aftur og frelsa þá týndu
sauði. Vertu hughraustur, mikli maður,
ég gef þér syndakvittun í kyrkjunnar
nafni.”
“Já, minn frómi faðir, þessum lcenn-
ingum sem þeir hinir æruverðu f'eður Jesú-
ítar í Brannsberg innrættu mér í æsku
minni, þeim hefi ég dyggilega eftir breytt.
En nú í elli minni þykir mér þó sem sam-
vizkan vilji þar ýmislegt í móti mæla.”
“Freistingar djöfulsins. Ekkert ann-
að. Útrek þær.”
“Vera má að svo sé, faðir sæll. Þó
hefi ég nú til íriðunar samvizku minni
samið bréflega játningu ; kunngeri ég þar,
að fráfall mitt til Lúthers kenninga hafi
yíirvarp verið, og játa aftur eins hrein-
skilnislega trú mínaá hina rétttrúuðu róm-
versku kyrkju.”
“Geym þú þessa játning, sýn hana
engum lifandi manni,” sagði Jcsúmunkur-
inn skjótt, “hennar tími kemur síðar.”
“Ég skil ekki ástæður þínar, góði faðir.”
“Heyr nú með eftirtckt og athygli
það sem ég vil segja þér. Hyggur þú
gamli maður, að ég hafi að nauðsynjalausu
hætt mér til ferðalags margra hundraða
mílna veg norður í eyðilönd þessi ? Þar
scin ég á daglega von á sulti, kulda, óarga-
dýrum og enn skæðari mönnum í þcssu
landi, sem mundu mig lifandi brenna, ef
þeir vissu liver ég er eða hvað ég hefst fyr-
ir ? Hyggur þú ekki, að ég muni hafa
ærið að starfa heima, eftir veikum kröftum
ef elcki bæri það til, að fyrir mér vakir
framkvæmd hér, sem meiri þýðing heflr ?
Nú vel, ég vil segja þér í fám orðum, livað
í efni er — — hér eru víst engin eyru
nærri ? Eru nokkur leynigöng eða skot í
veggjum hér ?”
“Ver óhræddur. Enginn lifandi mað-
ur má heyra til okkar.”
“Vit þá,” mælti Jesúítinn með lægri
röddu, “að vér liöfum enn á takteinum hina
fornu ráðagerð, að ná hinni vantrúuðu Sví-
þjóð aftur, og leiða hana í faðm hinnar
rómversku kyrkju. Til evu eingöngu tvö
veldi, sem nú mega veita oss viðnárn, en
lof sé öllum heilögum, að þessi veldi verða
með hverjum degi óskaðvænni. Stúarta-
ættin á Englandi liggur í voru vciðineti og
styður leyniiega vorn hag af alefii, en Sví-
þjóð liggur enn þá í svíma ef'tir liinn skæða
ósigur við Nördlingen og megnar ekki án
nýrra kraftaverka að halda lcngur hinni
háu og tvísýnu stefnu fram á Þýzkalandi.
Tíminn er kominn. Iiáð vor eru til taks;
vér v'erðum að sæta færi við fjandmenn
vora. Að fám árum liðnum íellur Eng-
land í hendur vorar eins og fullvaxið ald-
ini; Sviþjðð, þótt enn sé sigurdrukkin,
mun neydd vcrða til sömu uppgjafar. Mcð-
alið til þess verður stjórnendaskifti.”
“Kristín, dóttir Gústafs konungs — ?”
“Er níu ára gamalt barn og þar hjá
kvenmaður. Oss skortir ekki fylgismenn
í Svíþjóð, þeirra sem enn þá minnast hinn-
ar útlægu konungsættar. Hinn lingerði
konungur, Sigmundur er látinn; sonur
hans, Ladislás, réttir nú út hendurnar með
bráðlyndi æskunnar efcir kórónu feðra
sinna. Ilann skal fá liana.”
Freistarinn.
r
“Ladislás í hásæti Svíaríkis ! Eg efast
um að vér lifum þann dag,” mælti Messen-
íus.
“Heyr mig til cnda máls míns,” svar-
aði Jesúmui.kurinn, sem var allur á lofti
sökum ráðagerðanna, sem fyltu hans vél-
ráða höfuð. “Það crt þú sjálfur, mikli
Messeníus, sem átt að gcra þetta undra-
verk.”
“Ég — einnvesællfangi! Ómögulegt!”
“Hinum iieilögu og snillingunuin er