Öldin - 01.09.1895, Blaðsíða 2

Öldin - 01.09.1895, Blaðsíða 2
130 ÖLDIN. Og skína lát yndið Um atigna-hvel glær, Og æsku í lyndið Og hjarta þitt fær ! Það leysir upp drungann Og leiðinda-bönd, Það léttir svo þungann Af fót þér og hönd ; Svo losnar þér tungan Og ijóðmæli vönd — Það lætur þig ungan I kropp og í önd. -------:o:------ GRASAFERÐ NORÐRA. Norðri* grár til grasa Gekk í Braga-túnum, Hann kvaðst hálfan vasa Hafa’ af súrum, fúnum; Fann ei fyrir þyrnum Fegurð rósa-kranzinn — “Alt er gult í glyrnum Guluveika mannsins.” *) Norðri = Max Nordau. Rit hans : “Afturför” ætti að lieita : “Öfgar.” Koma rafmagnsvagnar í stað gufuvagna alment ? Rafmagnsfræðingarnir sjáltir eru ekki samdóma, þegar þeir svara þessari spurn- ingu, eðaöðrumáþekkum. Sumir þeirra eru á því, að innan tiltölulega fárra ára verði gufuvagnarnir horfnir, en rafmagnsvagn- ar komnir í þeirra stað, á öllum járnhraut- um í landinu, nema máske á útkjálkahraut- um hér og þar, þar sem umferð er lítil. Og einnig á þessum ýtkjálkabrautum segja þeir eflaust að rafurvagninn útholi gufu- vaguinum, svo að eftir hundrað ár verði hinir almennu gufuvagnar nútíðarinnar gleymdir, nema hvað nafn þeirra geymist í sögunni. Aðrir aftur, og engu síður fræg- ir raffræðingöi', eru á þvi, að gufuvagninn rýrni aldrei fyrir rafmagnsvagninum, nema í takmörkuðum héruðum og á ákveðnum hrautum; að þeir rými aldrei af stóru að- aljárnhrautunum. Skoðanamunur í þessu sem öðru er eðlilegur. Akafamennirnir, sem horfa á það eitt, sem rafmagnið lieflr komið til leið- ar á svo örfáum árum, síðan farið var að hagnýta það sem alment vinnuafl, scm líta að eins á byltingarnar, sem það heflr vald- ið á þessum fáu árum, þeim flnst þeir sjái í anda gufuvagnana liggja dauða með “limu hrotna” fram með veginum, þegar þeir skjótast fram lijá á rafmagnslestinni, er gengur hundrað mílur á liverri klukku- stund. Þeir sjá í anda þann tíma kominn, að þjóðvegirnir sem nú eru — akbrautirn- ar — þekkjast ckki nema á útkjalkum, og hestarnir eru eltki Iengur notaðir til al- mennrar vinnu, eða vöruflutninga um þjóð- vegina. I stað þjóðveganna eru komnar upphleyptar rafmagnsbrautir, svo lxáar, að snjó festir ekki á þeim, og eftir þeim flj úga rafmagnslestir fram og aftur út um allar sveitir og íæra frá einum stað til annars á svipstundu fólk og flutning, sem hestarnir fyrrum drógu með erflðismunum og á löng- um tíma um illa færar sveita-akbrautir. Þessu likar eru hugsjónamyndir framtíðar- innar hjá ákafamönnunum. Hinir, sem hægra fara, eru jafnmarg- ir, og þeir hyggja sína skoðnn aðallega á því, að cngin uppfinding, scm pegar er reynd að gagni og gæðum, falli úr gildi. Ilún verði altaf notuð að jöfnum þræði við hinar nýrri og að mörgu leyti meiri, og falli aldrei í verði, þó ástæðurnar í þessum staðnum geri það að verkum, að hún má- ske verði að þolca þar fyrir annari nýrri uppfinding, sem betur fullnægir kröfunum í þeim og þeim staðnum. Um þetta mál — útbolun gufuvagn-

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.