Öldin - 01.09.1895, Side 13
ÖLDIN.
141
gimsteina. Þó var hvergi smuga er maður
gæti smogið um ; hvergi vegsummerki að
snertar iiefðu verið hurðir, gluggar, vegg-
ir cða þak. Alt var eins og gengið var frá
því í fyrstu. Fullur af gremju og öldung-
is hissa á þessu, átti hann langt tal um það
við túlkahöfðingjann. Að ráði þess illa
manns lét hann svo spenna boga í skugga
súlnanna, svo sterkann, að hann skyldi
kreista iíf úr jafnvel ijóni eða nikur.
Það bar svo til eitt kvöld, þegar ekki
var tunglskin, en þeir bræður þurftu áð
afla sér fjár á kostnað Faraós, að Hemti,
sem liafði farið inn á undan, festist í einum
þessum boga, er hann þreifaði fyrir sér í
myrkrinu. Boginn kleip hann um miðja
fótleggina og hélt þar heljartaki. Þrátt
fyrir kvölina kallaði liann til bróður síns
og fyrirbauð honum að ganga inn fyr en
hann gæti kvc.ikt Ijós og það gerði hann
þótt fjötraður væri hann og kraminn í bog-
anum. Gekk þá Setnan inn og revndi
fyrst af öllu að spenna bogann og ieysa
bróður sinn, en boginn var yfirsterkari
miklu. Þá mælti yngri bróðirinn, sá f
boganum :
“Það er enginn vegur til að ég sleppi,
en andlit mitt sýnir hver ég er, og bíður
þá 'hörmungardauðdagi móðir minnar og
þín. Högg þess vegna höfuð mitt af boln-
um og liaf á burt með þér, svo Rhampsinit-
us megi vinna fyrir gýg. En fyll þú poka
okkar jafnframt með gulli og gimsteinum
þvl þetta er okkar síðasta heppniskvöld.”
Setnan fór að ráðum bróður síns þó leitt
væri, hjó af honum höfuðið og iét ofan í
leðurhylki sitt meðal gimsteinanna. Svo
héit liann lieim með byrði sína og sagði
móður sinni hvav nú var komið.
Morguninn eftir gekk konungurinn í
fjárhii’ziuna til að sjá hvort nokkuð hefði
gerzt. Yarð hann þá enda meir hissa en
áður, er hann fann ræningjann liöfuðlaus-
an og ílcttan gersamlcga öllum klæðum.
Og enn var ómögulegt að sjá hvar ræn-
ingjarnir komust inn og út. Aftur kallaði
liann ráðgjafa sína á fund og var þá lengi
rætt um hvað gera skyldi. Loksins var
afráðið að hengja skrokk ræningjans á
kross úti við borgarmúrinn á allaravegi og
skyldi hermannaflokkur gefa honum gætur
nótt og dag og að auki öllum umfarendum.
Skyldu þeír taka fastan og leiða fyrir kon-
ung tafarlaust hvern þann mann eða konu,
sem á nokkurn hátt brygði, er þeir eða
þær sæju líkið. Nú mátti búast við, að
þeir yrðu margir sem félli þessi sjón illa,
því forn-Egyftar trúðu því, að rotnaði lfk
ofanjarðar, eða ef fuglar loftsins cða liræ
ætu hold af beinum, fengi “Ka,” eða hinn
andlegi liluti hans eða hennar, aldrei hvíld-
arstað, hefði ekki mátt til að liverfa til
mannlífsins aftúr, en yrði að sveima milli
mannheima og andans heimkynna, og dofna
og eyðast að því skapi er líkamsleyfarnar
eyddust. Alt þetta lá þungt á hjarta ekkju-
frúarinnar Rud-Didet, þegar hún frétti um
mannslíkamann á borgarmúrnum. Hún
var harðorð við Setnan og setti honum að
lyktum fyrir að færa sér lík bróður hans
með einhverjum ráðum, svo það yrði smurt
og fengi að hvílast eins og annara manna
lík í myndarlegri múmíukistu. Þegar
Setnan sagði þetta ómögulegt, að mannlegu
viti væri ofvaxið að fara í kring um Faraó
eins reiður og eins árvakur og hann nú var,
bætti kerling því við, að ef hann yrði ekki
kominn heim með líkið um sólaruppkomu
næsta morgun, skyldi hún í bræði sinni
fara á fund Faraós og segja honum hvern-
ig gripum hans hefði verið stolið og hvar
þá væri að flnna.
Setnan hræddist þessa ráðagerð, og í
angistinni fór hann að hugsa upp ráð sem
hrifl. Laust fyrir sólsetur tók hann asna
marga og setti á þá ldifsöðla og bagga
mikla af áfengu víni í bclgjum. Svo bjó
hann sig eins og ferðamann og hélt af stað
með asnalest sína. Rak hann þá meðfram
borgarmúrunum þangað til hann kom
þangað, er varðmcnnirnir voru hjá lfkinu.
Þegar þar kom, tókst Iionum án þess tekið