Öldin - 01.09.1895, Blaðsíða 7
ÖLDIN.
135
Þeii’ menn sem töluðu tilfærð orð,
Sanehat, byggingameistari Faraósjog Setn-
an, elzti sonur lians, voru uppi fyrir mörg-
um þúsundum ára síðan. Þeir voru uppi
á dögum Ehampsinitusar, eins fornkonungs
Egyftalands, er þá ríktijí Memphis.
Samtalið átti sér stað í hallargarðin-
um umhverfis konungssetrið, nálægt út-
jöðrum hinnar miklu borgar, þar sem hinir
mikilfenglegu veggir og hin ramgerðu
hlið að höllinni stóðu bjargföstum fótum
fram á bakka skipaskurðarins, er grafinn
hafði verið upp frá Nílfljótinu. Á skurð-
inum, bundnir við bakkann, láu byrðingar
og ferjur allskonar fermdar stein-báknum
miklum, höggnum og óhöggnum, er með
erflði miklu höfðu vcrið rónir handan yfir
Níl, frá Hammamat grjótnámunum, og frá
ánni upp slcurðinn að verkstaðnum. Hall-
argarðurinn, sem venjulega var svo hremn
og prýðilegur og undanþeginn umferð og
háreysti, var nú allur útataður. í honum
voru haugar af steini, liöggnum og 6-
höggnum, á allri stærð, og með öllum iit,
—• purparasteinninn margliti, syenite-
steinn. grástoinn og livítur og' linur kalk-
steinn, alt í röstum og hrúgum hvað inn-
anum annað, en til annarar handar gnæfði
yfir höfði man n;i, innan við grindaverk úr
pálmaviðar spírum og bjálkum, nærri full-
gerður framstafninn af hinni nýju fjár-
hirzlu Faraós. Loftið var þungt og
þrungið af brennandi vorsólarhita á Níl-
árleirunum. Ein síðasta rokan af eldheit-
um Rhamsin-anda var að svíða liin fersku,
grænu fikjuviðarlauf og Ra, lífgjafinn
sjálfur, Ijómandi í allri sinni dýrð, á bruna
braut sinni í himingcimnum, sló gullnum
lit á landið þar sem hann náði til, en gerði
til að sjá biksvarta þá flálca þess, sem í
skugga voru.
Að vera berhöfðaður og vinna strit-
vinnu undir þvilikri liádegissól var óhugs-
andi fyrir aðra en innfædda menn og
konur, — börn Nílárleiranna. En hófsem-
3n og sparneytnin í mat og drykk átti þált
í því, að þetta fólk sakaði ekki. Konurnar
og börnin báru vatnskrúsir á höfðinu, trjá-
við og hvað annað, tll starfsmannanna, án
þess nokkurntíma að fárast um sólarhit-
ann, eða það, að verkamennirnir, stein-
höggvararnir, veggsmiðirnir, málararnir
og aðstoðarmenn þeirra, daglaunamenn-
irnir, höfðu flett af sér klæðunum og unnu
allsnaktir allstaðar umliverfls að hinum
ýmsu störfum eins og Sanehat, sonurn hans
og öðrum verkstjórum þóknaðist að segja
fyrir. Það hugsuðu allir um það eitt, að
fá sem fyrst fullgerða hina ramgcrðu fjár-
hirzlu fyrir konung sinn, Rhampsinitus.
Frá skipaskurðinum og neðan frá Níl barst
að eyrum verkmannanua sifelt uppihalds-
laust tist, eða marr. Það voru vatnshjólin
miklu, sem marraði í, er þau voru í hrevf-
ingu í hitanum til að dæla svalandi vatns-
flóði upp um engi og garða í grendinni.
Á aðra hönd og rétt í grendinni var varn-
ingstorg mikið og barst þaðan látlaus
émur af samtali og naggi um vöruverðið,
er öðru hvoru blandaðist saman við skark-
ið og glauminn á götum aðalborgarinnar
lengra burtu. Mcð köflum heyrðist og
ómur af trumbuhljóði og bjöllum í muster-
unum.
Alt í einu var slegin trumba mikil í
hallargarðinum, en það var tákn þess, að
miðdagsverðartími verkamannanna var
kominn. Verkamennirnir sleptu verkfær-
unum, en lilupu af stað sinn i hvora áttina
til að hressa sig og- seðja á lauk og millet-
brauði. Verkfiæðingur konungsins tók
staf sinn og gekk af stað heim til sín, og
synir hans lotningarfullir á cftir honum,
en heimili þeirra var við mót skurðarins
og árinnar, í stórum garði cr skygður var
af mörgum fikju-mórberja-trjám, og nafn-
ið Sanehat þýðir: “sonur fíkju-mórberja-'
trjánna.”
Ilvað bar til þess að svipur hans var
svo alvarlegui', svo þungur ? Sú var á-
stæða til þess; að snemma um daginn
hafði byggingameistarinn í Memphis verið