Öldin - 01.09.1895, Side 14

Öldin - 01.09.1895, Side 14
142 ÖLDIN. væri eftir, að losa um bandið um opið á tveimur belgjuuum, svo að vinið fór að spýtast út og ofan á brautina. Trtk hann þá að kveina, berja höfuð sitt með hnef'un- um og bera sig svo hörmulega, að hermenn- irnir veittu honum athygli. Sáu þcir þá livað um var að vera, en í stað þess að hjálpa honum, hjálpuðu þeir sjálfum sér. Þeir lilupu eftir ílátum og fengu sér vín í þau og gerðu sér glatt af, en ferðamaður- inn grét hástöfum og ákallaði alla guðina að þeir legðu bölvun sína yfir skálka þá. Ilermennirnir gerðust brátt hreyíir af vín- inu og reiddust því karlinum ekki eða böl- bænum hans en, höfðu skemtun af og tóku að hugga hann. Lét karl af harmatölum sínum um síðir, hlýddi á orð þeirra, liugg- aðist og fór jafnvel að tala við þá í bróð- erni. Kom þar að, að liann bauð einn belg- inn til, svo að jafngóðir drengirgætuskemt sér. Drukku þeir nú fast og gerðust þeir og karl beztu mátar. Setnan liélt áfram að ausa í þá víninu þar til þeir voru allir ölv- aðir orðnir og yfirkomnir af hinum áfengu drykkjum. Soínuðu þeir um síðir, um- kringdir af sverðum sínum og spjótum. Var þá komið miðnætti og umferð engin í borginni. Setnan hafðl drukkið sárlítið, og reis nú á fætur undir eins og hermennirnir vorn í svefni, tók ofan lík bróður síns, batt það á duglegasta asnann, kastaði yfir kápu eins liermannsins og hélt heim. Sigurinn var unninn og hann komst ldakklaust heim tU móður sinnar. lihampsinitus konungur fyltist óstöðv- andi bræði, er hann frétti um líkránið. Hermennína, er drukku sig út úr, let liann ráða af dögum, lét margreka suma þeirra í gegn með hvassyddum spirum úr tré, en aðra lét hann flá lifandi. Að því búnu upphugsadi liann einkennilegt ráð til að veiða þennan djarfa bragðaref'. Eista dóttir konungsins var viðurkend langfallegasta konan í öllu Egyftalandi, I’rinsessa þessi, liin háa og heilaga ungfrú Amitsi, var þegar iofuð voldugum konungs- syni. En í bræði sinni og af hetnigirninni og lönguninni að ná sakadólgnum, sagði Rhampsinitus dóttur sinni að búast sínum besta búningi, mála andlit sitt og flétta hár sitt. Úti fyrir glugga sínum skyldi hún svo festa á vcgginn mynd af sér þannig út búna, að allir menn, er um færu, girntust liana. Neðan undir myndinni átti svo að vera ritað, að blíðu konungsdótturinnar Mub-Khesdeb fengi enginn að njóta, nema hann gæti sýnt og sannað, að hann hefði unnið slægasta og mesta ódæðisverkið í Egyftalandi. Enginn annar nyti blíðu hennar. Þetta var gert, og margir fóru á fund meyjarinnar, en voru jafnnær. Sög- ur þeirra voru engar teknar gildar. Þar kofii, að Sctnan frétti um þctta, og liugsaði sér að máta konung á ný. Hann þóttist vita hvað þctta boð liefði að þýða. Fór liann þá af stað á f'und konungs- dóttur og hafði með sér handlegg af ný- dauðum manni— faldi hann undir kápu sinni. Ferðin gekk vel og fékk hann hik- laust inngönguleyfi. Undir eins og hann lcom inn, fann konungsdóttir lykt af fötum hans, sem ekki var um að villast. Það var ilmvatnslyktin sama sem þær droining og prinsessurnar einar í öllu Egyftalandi áttu í herbergjum sínum. Það var auð- i'áðið, að þarna var þjófurinn sjálfur og enginn annar. Setnan ávarpaði svo prins- essuna þannig : “Iíyss þú mig, og skal ég þá segja þér sóguna af mesta illverkinu sem framíð hefir verið, það, að ég lijó höf'- uðið af bróður mínum í fjirhirzlu konungs- ins. Svo skal ég þá einnig segja þér frá slægasta bragðinu sem leikið hefir verið, því, er ég fylti hermennina á verðinum með víni, og tók burtu lík bróður míns til greftrunar.” Það var myrkt í herberginu, en kon- ungsdóttir rétti fram báðar hendur til að ná haldi á manninum og sleppa honum ekki fyr en lijálp kæmi ef'tir að hún hrópaði. Rétti hann þá fram liöndina dauðu, sem

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.