Öldin - 01.12.1895, Blaðsíða 1

Öldin - 01.12.1895, Blaðsíða 1
Oldin. Entered at the Winnipeg Post Otfice as second class inatter. III., 12. Winnipeg, Man. Desember. 1895. Tvö kvæði eftir Stephan Q. Stephansson. "Uta,n af' línunni.” Fyrir dag, raeðan vagninn um vetrarloft Til vinnunnar göngum hér sveinar, [skín, í trjá-limi uglan in úrilla hrín Og úlfur í runninum veinar. Og snjór er á jörðu og járnkaldan súg, Sem jökul-gust leggur oss kringum ; f hog-göngum skógarins mjallhvítum múg Við mætum sem dansar í hringum. Nú skímar í austri — og skolgrátt er loft Og skuggarnir bæla sig niður; En frost-golan blæs nú svo biturt og oft Að brakar inn stálfrosni viður. Og nú leggur gadd yfir granir á oss Og gránar af blómanum snauð kinn — Því skammdegis-nóttin hún kveður með koss Eins köldum og frændi’ ennar— dauðinn ! En blóðrauðar glæður úr blaðlausum skóg Sjást bjarma við útgOngu nætur — In rúmlata Desember-sól upp úr sjó Um síðir er risin á fætur. Og sígandi máninn hann sofnar nú fast, Er sól bjarmar ský-gluggann inn um Á náttvöku-andlit lians bleikt eins og bast, Með bláleitar holur í kinnum. En snæ-fjalla-bólstrar við blávesturs-djúp Sig breiða’ upp að himninum víðum, Með hábjartan dag um hvern náhvítan núp En nóttina, utan í hlíðum. Eg segi ei oi’ð meðan áfrain ég þýt Um einstigu hljóðlátra seggja. Mun þögnin svo alvarleg, auðnin svo hvít Sinn anda’ yfir huga vorn leggja ? Uns skrúðlaufgri greni-röð liikum við hjá Með hjarntröf um limarnar sínar — Við altarið forðum eins fagurt ég sá: Þær fermingar-systurnar mínar! Og kannske að þrásinnis, þrátt fyrir alt, Er þegjandi snjóinn við kögum f sál okkar lýsi upp svartnættið kalt Eitt sólbros frá umliðnum dögum. En gjörvalt það litla sem önd okkar á Af unað og fegurð og viti Sem afiið í vöðvum legst út af í dá Af erfiði dagsins og striti. Hjá tannlækninnni. In fyrsta tönnin fara varð. Iíún féll samt eftir mikið þjark ! Og þetta “fyrir skildi skarð” Menn skoða elli-mark. I skrokknum eru hundrað hjól, Þau in'ynja svona eitt og eitt. Svo loksins eftir æfi-ról Ei eftir verður neitt. Og þú ert, læknir, þarna minn Að þessu skrifii velkominn ! Og, gemla, alt sem meiðir mig Eg missi létt, sem þig !

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.