Öldin - 01.12.1895, Page 2

Öldin - 01.12.1895, Page 2
180 ÖLftlN. 0g svona gengur gjörvöll þjóð, Sem gemsa-hjörð á Fróni kunn, Sem lét sig eftir litla slóð En lagð á hverjum runn. 0g strákar týndu’ upp hár og hár Með hlökkun yfir slíkum fund, Og svo í lcauptíð sérhvert ár Þeir seldu ullar-pund! En ant um lagð minn er mér sízt, Og enn þá get ég lilegið víst Og ort og sopið, klappað, kyst, Svo hvað er reyndar mist ? Bertel Högni Gunnlögsson. Hér birtist lesendum Aldarinnar mynd af þeim Yestur-Islendingi, er í fjölfræði stendur öllum öðrum Vestur-Islendingum langtum framar, sem í tungumálafræði ber ægishjálm yfir öllum samtíðamönnum sín- um íslenzkum, og enda fjölda mörgum hér- lcndum mönnum, sem taldir eru tungu- málafróðir. Það er spursmál, hvert Ame- ríka á nokkurn hans jafna í Austurlanda- tungumálum og Austurlandafræðum yfir höfuð. Islendingar flestir hafa heyrt nafn prófessors Gunnlögsons og Vestur-íslend- ingar flestir hafa kynst honum eitthvað of- urlítið fyrir þýðingar á ritgerðum eftir hann sem Öldin hefir fært. En fæstir þeirra hafa séð hann fyrri en nú, að Öldin færir þeim andlitsmynd hans, eftir Ijós- mynd hans tekinni fyrir hálfu öðru ári síð- an. Vér vonum að allir hafi ánægju af að sjá þetta íslenzka mikilmenni og vér get- um fullvissað þá um að myndin er svo góð —svo vel tekiu—sem Ijósmynd getur verið. Hún vitanlega sýnir ekki eldfjörið, sem enn þá dansar í augum hans, og ekki við- kvæmnina og blíðuna, sem skín ftt úr þeim, þegar umræðuefnið slær á þá strengi lijart- ans. En myndin sýnir andlitslögun, and- litsdrætti og svip, svo vel sem mynd getur gert. Bertel Högni Gunnlögsson er maður á sextugsaldri, fæddur 29. Maí 1839. Hann er sonur Gunnlögs landfógeta á Islandi, Stefánssonar prests Þórðarsonar, á Hall- ormsstað í Norður-Múlasýslu, Högnasonar. Móðurnafn hans vitum vér ekki, en móður- afi hans var Benedikt Jónsson Gröndal. Ofanrituð nöfn sýna að Próf. Gunnlögsson er ættstór maður, enda sýndi Ólafur rnók- Beutel TTögvi Gunnlögrsox. dalín, er árið 1840 tók saman ættartölu hans (þá áttræður), að hann í beinan karl- legg er kominn af Freysgyðlingum. Þeg- ar hann var 4 ára gamall (1843) fór faðir hans utan og dvaldi vetrarlangt í Kaup- mannahöfn. Sumarið eftir (1844) komu þeir feðgar til Reykjavíkur aftur og dvaldi þá Ilögni á íslandi frá þeim tíma til þess í Nóvember 1851. Þá, á þrettánda ári, fór hann aftur utan, með föður sínum, til Kíiupmannahafnar og tók að stunda nám á latínuskóla. Það var hvorttvcggja, að Ifögni var

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.