Öldin - 01.12.1895, Qupperneq 3
ÖLDIN.
181
snemma ímyndunaríkur og eftirtektasam-
ur, enda af því berg-i brotinn, eins og ætt-
artala hans sýnir, og — að hann þegar á
unga aldri fékk óbeit á Dönum, enda ent-
ist hann ekki lengi til að Iúta í lægra haldi
hjá þeim. Tveimur árurn eftir komu hans
til Danmerkur, iagði hann af stað, einn
síns liðs til Kómaborgar. Hann var þá
drengur á 15. ári og má af því ráða: að
hann hafði sjálfstæðar skoðanir og undir
eins meiri kjark til að framfylgja þeim,
en alment er með íslendinga; að hann
vildi alt til vinna að losast undan yfirráð-
um Dana, og að hann var ímvndanaríkur,
er hann þannig lagði af stað einsamall svo
ungur, í því skyni að vinna sér frægð og
frama í suðurlöndum, — nokkuð sem hon-
um tókst miklu meir en í meðallagi vel.
I Rómaborg dvaldi hann og hélt á-
fram skólanámi tii þess vorið 1859. Þá fór
hann til íslands ogdvaldiþar til haustsins.
Undir vetur hélt hann út þaðan aftur og
hefir hann ekki síðan séð fjaliatinda Garð-
arshólma rísa vfir byigjur norðurhafsins.
Tók hann þá far — ekki til Danmerkur —
heldur til Edinborgar á Skotlandi og stað-
næmdist þar um hríð. Fyrir viðkynningu
við enskan fræðimann, Dr. Bichneli, komst
hann í kynni við ýmsa stórhöfðingja. Um
það leyti var danskan og norðurlandamál
í hávegum meðal höfðingja allra á Eng-
iandi, sem orsakaðist af því einkum, að
prinzinn af Wales var þá i undirbúningi
með að mægjast við Dani. Allir sem þá
töldust tilheyra “fyrstu stærð” þjóðféiags-
ins, vildu læra dönsku og komast niður í
norðurlandafræðum. Af því leiddi að
Högni, þótt ungur væri (rétt tvítugur) náði
ákjósanlegustu kennarastöðu. Fékk hann
þá fyrir nemendur marga ríka og nafn-
fræga höfðingja. Hafði hann enda í flokki
nemenda sinna um veturinn eina af dætr-
um Victoriu drottningar, 5. bam hennar,
Helenu Augustu Victoriu, prinzessu, er sex
árum síðar giftist Frederich Christian,
prinzi af Schleswig-Holstein, Etc.
En æskufjör þessa framgjarna íslend-
ings leyfði honum ekki að setjast þannig í
“helgan stein” til langframa. Vorið næsta
á eftir (18fi0) bauð vinur hans, Dr. Bichneli,
honum að fylgjast með sér í ferð um Aust-
urlönd og það þáði Gunnlögsson með glöðu
geði. Um tíma ferðaðist hann þannig um
Grikkland, Litlu-Asíu, Arabíu og Egyfta-
land. En svo kom þar, að skiftust leiðirn-
ar. Dr. Bichnell hélt áfram ferðum sínum
en Gunnlögsson, sem nú hafði fengið löng-
un til að kynna sér meira en landslag og
rústir í Litlu-Asíu, sigldi norðvestur um
Miðjarðarhaf til Sikileyjar og þaðan, eftir
stutta stund til Neapel. Undir eins og til
Neapel kom, tók hann til að kenna og
hafði af því nægilegt viðurværi öll þau ár
sem hann dvaldi í borginni. Jafnframt
stundaði hann háskólanám af kappi miklu
um fleiri ár. Lagði hann sig einkum fram
til að nema Austurlandatungumál, einkum
sanskrit og persnesku, og samanburðar-
málfræði. Við burtfararpróflð náði hann
fyrstu einkunn í þessum námsgreinum,
þrátt fyrir að hann eingöngu varð að
vinna fyrir sér sjálfur á meðan á náminu
stóð. Eftir að hann útskrifaðist af háskól-
anum, héit hann áfram kennslustörfum i
Neapel til 1868. Auk þeirra starfa sinna
byrjaði hann þá á að þýða merkisrit af út-
lendum málum á Itölsku og var þannig
lagður hornsteinn þess, er síðan jafnhliða
kenslunni, hefir verið lífsstarf hans.
Um áramótin 1868—69 kvaddi Gunn-
lögsson Neapel og hélt til Lundúna. Hitti
hann þar fjölmarga forna og nýja vini, alla
háttstandandi í þjóðfélaginu. Sumir voru
í miklum metum við hirðina, en sumir í
heimi bókmentanna og af því leiddi, að líf-
ið varð honum yfir höfuð þægilegt. Sett-
ist hann þá að í Lundúnum og tók fyrir al-
vöru að rita, jafnframt því er hann hélt á-
fram fyrri ára starfi sínu — tungumála-
kenslu.
Árið 1880 fiutti hann sig seti vestar
enn. Flutti þá frá Lundúnum til Chicago.