Öldin - 01.12.1895, Síða 5
ÖLDIN.
183
Æfisögu-ágrip
af Einari -Jónssyni sterka.
Fæi't í letur af
Gunnari GIslasyni.
Maður er nefndur Árni Grímsson ætt-
aður undan Jökli í Snæfellssýslu á Vestur-
landi. Hann var fæddur nálægt 1720, en
kemur ekki til sögunnar fyr en 1744, að
hann komst í kynni við Guðmund Sigurðs-
son sýslumann, sem bjó á Ingjaldshóli
Árni var hinn mesti atgerfls og listamaður
eins og síðar mun sýnt verða. Guðmund-
ur sýslumaður var gróðamaður og ekki
vandur að með hverju móti auðurinn fókst.
Er því sagt að hann hafl gint Árna til að
smíða lykla að vöruhúsum sem voru I
Grundarflrði og Danir áttu, til að geta stol-
ið úr þeim; hafi svo haft Árna til að stela,
en staðið sjálfur vaktina. Þessi iðja varð
uppvís þannig, að menn komu að.* Skaust
þá sýslumaður úr glugga þeim sem ha.in
var í, en Árni var tekinn sem virkilegur
þjófur og settur í járn eftir tilhlutun sýslu-
manns, sem nú ætlaði að verða dómari
hans. En svo var Árni veglyndur, að
hann opinberaði ekki um sýslumann, enda
hefði það ekki verið nein málsbót fyrir
Árna, þó sýslumaður hefði orðið ólukku-
legur. En fyrir tilstilli Árna var settur
annar dómari í málinu; en vér höf-
um aldrei getað uppgötvað hver hann var.
Nú var höfðuð þjófssök á hendur Árna og
stóð það mál yfir um tíma.** Bar Árni sig
vel. Eitt sinn þegar Árni kom inn í dóm-
*) Þessi stuldur fór fram aðfaranótt jóla
1745, eða þá varð það uppvíst, eftir því sem
Jón Espólín segir (sjá 10. bindi Arb., bls. 7).
**) Espólíu segir að Arní hafi veriðdæmd-
ur til kagstríkingar og Brimarhólraserviðis
en náðist ekki. Dómarinn vissi hvernig málið
var lagað, en mátti ekki dæma hann sýknan,
og tók því það ráðið, að hjálpa honum til að
strjúka.
arahúsið, og sá þar Guðmund sýslumann
kastaði hann fram stökum þessum :
“Ætíð heyrist eitthvað nýtt,
Þa öl er nóg á gangi.
Hvað er í fréttum, hvað er títt'?
Hvert er ég orðinn fangi ?
Að mér berast efnin vönd,
Er ég þó máta glaður;
Hafið þér séð hann glugga-Gfvönd ?
Göfugi sýslumaður.
Ljótan sýndi lasta-hrekk,
Lundur stála ríkur,
A flauelskjólnum græna gekk
í glug-gann Ólafsvíkur.
Einn dag meðan málið stóð yfir, gekk
liinn setti dómari í útiskemmu þá sem Árni
var geymdur í, til að yfirheyra hann. Að
því búnu gekk dómarinn að tunnu sem
stóð í horni fram við bjórþil skcmmunnar,
og mælti þessum orðum : “Hefði ég verið
þriggja manna maki, þá skyldi ég hafa
brotið af mér járnin í nótt, hlaupið svo á
bjórþilið og hrundið því út, tekið svo nest-
ið og þrenna leðurskó með fleiru, sem
geymt er í tunnunni hérna, farið síðan upp
á fjallið á bak við bæinn og falid mig þar
í þrjá sólarhringa, meðan leitin er sem á-
köfust; að því búnu hefði ég farið norður í
Þingeyjarsýslu og reynt þar til að skýla
mér undir uppgerðu nafni.” Að svo mæltu
geklc dómarinn burtu.
Árni lét ekki segja sér þetta tvisvar,
en braut af sér járnin um nóttina, og hag-
aði öllu eins og fyrir hann var lagt. Næsta
morgun sáu menn að bandinginn var horf-
inn og fanst ekki annað í skemmunni en
blað með kveðiingi á, og er lag við hann
sem kallast “hurðardráttur hinn minni” :
“Grundarfjarðar fjandinn, hurðum
fleygir og beigir, sig teigir
með limsku í læsta gátt.
Lundarharður handaburðum
hneigir og sveigir, en þegir,
með svik um svarta nátt,
Undirjarðar anda furðar.
eigi þó segja frá megi,
því herra boðið er hátt.
Sundurmarður í sandi og urðu
sleginn og ffeginn sé greyið ;
ég enda þulinn þátt.”