Öldin - 01.12.1895, Síða 7

Öldin - 01.12.1895, Síða 7
ÖLDIN. 185 þótti afbrigði. Bóndi kom heim um kveld- ið og sagði ];m fólkið honum hvað gestur- inn væri vel að sér. Kallar þá bóndi Ein- ar á eintal og segir honum, að eftir embætti í dag hafl verið lesin u; p lýsing af stroku- manni, Arna Grímssyni, sem sloppið hafi úr varðhaldi.* **) Hann væri bæði hár, gild- ur og herðabreiður, þriggja manna maki, syndur sem selur, þjöðhagi á allar smíðar, talaði flmm tungumál, en skildi sjö, gæti hlaupið hæð sína í loft upp og stokkið níu álnir á jafnsléttu, skrífað tíu handir og væri bezti söngmaður, og að öllu væri hann hinn færasti og liðmannlegasti rnaður. “Þetta er mikill maður og mun hann varla koma liér á slóðir,” mælti Einar. “Hitt ætla ég þó,” mælti bóndi, “að liann muni hér kominn, og ef svo er, sem mig grunar, að þú sórt þessi maður, þá treystist ég ekki að leyna þér, en enginn afbæ veit af þér enn, og ég hefi beðið fólk mitt að þegja.” Einar mælti: “Þar eð ég skil af þessu að þú munir vera góður drengur, skal ekki leyna þig, að ég er sá maður sem lýst var, og legg méi' nú heilræði.” “Svo skal vera,” segir bóndi. “Far þú héðan til séra Stef- áns Þorleifssonar í Presthólum, því hann er hinn mesti bjargvættur, og mun ég vísa þér leið þangað.” Eftir það skildu þeir. Ekki segir af ferð Einars eða viðtökum í Presthólum fyr en um vorið á manntals- þingi, þá var lögsagnari í Þingeyjarþingi Björn Tómasson,‘x")(‘Iaðir Þórðar kanselíráðs. Aður en rétti var uppsagt, spyr sýslumað- ur séra Stefán***: “Er það satt sem sagt er, *) Þá mun hafa verið prestur að Sval- barði séra .Tóhann Kristjánsson; hann var næstur á undan séra Olafi Jónssyni sem fékk brauðið 1761. En sóra Jóhann var prestur þar í 30 ár næstu á undan. G. G. **) Björn Tómásson var lögsagnari hjá Jóni sýslumanni Benediktssyni á Kauðu- skriðu frá 1756—1766. En siðar varð liann virkilegur sýslumaður, frá 1788—1796 að hann dó. En 1797 fékk Þórður embættið og var hið merkilegasta og hezta yfirvald ; dó 1833. '***) Séra Stefán var sonur séra Þorleifs pró- að þér haldið þjóf í hilmingu ?” Prófast' ur stamaði dálitið en segir: “Hvað er það sem ég heyri ? Spyr þjófur eftir þjóf?” Sýslumaður þagnaði fljótt, og þar með lagðist niður eftirspurn um Einar þar um sveitir. Hélt Einar þar til um tíraa og þar komst hann í kunningsskap t ið væna stúlku sem Guðrún hét Magnúr dóttir frá Skinnalóni á Melralckasléttu; var hún þá vinnukona í Skógum í Axarfirði. Með henni átti hann stúllcubarn sem Guðrún hót. Hún giftist síðar manni sem Berg- þór hét, og bjuggu þau hjón í Ivöldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þeirra son hét Jón sem þótti greindur og merkur maður, og er dáinn fýrir 20 árum. Einar fékk ekki að eiga þessa barns- móður sína fyrir náungum hennar. Fór hann þá austur á Ijanganes. Þá var prest- ur á Sauðanesi sóra Árni Skaftasón. Hann tók Einari mjög vel, því þeir voru forn- vinir, og vitum vér ekki hvað lengi Einar var þar, en þaðan fór hann að Fagranesi í sömu sókn ,* og þar giptist hann. Björg fasts Skaptasonar í Múlaí Aðal Reykjadalsern t.alinn var með fyrirtaks prestum í Hólastipti á sinni tíð. Það var séra Þorleifur sem Steinn hyskup Jónsson 1730 fékk til þess að ráða af meinvætti þá, sem banaði og bannaði vegfarendum veg yfir Siglufjarðar skarð og þessi meinvættur var búinn að gera vart við sig í skarðinu hér um bil í 100 ár, og drap bæði menn og skepnur. Það sýndist vera í fuglslíki, grátt að lit og svipað þoku hnoðra. Þessi mynd kom beint ni.ður úr loftinu og sletti sér snöggvast niður, en hvert þar var maður eða kvikinki fyrir. þá lá það dautt strax. Tók þá hnoðinn sig beint upp aftur og hvarf í það sinn. Enn séi’a Þorleifur liélt guðsþjónustu í skarðinu í áheyrn fjölda manns, og síðan hefir aldrei orðiðývart við það (sjá Eftirmæli 18 aldar, Dr. Magnúsar Stephensens), og meinti fólk að séra Stefáni fylgdi mikill kraftur til orða og verka, og þorðu ekki að mótmæla honum. Hann var líka mesti lagamaður, og bæði veglyndur og mikilmenni sinnar tiðar. G. G. *) Pagranes lá undir Skálholtsbyskups- dæmi og 6 bæjir aðrir á Langanesi að austap-

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.