Öldin - 01.12.1895, Síða 10
188
ÖLDIN.
skipverjar hvar Einar iabbaði upp fjöruna
heill og ósakaður. Segja sumir að hann
hafi hvílst á ásnum undir skipinu á meðan
skotin dundu. En þegar Einar var kom-
inn upp á land, léttu duggarar atkerum og
sigldu í haf og gerðu ekki vart við Sig
framar.
Eínar bjó nokkur ár í Sköruvík og
flutti svo þaðan skömmu fyrir brunamóðu-
hallærið 1783, að Ytri-Brekkum á Langa-
nesi. Um þær mundir bjó á Syðra-Lóni
Sigurður Olafsson Skörvíkings. Ila.nn var
óþýður í lund og kallaður ósanngjarn í
viðskiftum, hár vexti, gildur og luralegur,
en nokkuð sterkur. fc-inar og hann áttu
selveiði saman í Þórshöfn ; hón er á milli
Syðra-Lóns og Ytri-Brekkna, en er í Lóns
landi og því átti Einar ekki að hafa nema
þriðjung af veiðinni. Eitt sinn gekk Ein-
ar sem oftar út í höfnina að vitja um, og
var Illugi sonur hans með honum, þá um
tvítugs aldur. Þeir sáu að í nótunum var
úteyja selur, sem kallast “rauðhöfði” eða
“rauðkampi”* og var illa flæktur. Einar
fer strax fram og lætur Illuga vera í and-
ófl, en fyrir miklar stimpingar og óhönd-
uglegt andóf, hvolfdi bátnum undir þeim.
Einar náði Illuga og byttunni og synti í
land, kom þar öllu I lag og fór svo fram
af'tur. Skifti þá fljótt um. Einar drap
selinn og kom honum á land. Gaf hann
þá syni sínum kinnhest fyrir klaufaskap-
inn og sagði Illugi síðar frá, að það hefði
verið það versta högg, sem hann hefði
fengið á æfi sinni.
Eftir þetta kom Sigurður bóndi að
heiman til að fara að vítja um. Einar
vildi þá hafa helming af þessum sel, þar
hann liefði verið öðrum tapaður en sér, en
það vildi Sigurður með engu móti gefa
eftir. Jókst þannig þræta orð af orði, þar
til bóndi var orðinn svo reiður að liann
*) Þessir Rauðkampar veiddust sjaldan;
þeir eru bæði stórir og spikþykkir; bafa frá
300—400 pund af spiki og þótti mikið happ að
fá þá meðan útselsveiði vár á íslandi. 0. 0,
gaf Einari á hann. Einar mælti þá stilli-
iega: “Því gerir barnið þetta ?” Síðan
þreif hann með annari hendi framan í
brjóstið á Sigurði og rétti hann upp seiling
sína og hristi hann eins og flík, en slepti
honum svo. Að því búnu þreif hann öxi
sína og klauf selinn að endilöngu, rak rauf
í annan helminginn, stakk þar í axarskaf't-
inu, kastaði á öxl sér og gekk heim. Sig-
urður snautaði heim líka og var svo vesall,
að hann hélt við rúmið hálfan mánuð eftir
hristinginn.
Einar bjó nokkur ár á Ytri-Brekkum
og þar misti hann konu sína. Dundi þá
vflr brnnamóðu-hallærið 1783 og gengu
eigur hans af honum sem fleirum. Þá brá
hann búi og ætlaði sér í elli sinni að f'ara
vestur til sinna f'ornu átthaga á Vestfjörð-
um, því nú var hann búinn að dvelja full
30 ár á Austurlandi, frá því hann slapp
úr varðhaldi og var nú orðinn f'rjáls maður
eftir íslenzkum lögum. Hann gat því lif-
að það sem eftir var æfinnar sem frjáls-
maður. En Illugi* sonur hans giftist og
bjó á Ytri-Brekkum.
*) Kona Illuga hét Ingibjörg, enn son-
ur þeirra var Þorsteinn bóndi Illagason sem
Jengi bjó að Tunguseli á Langanesi. góður
drengur og sæmilegur trésmiður. Hans kona
hét Þórunn Pétursdóttir, alsystir Jakobs
Péturssonar umboðsmanns á Breiðumýri í
Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu; hann var
þingmaður Þingeyjarsýslu á fyrsta alþingi,
1845. Þórunn var vel gáfuð og skáldkona og
trúkona inikil og sérlega ráðvönd í öllu. Af
hennar sögusögn höfum vér flest sem hér er
ritað um heimilislif Einars sterka. En Illugi
tengdafaðir hennar sagði henni, og var hann
kallaður réttorður maður og allvel viti borinn
en nokkuð skrítinn og einkennilegur. Þór-
unn áttu 4 börn sem giftust. 1. Kristlaugu
er átti fyrir mann Samson Björnsson, ættað-
ann úr Húnavatnssýslu. Þau hjón voru vel
gáfuð og skáldmælt; Friðbjörn og Jónas
heita synir þeirra og eru nú bændur í Dakota.
Enn Jón og Sigurveig búa heima á Islandi.
2. Dóttir Þorsteins heitir Guðrún er átti fyrir
mann Vigfús Sigfússon Jónssonar eldra á
7ftkurstöðuiji í Yopnafirði, Sigfús sonur