Öldin - 01.12.1895, Qupperneq 11
ÖLDIN.
189
Einar sterki bjóst nú til ferðar og var
staðráðinn í að fara vestur, eins og fyr er
ritað. Vér ætlum að það hafl verið árið
1784. Þegar hann kom að Svalbarði í
Þistilfirði, var þar prestur séra Olafur Jóns-
son.* * Þegar prestur fékk að vita um fyr-
Guðrúnar býr nú á Hvammi í Þistilfirði og er
gildur bóndi. Þriðja dóttir Þorsteins er Þór-
unn ; hún átti fyrir maDn Jóhannes Jónsson
Marteinssonar bónda á Sveinungavík í Þistii-
firði. Fjórða ba.rn Þorsteins og Þórunnar
skáldkonu, hét Einar ; hann var smámenni
á vöxt en góður smiður og lipurmenni
í öllu. Hann átti fyrir konu Margréti
Sigurðardóttir, Olafssonar SKörvíking en
móðir Margrétar var Sigurlaug Jónsdóttir
eldra á Vakurstöðum og alsystir Jóns yngra
á Vakurstöðum sem nafnkunnur var fyrir
valmensku og sann kallaður bænda öldungur.
Börn Einars Þorsteinssonar og Margrétar,
eru Sigurður bóndi í Dakota, hans kona Hall-
dóra Guðmundsdóttir söðlasmiðs Olafssonar,
prests að Hjaltabakka í Húnaþingi; annar
sonur Einars er Sigfús málari í Winnipeg,
hans kona Vilborg Helgadóttir Bjarnasonar,
ættuð úr Staðastaðssókn á Olduhriggi í Snæ-
fellssýslu; þriðja Jóhaionn klæðagjörðarkona
ógift í Winnipeg til heimilis hjá bróðir sínum.
Fjórða, Ouðrún ógift stúlka, Jieima á íslandi.
Fimta barn þessara hjóna hét Þorsteinn og
var organisti, hann er dáinn fyrir nokkrum
árum hann var lipurmenni og vel skáldmælt-
ur. Þetta fólk er alt vel að sér og mjög vin-
sælt. svo að Einar sterki hefir verið mikið
kinsæll maður. Vér þekkjum ekkert var-
menni í þeirri ætt, og er hún þó orðinn fjöl-
menn, þó hún gengi seint fram í fyrstu.
G. G.
*) Séra Olafur Jónsson var vígður til
Svalbarðs 1761 og var þar prestur til 1786 að
hann fékk Kvíabekk í Ólafsfirði; þar var hann
til 1794 að hann dó 59 ára, hann var með vin-
sælustu prestum á Svalbarði og til marks um
örlæti má telja eitt, að hann hélt þrjár veizl-
ur á ári öllum hjónum í sókn sinni, sem komu
til kyrkju á hátíðum. Séra Ólafur kom upp
með það við bændur í Svalbarðssókn, að það
stæði í gömlum máldögum kyrkjunnar að
hún ætti lambseldi á hverri jörð í þingunum.
Buðu því bændur presti i endurgjaldsskyni
fyrir veiziur og veitingar að taka af honum
þetta aukafóður, sem í gamla daga meðan
papizka var, hét ýmist Péturs eða Marjulamb,
irætlun Einars, bauð hann honum að setj-
ast að hjá sér, því séra Olafur var veglynd-
ur og höfðingi í lund, en Einar var vel lið-
inn og vinsæll alla þá tíð sem hann var í
Þingeyjar og Múlasýslum. Þetta sómaboð
þáði Einar og settist þar að. Einar var
vel haldinn hjá séra Olafi, en eigí vitum
vér með vissu hvað lengi; samt mun það
hafa verið nokkuð á annað ár. Hann d<5
á útmánuðum veturinn 1786. Hann tók
banaveikina í Marzmánuði, en næsta sinn
að fólk kom til kyrkju eftir að hann veikt-
ist, var hann glaður og skrafhreifinn eins
og hann var að jafnaði. Höfðu menn því
ávalt gaman af að ræða við hann og eins
var í þetta sinn. Sló hann þá upp á gam-
an og bað menn að koma í krók við sig,
svo þeir gætu vitað hvert hann lægi í hor-
sótt, en enginn þorði það. Það sagði Ein-
ar messufólki þá, að það yrði í síðasta sinn
sem þeir sæju sig lifandi, og reyndist það
satt. Hann dó í næstu viku. Hann bað
séra Olaf að leggja öxi sína ofan á kistu-
lokið í gröfinni, því hún mundi fáum hæf,
enda skaðaði sig þá enginn á henni. Það
væri líka eftirtíðarmönnum til minningar,
ef þeir kæmu ofan á hana; þeir vissu þá
hver þar hvíldi undir. Þetta var gert, en
ekki hefir enn hittst á leiði hans.* Lúk-
og var þá fóðrað af hverjum búanda. Enn
tveim nóttum fyrir krossmessu 1510, lét
Stefán byskup Jónsson í Skálholti ganga 24
manna dóm yfir það, að þessí fóður legðist
niður, enn heytollur kæmi í staðinn. Og þessi
dómur hefir fullkomið gildi þann dag í dag.
Þegar séra Ólafur flutti burt frá Svalbarði
skrífaði hann í kyrkju skjölin, að þessi kvöð
fylgdi brauðinu frá ómunatíð. 1853 var þessi
kvöð dæmd af öllum býlum í Svalbarðssókn.
En lderkar hafa enn allar klær úti að missa
ekki þessa ófrjálsu lambasteik því flest étur
svangur prestur og soltinn djákni. G. G.
*) Séra Ólafur orkti nokkrar stökur eft-
ir Einar Sterka og kalla ég þær gilda sönnun
fyrir því, að Einar hafi verið mikill maður.
Vísurnar lærði ég í æsku af Guðrúni Einars-
dóttir og set þær hér eftir minni:
“Jónsson dauður Einar er,
útlegð þarf ei kvíða ;