Öldin - 01.12.1895, Side 13

Öldin - 01.12.1895, Side 13
ÖLDDÍ. 191 Ýmislegt. Hirðskáld Breta Alfred Austix, er maður á sextugs-aldri, fæddur 30. Maí 1835 í þorpinu Headingley, nálægt borginni Leeds (um miðja vega milli Lundúna og Edinborgar). Faðir hans var ríkur kaupmaður og lögregludóm- ari í Leeds-kjörhéraði. Foreldrar hans bæði voru kaþólskrar trúar og settu son sinn til menta á kaþólskum mentastofnun- um. Mentun sína tullkomnaði hann á Lundúnaháskólanum árið 1853 og 4 árum síðar fékk hann leyfi til að reka málfærslu- störf sem félagsmaður í Inner Temple-lög- fræðingafélaginu í Lundúnum. Þegar Tennyson lést var álit margra, að cnginn mundi skipaður í það sæti, er hann svo vel og lengi hafði skipað. Það þótti enginn Tennysons-jafni og það þótti ekki tilhlýðilegt, né frægðarauki, að sækja langt niður fyrir Tennyson. En ætti ein- hver að koma í stað hans og væri eingöngu farið eftir Ijóðagerð og frágangi öllum, kom lielzt öllum samanum, aðannarhvor þeirra Swinburne eða Morris væri sjálfsagður eft- irmaður hans, enda enginn efi, að þeir standa Tennyson næst af öllum núlifandi bragsmiðum á Englandi, Swinburnc ef til vill nær, að minsta kosti að því leyti, að hann er frumlegastur allra núlifandi ensku- mælandi ljóðskálda og undir eins mikil- virkastur. I samanburði við þessa tvo menn, er Alfred Austin sannefndur “busi.” Þessvegna varð bókmentaheimurinn meira en hissa, er sannfréttisi, að Salisbury jarl „hefði veitt honum þetta tignaða embætti. Fyrsta kvæði Austins, er hann nefndi “Kandolph,” kom út nafnlaust þegar hann var 18 ára gamall, og átta árum síðar (1861) kom út eftir hann Ijóðasafn, erhann í heild sinni nefndi: “Árstíðin” (The Sea- son). Kom sú bók út aftur aukin og end- urbætt árið 1869. Meðal annaraog merk- ari kvæða hans má nefna: “The Iluman Tragedy,” er út kom fyrst 1852 og síðan 1876 og 1889, aukið og endurbætt í hvert skifti. Eitt leikrit (“Turninn Babel,” út- komið 1864) liggur eftir hann og þrjár skáldsögur (“Five years of it,” 1858; “An Artists Proof,” 1864 ; “Won by a Head,” 1866). I raun réttri er hann fremur blaða- maður og ritdómari, en ljóðskáld, og þykir mikið meira kveða að honum þar en í lyr- ikinni. Á fyrri árum reit hann einkum fyrir dagblaðið “Standard” og tímaritið “Quarterly Review,”—var fregnriti Stand- ards á aðalbóli Þýzkalandskeisara í Frakka- Prússastríðinu. Af pólitískum ritgerðum eftir hann þykir mest kveða að þeirri: Um Rússland í vegi Norðurálfu, er út kom 1876. Árið 1883 stofnaði liann, í félagi incð W. J. Courthope, tímaritið “National Review” og var hann aðalritstjóri þess til þess árið 1893. Þannig er í fáum orðum sagt æfiágrip þessa manns, er Salisbury gerði að skáld- konungi Breta 1. Janúar 1896. Hefði einhver annar en Salisbury ráðið þeim úr- skurði, hefði hann þott vottur um smekk- leysi. En það er ekki smekkleysi sem ræð- ar hjá gamla Salisbury. Það er annað verra, eða svo mun flestum virðast. Austin heflr alla sína æfi verið óhlíflnn fylgismað- ur Salisbury í pólitískum málum og af því ráða menn að þessi upphefð hans sé laun fyrir pólitísk störf. Það má virðast of langt gengið, ef slíks er til getið, því þá má flest lúta í lægra haldi, ef verðleiki skáldverka er mældur á pólitískan mæli- kvarða. En að svo sé gert hér, sýnist al- veg opinbert þegar athugað er, að Austin hefir nærri eingöngu ritað í “Standard” og í “National Review,” og þegar enn fremur er athugað, að I samanburði við þá Swin- burne og Morris, jafnvel tvo Morrises (William og Lewis) og enda William Wat- son, er Austin á sama stigi og er hrafn í samanburði við svan. En samt er hann orðinn hirðskáld Breta, eftir að sæti Tenny- sons hefir staðið autt um þriggja ára tima.

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.