Garðar - 02.01.1894, Side 3

Garðar - 02.01.1894, Side 3
3 Bdrður: Á jeg að svara því hvort sem herra Þiðrandasen er heima eða ekki ? Þrándur: Þú skilnr mig ekki, Aulahárðnr- inn þinn ! Þegar jeg er ekki heima, áttu að svara: bæjarfulltrúi herra Þiðrandasen er ekki heima; og þegar jeg vil ekki láta vita, að jeg sje heima: bæjarfulltrúinn er vant við kominn í dag. — — Þiðrandasen: Fífu-ffvendur og formálinn hans í 20 kapítuium! Mótpartar G-vendar, tómir sjómenn, heil skipshötn óð og uppvæg! Ákúrur úr bæjarstjórninni! Jeg á von á góflunni! Ætli hjer sje enginn snæris-spotti nærri ? Því heíir verið spáð fyrir mjer, að fyrir lærdóm minn og lestur um landsins gagn og nauðsynjar skyldi jeg upp hefjast. Það rætist þá laglega, ef snærið ekki svíkur mig.— En þess vil jeg biðja yður, áður en jeg skil við, að skila kærri kveðju minni til bæjar- fuiltrúa madömunnar og jómfrúarinnar, dóttur hans, og segja þeim að setja mjer þetta graf- letur : Stattu við ferðamaður! Hjer hengdi sig bœjarfulltrúi Herra Þiðrandasen, Sem áldrei kom dúr á auga í ollu hans embœtti, Far þú og gjör slíkt hið sama\ Nafnið. Hefði eigi annað blað, er hjer var uppi fyrir 40 árum, heitið nafni þess fræga landnámsmanns, er fyrstur hyggði hjer í Reykjavik, mundi blað þetta hafa verið skírt hans nafni og kallað Ing- ólfr. En Garðars-nafnið er einnig frægt úr allra-eiztu sögu landsins. GarðarSvaf- arson hinn sænski var einn þeirra, er fyrst- ir fundu þetta land; hann varð fyrstur til að sigla umhverfis það og fann að það var eyja. Hann iofaði mjög landið og af hans frásögn tók menn að fýsa hingað. Er hann þess maklegur, að naf'ni hans sje á lopt haldið. Það er og stutt og látlaust blaðheiti, og mun vel líka. Pundurinn í Bröttugötu var, eins og til stóð, haldinn 29. f. m. Var þar tiltölulega fátt saman komið at' kjósendum hæjarins, og flestir, þeir er þar mættu, af lægra gjaldenda flokki, meiri hlutinn tómthús- menn. V. Ó. B. setti fundinn og tilnef'ndi fundarstjóra bæjarfulltrúa Halldór Jónsson, er gerðist svo lítilþægur og jhjálpsamur við V. Ó. B., að stýra fýrir hann fundi, ekki betur en hann heíir látið við bæjarstjórnina, optast fyrri engar sakir og út i bláinn. (Isíafni hans, H. Kr. Er., afsagði það). Á fundi þess- um gjörðist bæði fátt og lítið, enda var ekki við öðru að búast, eptir því sem atvik voru til; niöurstaöan engin og samkomulagið al- íslenzkt, eins og til heyrði á þeim stað. Ekki var annað tekið fyrir á fundinum en að ræða um kosningu á einum manni i bæjarstjórnina binn 3. þ. mán. af hinum alm. flokki, i stað Þorl. alþm. Jónssonar. Voru ýmsir tilnefndir til að fylla það skarð, og virtist þó sem eng- inn þerrra fengi verulega góðan byr. Á með- al þeirra, er tilnefndir voru, var sjálfur fund- arboðandinn, V. Ó. B.; var honum að vísu fátt talið til gildis nema rReykvíkingur«(!!) og bætti tillögumaður því jafnvel við, að e,igi vildi hann vinna það til, að koma V. Ó. B i bæjarstjórnina, ef stefna(!!!) »Rej'kvíkings« breyttist, sú: að vera að böglast við aö rífa allt niður, en byggja ekkert upp aptur,- að hamast i öllu því, sem þegar er gjört eða um garð gengið, en minnast lítið eða alls ekki á. hvað gjöra skuli; haf'a sumir kallað það »að leggjast á náinn« og heíir það jafnan þótt þunnur og ógeðslegur kostur, talsvert verri en að lifa á bákarli, hrossakjöti eða lýsiskæfu. Leitað var til málamynda atkvæða um hin tilnefndu fúlltrúaefni, og taldist íundarstjóra svo til að, að flest atkvæðin hefði V. Ó. B. fengið; en fundarstjóri taldi einn öll atkvæðin uppi og niðri, frá sæti sínu i öðrum enda húss- ins, og sögðu menri, að sumir hefðu rjett upp tvær hendur, til spotts viö fulltrúaefnið; hitt þótti þó enn meira villandi i atkvæðagreiðsl- unni, að margir af þeim, er á f'undinum voru, greiddu atkvæði með öllum fulltrúaefnunum, þó ekki væri nema um einn að tefla, er kjósa skyldi! Samt sem áður varð V. Ó. R. svo himinlifandi glaður og upp með sjer út af at- kvæðagreiðslunni, — því slika atkvæða-wergrd hatði hann aldrei áður hlotið, sjált'sagt J/io af atkvæðisbærum f'undarmönnum, þegar ómerk- ingar eru frá dregnir, -— að hann boðaði jafn- harðan til annars f'undar, borgarafundar!, er halda á í kvöld, 2. jan., og á þar að ræða um ekki færri en 12—-tólf — (halló !)* málefni, er snerta bæinn eða bæjarstjórnina; eru þau flest- öll, eins og við var að búast, gamlir uppvakn- ingar, eða málefni, sem þegar eru útrædd, — afráöin og ákveðin frá bæjarstjórnarinnar hált'u fyrir löngu. r. 1) í »Fjalakettinum« er sagt >hallö!«, þegar menn annarsstaðar eru vanir at> segja *heyr!« Bæjarfulltrúi á Ólafur Ólaf'sson fá- tækrafulltrúi sannarlega að verða kosinn A morgun. Hann er þeirri stöðu meira en vaxinn og flestum bæjarmönnum frainar

x

Garðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garðar
https://timarit.is/publication/149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.