Framsókn - 01.10.1896, Blaðsíða 2

Framsókn - 01.10.1896, Blaðsíða 2
NR 10 ERAMSOKN 38 samkvæmum. Heniii hafði farið jnikið aptur þessi síðustu ár, einkum síðan Hanna vaið fullorðin, hún var orðin fölleit og mögur. Kunningjar hennar tóku eptir því og vóru hræddir um heilsu hennar; en Hanna sá það ekki. Hún lifði áhyggjulaus eins og liljurnar á akrinum, og bugsaði aldrei um erliðleika þ'i, er móðir liennar átti við að stríða. í veizluhúsiuu var allt glaumur og gleði. Menn sátu undir borðum og var glatt í geði, skröfuðu sam- an. hlógu og gáfu hýrt auga á báðar hendur. „það er dálaglegur siður að láta menn snæða tölf rjetti matar áður en þeimer skipað að dansaí" Borð- herra Hönnu settist við lilið hennar, og tók drjúguni á diskinn sinn. Hann var maður feitlaginn og hýr- leitur. og skein útúr honum ánægjan. „Og yður er nú víst ekkert mötstæðflegt að gjöra hið fyrra", sagði Hanna hlæjandi. Nei, nei, við eigum víst skilið mat okkar, og vinn- um fullniikið fyrir honum, að minnsta kosti jeg; hjerna yður að segja, þá á jeg að halda ræðu í kvöid"; hann kinkaði kolli framaní Hönnu og laut ofanað henni og sagði hljöðlega: „Jeg a að mæla fyrir skál kveiiiia". „Nú, þá skal jeg þegja og ekki trufla yður, þjer skuluð fá að taka saman ræðuna í næði". ..J>ess þarf alls ekki, fröken! Jeggjöri ekki ann- að en að horfa á yður og þá koma orðin sjálfkrafa". Hann drakk henni til og horfði á hana með aðdáun. ..Hin betrandi áhrif fegurðar og yndisleika — engill heimilisins — er þetta ekki göður texti? En pjer fáið ekki ræðuna fvr en kampavínið kemur á borðið"! Hanna skemmti sjer ágætlega. Hún naut sín svo vel í danssal, og hafði alla pá kosti til að bera, sem þar eru heimtaðir. Hún var ljett sem fjöður í daris- inum og bauð af sjer yndisþokka, skrafhreifin. sí-kát og fjörug; hún gat talað um allt sem ber á góma á þvílíkum samkomum, jafnvel pólitík, og Ijet hún þá opt í Ijósi skoðun sína með svo yndislegri einfeldni, sem karlmennirnir dáðust að, og ef henni varð a að segja einhverja vitleysu þá hló hún, og hláturinn var svo hljömfágnr og fór henni svo vel. Og í kvöld var hún svo ljómandi yndis-fögur. Frú Nilsen vakti eptir dóttur sinni. Hún gat ekki i'eiigið sig tíl að hátta, áður en dóttirin væri komin heim. Henni þótti líka svo gaman að sjá dóttur sína koma Iieim af svona skemmtun, káta og glaða— henni famist hún með því fá hlutdeild í þeim glaðværðanna heín::, er Hanna átti heima í. Og Hanna hafði þá h'ka frá mörgu að segja. Ogöll frásðgnin snerist um pað sem hún ekki íiefudi á nafn. um hann, hinn ein- asta, sem móðurina grunaði hver var, og sem hún fann að var aðalefhið í frásögum dótturinnar um glaum og gleði og hvernig henni hefði hlotnazt sú og sú virð- ing, liún skildi það allt, einsog móðir getur skilið, ;in orða og án pess að sjá neitt, einungis með pví að» horfa í auguB á barninu sinu. En Hanna kmn snemma heim petta kvöld, og var- svo ólík sjálfri sjer, föl og alvarleg, og svo pungbrýn að móður hennar varð hálf bilt við. „Mamma" sagði liún hægt og stillilega. J>að var eins og litla dóttir heanar frú Nilsen væri orðin mörg- um árum eldri. „Mamma", sagði hún aptur, kraup níður við hliðina á henni og fól andlitið í kjoltu hennar. „Barnið mitt, hvað er petta, hvað gengur að pjer? Hefur Dokkui' 'verið vondur við pig?" Hún tök utan- um höíuð dóttur sinnar og lagði það uppað brjósti sjer. „Mamma, pví ertu svona föl, pvi er pjer svona apturfarið?''' Hún fór að gráta. „Fyrirgefðu mjer mamma, jeg veit að pað er rojer að kenna; jeg hef" ekki vitað pað fyrr — fyrirgefðu mjer, jeg ætla a& vinna, þetta skal verða öðruvísi hjer eptir, mamma mín". Hún stóð ft fætur og kyssti móður sína á punna vangann hennar. „Oóða nótt, mamma, þetta skal verða öðruvísi";; Hún gekk liægt inní svefnherbergi peirra nneðgnanna^ Hiiu fór að hátta, en var alltaf að hugsa um pað. sem fvrir hana hafði borið um kvöldið. En hvað hún hafði búizt við miklu á pessu kvöldi! Hún sá í hug- anum dökk augu, sem horfðu svo innilega á hana, ea pö svo ásakandi. Hún hafði farið svo glöð að heim- an og hlakkað til að hitta hdnn, pví nú átti hún víst að fá að heyra af hans muimi það, sem augu hans svo ótal sinnum höfðu sagthenni —að hún væri hon- um kærust allra i yeröldinni. Og hún hafði hitt hann, og þaa hofðu dans'að>. saman og talað saman lengi — en livað var {Kið þá sem hann hafði sagt! Alls ekkert af því sem hún bjóst víð að heyra, ekki eitt einasta af hinum liliðu ástarorðum, er hún svo opt hafði lesið í augum hans. þau höfðu talað um móður heiiiiar, en svo vjek hann talinu að henni sjálfri, ekki beinlínis, en þó svo að hún fann að haiui hafði mynd hennar fyrir augunum,. og pví fór fjærri að hann dáðistað hemii eins og húa hafði íniymiað sier ; nei, alls ekki. Henni varð stórlega bylt við orð hans. það var sem hún sæi mynd sína í spegli, og sú mynd bar kærur a liana, æ þvngri og þyngri, og henni var5. það allt í einu Ijóst, að þá kosti sem hanii helzt vildi tinna í fari hennar, þá hafði híui ekki til að bera. Hún hafði hingað til verið svo ánægð með sjálfa sig. og viss um. ;vð yndisþokki og elskulegt viðmót væri nóg. Oðrum hafði fundizt það svo. En Iiann krafðist. meira! því haí'ði enginn. sagt henni að meira yrði af henni heimtað! Húa varð svo sár í huga og hana langaði til að hrópa upp og spyrja: f>víhöfðu allir látið sjer líka hvernig hún var, dekrað við hana og borið liana á liöuduiii sjer, lihnut að ónytjungsskap hennar og

x

Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.