Kvennablaðið - 21.02.1895, Side 4

Kvennablaðið - 21.02.1895, Side 4
4 hafði sjezt haltra á götunum, rauðhærð, með stóran herðakistil og í vesölum tötr- um, og götustrákarnir vóru vanir að elta. Nú er hún komin á glæpamannabekk- inn, og situr þar hljóð eins og steini iost- in, niðurlút og beygð af meðvitundinni um glæp sinn. Fyrir framan hana situr verjandinn, Fritz Múller, bezti málaflutningsmaðurinn í bænum. Hann hefir ótilkvaddur boðizt til að verja mál hennar, enn enginn veit af hvaða ástæðum. Þess er helzt getið til, að hann ælli að afla sjer nýrrar frægð- ar með því. Þessi ákærða stúlka, sem hafði verið staðin að verki, reyndi ekki til að þræta fyrir afbrot sitt en meðgekk grátandi og hnje niður eins og í örvæntingu. Þá var farið að yfirheyra vitnin, og hafði enginn neitt að segja henni til áfellis. Henni er borin svo sagan, að hún hafi verið stillt og reglusöm, og aldrei farið illa með barn- ið, enda læknir einn, sem áður hafði eitt- hvað átt við barnið, segir, að það hafi verið innileg ást á milli mæðgnanna, svo að hann geti að eins ímyndað sjer, að stúlk- an hafi framið glæpinn i einhverri stund- ar-brjálsemi. Sækjandinn tekur nú til máls, og urðu áheyrendurnir þá allir á nálum. Hann lýsir fyrst í fám orðum atvikunum að glæpnum. Hann sagði, að Lísa kryppling- ur væri af versta úrhraki kvenþjóðarinn- ar, villidýr í hverja taug og harðsvíruð eins og verstu bófar. „Hún hefir ekki fengizt til að tala neitt; svo eru allir verstu glæpamenn“. Hann mótmælti algjöriega áliti læknisins. Læknum væri svo hætt við að eigna allt sjúkdómum og geðveiki, — „enn hjer eru ljós atvik að öllu, og að glæp- urinn er framinn með fullu ráði“. Þar næst reyndi hann að sýna fram á, að sakborningurinn væri drykkjurútur, og kvaðst hann ráða það af því, að svo margar tómar flöskur hefðu fundizt hjá henni. Það væri af engu öðru enn leti, munaðargræðgi og drykkjuskap, að hún hefði viljað losa sig við barnið, sem henni hefði þótt vera sjer til svo mikillar byrði. Sækjandanum tókst nú svo upp, að hon- um hafði ekki í annað sinn tekizt betur; hann gekk reglulegau berserksgang í ræðu sinni, og lýsti með snjöllum orðum öllum lýtum og löstum aldarinnar, dvínandi dreng- skap og dyggðum, vaxandi glæpum og skorti á trúrækni og siðgæðum. Hver skepna elskaði afkvæmi sitt; það væri maðurinn einn, þegar hann væri orðinn trylltur af þessu óstjórnlega nútimalífi, sem neitar öllu og fyririitur allt, sem forfeð- ur vorir hafa álitið helgast, — hann einn glataði hinum innilegustu og helgustu til- finningum, móðurástinni, og myrti afkvæmi sitt. Hann lauk máli sínu með alvarlegri áskorun til dómsmanna. Hjer væri ekki um annað að ræða, enn hvort stúlkan væri sek eða ekki, og á því væri enginn efi. Orð sækjandans höfðu hrifið svo á- heyrendurna, að engum varð að hugsa um, hvort þau væru á rökum byggð eða ekki. Allir litu nú á verjandann. Fritz Múller var ungur maður, laglegur og gáfu- legur, sem að öllu ytra áliti var alveg ó- líkur aumingja konu-krypplingnum, sem sat fyrir aftan hann. Margir á áheyrenda- bekkjunum hvísluðust á: „Lítið þið á, hvað

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.