Kvennablaðið - 21.02.1895, Page 6

Kvennablaðið - 21.02.1895, Page 6
6 Þeesar athuganir eru síðan notaðar með- fram yið kennsluna, og reynslan hefir sýnt, að þessar rannsóknir hafa komið þeim nem- endum að góðu haldi, sem siðar hafa orð- ið barnakennarar. Þeir sannfærast meir og meir um það, að kennslan er ekki ein- göngn undir kennaranum komin, eða kennsluaðferðinni, heldur engu síður nem- endunum sjálfum. Þetta dregur hug þeirra að einstökum börnum; þeir læra að þekkja þau og að geta sett sig í spor þeirra. Á sýningunni í Chicago var stofnað sam- band milli kennara og margra annara úr ýmsum áttum, sem höfðu áhuga á þessu máli, til að breiða út þessar rannsóknir og finna ýmsar góðar uppeldisreglur. Kennslukonur í Boston hafa meðal annars gert margar athuganir um ósannsögli barna, en það er atriði, sem hefir mikla þýðingu fyrir börnin. — Uppeldisfræðiug- urinn Stanley Hall hefir síðan yfirfarið at- huganir þessar, og skiftir hann ósannind- um barna í sjö flokka. Ein ósannindin eru þau, sem hann nefnir hreystileg ósannindi, eins og þeg- ar eldra barn játar á sig, að hafa gert það, sem yngra barni hefir orðið á, og þolir siðan refsinguna fyrir það. Börnin læra fyr og betur að meta það, að leggja sig sjálf í sölurnar fyrir eitthvað, heldur en að virða sannleikann, hvernig sem á stendur. Þau eiga því örðugt með að finna, að rangt sje að skrökva, þegar svo stendur á, og þykjast gera það í góðum tilgangi. Og foreldrar og kennarar þeirra munu oft vera á sörnu skoðun. Menn ættu þó að sjá, að þó tilgangurinn sje góður i fyrstu og ósannindin sjeu smámunir, getur ! þetta leitt til þess, að veikja virðingu ■ barnsins fyrir sannleikanum, svo það síð- ar freistist til að beita saknæmari ó- sannindum og í lakara tiigangi. Það er áríðandi, að innræta barninu í tæka tíð, að það þarf ætíð að hafa staðfastan dóm- stól samvizku sinnar í brjósti sjer, sem það geti ætíð reitt sig á, hversu ólíkar sem skyldurnar eru. Önnur ósannindin eru þau, sem sprott- in eru af eigingirni. Smábörn freistast oft til að segja ósatt, þegar þau eru að leika sjer, og oft að eins til að látast vera fremri hinum börnunum. Þessi ávani helzt síðan við þau, þegar farið er að kenna þeim o. s. frv. Þau afsaka sig þá með einhverjum ósannindum til að ieyna yfir- sjónum sínum. Þetta er almennasta og hættulegasta tegund ósannindanna, og jafn- framt örðugast að venja börnin af henni. Það verður eftir því sem unt er að koma í veg fyrir undirræturnar, eða freisting- arnar, til þessara ósanninda, og það verður að innræta barninu, að bera þá virðingu fyrir sjálfu sjer, að gjöra ekki þetta og reyna að bafa stjórn á sjálfu sjer. Þriðju ósannindin eru sprottin af í- myndunarafli barnanna. Margir leikir barn- anna eru fólgnir í tómri ímyndun. Börn- in látast vera dýr, sraiðir, siglingamenn, tröll, skólakennarar, kóngar o. s. frv. og leika ótal margt úr daglega lífinu og langt fram yfir það. Mörg börn lifa þannig ár- um saman að raiklu leyti í heimi ímynd- unarinnar, og þessi börn verða oft hneigð til að fara með ýkjur, eða umhverfa sann- leikanum algjörlega. Þau venja sig á að segja sögur og ýkja þær eða skrökva þeim I algjörlega upp. Það er áríðandi, að hafa gát á framferði þessara barna í tíma, og

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.