Kvennablaðið - 01.02.1896, Page 2
10
svo vel tekið, að hún heflr verið prent-
uð tvisvar sinnum.
Til síðasta alþingis sendi frú Elín beiðni
um styrk til að koma á fót hússtjórnar
og matreiðsluskóla í Reykjavík, og þótti
mörgum illa farið, að þingið sinnti ekki
því máli, af því margir munu vera farn-
ir að sjá, að mest þörf muni vera á þess
konar skóla fyrir stúlkur, enda hugðu
allir gott til slíkrar stofnunar undir for-
stöðu hennar. Enn líklegt er að næsta
alþingi gjöri því máli betri skil.
Iðnaður og útsala.
> ________________
JLj^lú hefir „hið íslenzka kvennfjelag“
tekið að sjer, að koma hjer á útsolu á
ýmsurn heimilisiðnaði. Það er nytsam-
legt fyrirtæki, og getur orðið til mikilla
hagsmuna, ef vel er áhaldið. En árangur-
inn er að ö^wleyti kominn undir því, hvern-
ig aimenningur tekur þessu máli, eink-
anlega undir undirtektum kvennfólksins.
Vonandi er, að það taki þessu máli vel,
með því að öllum hlýtur að liggja i aug-
um opið, hvaða gagn það gæti verið fyr-
ir konur, að geta átt sjer vísan markað
fyrir ýmsa hluti. Auðvitað ætti allt, sem
sent væri til þessarar útsölu, að vera svo
vandað sem föng eru á, með því tilgang-
urinn er, að vekja atbygli útlendinga á
iðnaði vorura, og geta boðið þeim, sem
vildu sinna honum, gbðan varning. Öll-
um, sem nokkuð hugsa um sóma og fram-
farir þjóðarinnar, hlýtur að gremjast að
sjá, hvað útlendingum eru oft boðnir ó-
vandaðir og hroðalegir munir. Af því
leiðir eðlilega það, að þeir álíta að hjer
sje ekki um annað að velja.
Með þessu móti er loku skotið fyrir,
að nokkur markaður geti fengizt erlend^
is fyrir íslenzkan íðnað. Útlendingar,
sem hingað koma og vilja kaupa eitt-
hvað, fá sjaldan neitt sem mjög vel og
smekklega er gjört. Þeir kaupa oftast
að eins þá hluti, sem þeir endilega þurfa
á að halda, nema einstöku sjervitringur,
sem kaupir hvað sem býðst, rjett að gamni
sínu. í öðrulagi er flest sem selt er með
svo uppsprengdu verði, að enginn fátæk-
ur getur gengið að því.
Hjer þyrfti því að geta verið á boð-
stólum góðir og velgjörðir hlutir með
sanngjörnu verði. Auðvitað er orðið allt
of áliðið vetrar til að geta búizt við mikl-
um birgðum í þetta sinn, því þegar blöð-
in komast nú út um landið, verða flest-
ar konur langt komnar að vinna upp ull
sína. En þó ætti, ef viljinn væri góður,
mörgum konum að vera innan handar að
senda eitthvað. Vel unnir vetlingar og
sokkar mundu að líkindum ganga út,
falleg prjónuð sjöl, dúkar og vaðmál.
Væri tíminn nægur, ættu konur að geta
sent allskonar vandaða vefnaðarvöru og
væri þá talsverð líkindi til, að slíkt gæti
vakið samkeppni milii kvenna, bæði með
að framleiða sem mestan og einkaniega
sem beztan iðnað. Sveitakonur, sem nóga
og góða ull geta haft, ættu að reyna að
vinna sem mest sjálfar af henni. Þá
þyrfti minna að taka út í búðunum. Þær
ættu að vinna sjer falleg sjöl, því í þeim
liggja oft mikiir peningar.
Kæmist nú þessi útsala á, og yrði