Kvennablaðið - 01.02.1896, Qupperneq 3
n
nokkuð til muna, gæti það líka verið mik-
ið hagræði fyrir marga, sem panta hjeð-
an ýmsar nauðsynjar, að þurfa ekki að
senda peninga, sem ávallt eru af skorn-
um skamti hjá mörgum. Þá væri svo
þægiiegt, að láta eitthvað á útsöluna, og
þannig hafa vöru skifti.
En fyrst og síðast verður að hafa það
hugfast, að vanda allt vel sem sent er.
Útsala þessi verður líka sýning, þó í
smáum stýl sje. Hún verður opin hálf-
an þriðja mánuð, bæði tii að sýna og
selja, og því ætti ekki að senda þangað
annað enn það, sem enginn þyrfti að
skammast sín fyrir.
Þetta tækifæri ætti nú kvennfólkið
að nota. Þangað ættu konur líka að
senda vandað smjör og osta. Heimasæt-
urnar og vinnukonurnar ættu nú að nota
tíma sinn og ullina sina, til að senda
eitthvað fallegt, sem þær gætu fengið
peninga fyrir. Hannyrðastúlkurnar ættu
að búa til fallega smáhluti, einkum bald-
íraða, handa útlendingum. Kunni ein-
hver spjaldvefnað, flos, knippl, gamlan út-
vefnað eða aðrar gamlar hannyrðir, ætti að
hugsa upp nýja hluti, sem slíku yrði kom-
ið að. Yfir höfuð ætti allt það, sern sent
væri, að vera sem einkennilegast fyrir ís-
land, þótt fleira mætti senda.
gæti þau orðið kunn, og ef til vill orðið
seld til muna.
Eitt af því, sem áður hefir talsvert
verið gjört að, en nú er hjer um bil út-
dautt, er körfu tilbúningur úr tágum.
Það gæti verið þægilegt verk fyrir stálp-
uð börn og gamalmenni, og mjög hentug-
ir hlutir bæði á sýningu og útsölu. Körf-
urnar gætu verið margskonar: stórar ull-
arkörfur, kembukörfur, brauðkörfur, fisk-
körfur, saumakörfur, heklkörfur og margt
fleira úr tágum, ef svo mikið fengist af
þeim án skemmda á jarðveginum. í Nor-
vegi er nú við iðnaðarskóla í Kristjaníu
kennt að bregða úr tágum ýmsa snotra
og gagnlega hluti. Það gæti verið gagn-
legt fyrir einhverja stúlku, sem siglir til
útlanda sjer til gamans og gagns, að
læra það, og síðan að kenna það hjer.
Sömuleiðis mætti bregða ýmislegt smá-
vegis úr trjespónum, en þá þarf að hafa
sjerstaka hefla til þess, svo að trjespæn-
irnir verði hæfilegir.
Takist útsalan vel, er líklegt að ekki
líði á löngu áður enn kvennfölkið tekur
sig saman til að efna til almennrar sýn-
ingar á allskonar iðnaði. En til þess
þarf nægan tíma, góða forstöðukonu og
áhuga, alúð og eamtök kvenna yfir höfuð.
Karlmennirnir ættu líka að senda
velgjörða smíðisgripi, hvort sem væri
heldur úr trje, járni, kopar, silfri eða
gulii. Allt smekklegt og einkennilegt
ætti að senda, en einkum væri þó vel
til fallið, að senda ný áhöld, sem væri
þægilegri eða á einhvern hátt praktisk-
ari enn áður hefir tíðkazt. Með því móti
Jólagjöfln.
að er nú ekki svo sjerlega langt til
jólanna, bara hálfönnur vika, og hún
er ekki lengi að líða“, sagði Kristin hús-
freyja við Ólaf mann sinn, sem var að
búa sig í „suðurtúrw, „og því vildi jeg