Kvennablaðið - 01.02.1896, Page 4

Kvennablaðið - 01.02.1896, Page 4
18 helzt taka til jakkans þíns í dag, og sauma hann meðan þú ert fyrir sunnan, ef þú átt að geta fengið hann á jólunum“. „Ekki ríður neitt á því“, sagði Ólaf- ur, „jeg veit ekki, hvað reikningnum mín- um líður, en ef jeg afla vel í þessum túr, getur skeð jeg gjöri það, þegar jeg kem aftur. Það verður nógur tími þá til að koma honum upp“. „Jæja, þú um það, en ekki veit jeg hvernig mjer gengur það, ef þú kemur ekki aftur fyr enn rjett fyrir jólin“. „Við skulum nú ekki tala meira um það, en flýta okkur bara að taka til dót- ið mitt og svo er jeg farinn“. — 21. des. var kominn, en ekki var Ólafur enn þá kominn að sunnan, enda hafði ekki verið sjóveður í tvo seinustu dagana, enn í dag var gott veður, og nú vonaðist Kristín endilega eftir honum. Þau voru ekki rik, enda höfðu þau ekki verið gipt nema fjögur ár. Þau leigðu sjer tvö lítil herbergi, og höfðu ekki annað fólk enn dóttur sína 3 ára og bróður Ólafs, sem var í latínuskól- anum, hann var hjá þeim í þjónustu og fæði og hjet Jón. „Nei, nú er hann Ólafur að koma, sagði Jón, þegar hann kom heim, að borða miðdagsverðinn. „Þeir eru að koma að“. Um kveldið, þegar þau Kristín og Ólafur sátu inni og voru að tala saman, sagði hann: „Nú þarf jeg endilega að fá jakkann, sem þú hefir verið að tala um fyrir jól- in. Blessuð taktu nú til hans snemma á morgun, svo þú getir byrjað undir eins að sauma hann“. — „Nei, uú er það orð- ið of seint“, sagði Kristín. Þú sjer sjálf- ur, að það er ómögulegt. Á morgun er Þorláksmessa, þá þarf jeg að sjóða hangi- kjöt, baka dálítið af kökum, gjöra hrein herbergin okkar, og skúra og fægja frammi ýmislegt, og svo margt fleira. Þjer var nær að vilja það fyrri meðan nægur tími var til, og jeg var að biðja þig um það“. “Já, enn þá vissi jeg ekkert um, að við mundum afla svona vel núna og ekki heldur, hvernig reikningurinn minn stóð. Enn í dag sá jeg í bókinni hjá kaup- manninum, að jeg á dálítið inni, svo jeg get vel látið þetta eptir mjer. Jeg held að það sje hreinasti óþarfi, að hamast í húsaþvotti, eða standa á höfði í brauð- bakstri fyrir jólin, en þið konurnar setjið ætíð húsið á annan endann fyrir hátíðirn- ar; það er allt ónýtt, ef þá er ekki jet- inn upp mánaðarforði, eða jafnvel meira. Jeg imynda mjer, að þú getir fengið ein- hverja saumakonu heim til þin á morgun til að hjálpa þjer með jakkann, eða þá kerlingu til að þvo gólfin“. Kristín svaraði engu. Hún vildi feg- inn sauma jakkann, enn á hinn bóginn fannst henni, að hún gæti ómögulega sleppt undirbúningnum undir jólin. Frá því hún mundi fyrst eftir sjer, hafði hún sjeð allar hendur á lofti til að búast við jólunum. Hún mundi svo glöggt, hvað hún hafði jafnan hlakkað til þeirra og hversu allt heimilið hafði þá klæðzt há- tíðabúningi. Baðstofan, sem hvorki var falleg nje oft þvegin, var þá hrein horn- anna á milli, og ekkert hylki eða ílát eft- ir skilið. Jafnvel hvert skot í frambæn- um hafði verið hreinsað og sópað. Það var

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.