Kvennablaðið - 01.02.1896, Qupperneq 5
13
ekki vegna matarins eins, sem hún og
systkini hennar hlökkuðu svo óvenjulega
til hverra jóla. Nei, það var þessi helgi
hátíðarsvipur á öllu, sem gagntók þau
og henni fannst, að hún enn þá gæti ekki
misst.
Á Þorláksmessu fór hún snemma í
búðina og tók fóður og annað, sem til
jakkans þurfti. Hún kepptist við sem
hún gat, að Ijúka við störf sín og jóla-
undirbúning um daginn, og um kveldið
fjekk hún sjer stúlku til að vaka með
sjer fram eftir nóttunni til að sauma
jakkann.
Á aðfangadagsmorguninn vaknaði hún
í býti eftir 3 tima svefn, og fór aftur
að sauma. Hún hugsaði með sjer, að
þetta yrði kærasta jólagjöfin, sem hún
gæti gefið manninum sínum, en herða
mætti hún sig, ef hún ætti að geta lok-
ið við jakkann með öðrum verkum sínum
fyrir jóladagsmorguninn.
Þegar maður hennar og barnið vökn-
uðu, mátti hún hætta saumum og fara
að gegna sínum venjulegu störfum.
„Þú verður að vera þolinmóður, þótt
þú fáir ekki jakkann fyrr enn í fyrra-
málið, enn þá skal jeg reyna að hafa
hann til“, sagði hún við mann sinn, þegar
þau voru að eta morgunverðinn.
„Jæja, betra er seint enn aldrei. Jeg
fer samt líklega í kirkju í kveld“.
KrÍ8tín kepptist við að sauma um
daginn, og fór því í seinna lagi að hugsa
um matinn. Telpan hennar tafði líka
fyrir.
Þegar þeir bræður komu heim klukkan
3, færði hún þeim brosandi kafíi og kök-
nr og sagði: „Þetta verðið þið nú að
vera ánægðir með fyrst um sinn. Seinna
bíð jeg ykkur eitthvað betra“.
„Já, enn við ætlum nú í kírkju í
kvöld, og þangað er ekki til neins að
fara seinna enn kl. 5, ef maður á að
komast inn“, sagði Ólafur.
Kristín fór nú að klæða telpuna sína
í sparifötin, kveykja og laga til inni.
Síðan bar hún föt bræðranna inn og lagði
þau kyrfilega sín á hvern stað, sótti handa
þeim þvottavatnið og fór að því búnu
fram til að gegna eldhússtörfum sínum,
Hún var að hugsa um hvað það væri
gaman, að þau gætu nú haldið jólin sam-
an öll fjögur. Henni þótti nærri því eins
vænt um Jón og dóttur sína. Og hún
hlakkaði til, þegar þeir komu úr kirk-
junni og sæju, hvað hún væri búin að
gjöra fínt og hátíðlegt í litlu stofunni
þeirra. Hún flýtti sjer að laga til í svefn-
berginu, þegar þeir voru farnir, breiddi
hreinan dúk á kommóðuna og þurkaði af
því, sera lauslegt var inni. Að því búnu
tók hún upp jólagjafirnar. Það var brúða
handa telpunni hennar, fáeinir vindlar
ásamt tóbakspípu handa manninum og
bók, sem Jón hafði lengi óskað sjer, handa
honum. Hún vafði þetta inn í pappír
og skrifaði utan á handa hverjum fyrir
sig.
Þegar hún bjóst við að kirkjufólkið
færi að koma, breiddi hún dúk á borðið
og ljet diskana inn. Það voru ekki neinar
dýrar krásir á borðum hjá þeim daglega,
enn í kveld ætlaði hún að gæða þeim á
graut og steik, eins og svo margir aðrir
gjöra. Hún var svo glöð yfir því, hvað
hún væri mátuiega búin, svo hún gæti
sjálf verið búin að hafa fataskifti áður