Kvennablaðið - 01.02.1896, Síða 8
16
voru þvegnir, svo trjákvoðan, sem festir blaðið
í skaftinu, bráðnar úr. Við það má gjöra með
þvi að fá sjer trjákvoðn og fylla hnífskaftið með
henni, gjöra svo tangann af blaðinn vel heitan í
eldi og reka það í flýti inn í skaftið, og snerta
hnífinn svo ekki fyr enn hann er orðinn vel kald-
ur. Pá er blaðið orðið fast og hnífurinn jafn-
gðður.
Glyserína-áburður er ágætt meðal við ýmsum
hruflum og sprungum í höndum og fótum, kulda-
bðlgu, sárum o. s. frv. Hann gjörir hendurnar
mjúkar og er ómissandi fyrir kvenfðlk, sem er
oft með hendurnar í kulda og vatni.
Bræða skal 160 grömm af sætri möndla-olíu,
30 gr. spermaeet og 5 gr. hvítt vax. Síðan eru
30 gr. glyseríns sett saman við og hrært vel í,
en ekki má hitinn vera ofmikill. Hræra verður
í, þangað til áburðurinn er kaldur.
— Lát ofurlítið af sápu í vatn, sem línsterkja
skal leysast upp i. Þá verður meiri gljá á lin-
inu og línsterkjan festist ekki við járnið.
— Hægra er að bursta ofna og þeir verða fagr-
ari, ef þeir eru nuddaðir vel með lepp, sem sápa
er í, áður enn borið er á þá. Síðan eru þeir
burstaðir vel með bursta, eða sje hann ekki til,
þá með ullarlepp.
Sm ælki.
Hann: Elskan mín, í dag höfum við verið
gift í 10 ár.
Hún: Já, gðði minn.
Hann: Þegar við giftumst varstu 24 ára. í
dag segir þú mjer, að þú sjert 31 árs gömul.
Hún: Ó, hvað tíminn líður fljðtt, þegar mað-
ur er ánægður.
Móðirin (kembir Haraldi, sem skælir og ber
sig illa). „Gðði Halli minn, vertu ekki svona 6-
þekkur, heyrir þú mig nokkurntíma bera mig
svona illa, þegar jeg greiði mjer“. „Já, enn þitt
hár er heldur ekki fast á höfðinu, æ, æ“.
Kænska. „Hvers vegna færir þú inn hnapp-
ana í frakkanum? Nú verður hann of víður“.
„Já einmitt þess vegna gjöri jeg það. Þá
heldur maðurinn minn, að hann sje að leggja af,
og svo lætur hann mig fá meiri peninga til heim-
ilisins".
Skrautvefnadur.
Vegna þess, að ýmsar konur hafa
sent mjer fyrirspurnir um, hvar og hvern-
ig tilsögn fáist í skrautvefnaði, læt jeg
hjer með almenning vita, að fröken Ingi-
björg Bjarnason í Reykjavík kennir alls-
konar skrautvefnað. Sýnishorn (Mönstre)
af skrautvefnaði fást hjer ekki, en panta
má bækur, danskar og sænskar, sem segja
fyrir honum og sýna uppdrætti með lit-
um. Bækur, sem heizt hafa hjer verið
notaðar, hafa kostað 2,50—3 kr. Vefa
má slíkan vefnað í íslenzku vefstólunum,
en þeir eru stærri og óþægari með-
ferðar.
Útgef. Kveunablaðsius.
Tvær myndarlegar sveitarstúlkur
geta fengið vist á góðu heimili í Reykja-
vík 14. maí næstkomandi, önnur til að
gegna herbergisstörfum, enn hin til að
vera við matreiðslu. Útgef. ,Kvennablaðs-
ins’ gefur nánari upplýsingar.
Krennablaðið kemur út einu sinni í mánuði,
12 blöð á ári, og kostar 1 kr. 50 aur. — Þriðj-
ungr verðsíns borgist fyrirfram, en 1 krðna
í júlímánuði. Segi nokkur upp blaðinu, láti út-
gefanda vita skriflega fyrir 1. október. Sölulaun
7,. Afgreiðsla: Þingholtsstræti 18, Reykjavik.
Sendið sem allra fyrst fyrirframborg-
unina fyrir „Kvennablaðið“.
Útgefandi: Brfet Bjarnhjeðinsdöttir.
FJelagsprentimiðJan,