Kvennablaðið - 01.04.1896, Síða 1

Kvennablaðið - 01.04.1896, Síða 1
Kvennablaðið. 2. ár. Reykjavík, apríl 1896. Nr. 4. ísleuzk listakona, |f§P að er fátítt hjer á landi, að menn leggi stund á listir, jafnvel þótt líklegt sje, að íslendingum sé ekki varnað nátt- úruhæflleika í þeim greinum fremur en frændþjóðum þeirra. En vegna fátæktar og fámennis munu að vísu þau listaverk lítt þrífast hjer, sem að meira eða minna leyti eru miðuð við hugsjónir, svo sem ýmisl. myndasmíði og trjeskurður o. s. frv., en aftur á móti er oss einkar-áríð andi, að rækja þær listir, sem snerta meira eða minna flest hið verklega, en þær höfum vjer einmitt vanrækt fremr flestu öðru. Þannig er teiknun að kalla má ókunn menntagrein hjer á landi og varla kennd svo í lagi sje á nokkrum skóla hjer, og má þó óhætt fullyrða, að fáar námsgreinir í skólum eru jafn menntandi í verklega átt. Tveir íslendingar eru nú að læra myndhögg erlendis, og einn mun vera fullnumi í trjeskurði, en naumast getum vjer búizt við að hafa annað gagn af þeim, en að þeir geti orðið landinu til sóma í útlöndum, sem bregðast má til beggja voua. Öðru máli er að gegna um listakonu þá sem Kvennablað- ið flytur nú mynd af. Það er frú Krist- ín Jakobsson í Kvík, dóttir þeirra merkis- hjónanna alþingism. Páls Yídalíns (f 1874) og konu hans frú Elínborgar Friðriks- dóttur, sem nú er kona prófasts Bene- dikts Kristjánssonar. Frú Kristín Ja- kobsson er hin fyrsta og einasta íslenzk kona, sem lært heflr á listaháskólanum (Kunstakademiet) í Kaupmannah. Hún hafði óvanaiega hæfi- leika til dráttlistar og málaralistar, og málaði hjer heima mynd eftir annari mynd, sem einn af frægustu málurum Dana og prófessor við listaháskólann hafði gert.

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.