Kvennablaðið - 01.04.1896, Page 2

Kvennablaðið - 01.04.1896, Page 2
26 Þegar hún nokkru síðar kom til Kaup- mannahafnar sá þessi máiari mynd þessa, og þótti honum hún svo vel gerð af byrj- anda, sem enga tilsögn hafði fengið, að hann áleit sjálfsagt, að hún gengi á lista- háskóíann. En til þess að komast inn á hanu þarf mjög mikið undirbúningsnám. Hún fekk hinn bezta kennara, og gekk síðan á listaháskóiann og fekk þar mikið lof. Yið þetta nám var hún alls hálft fjórða ár, en þá fór hún heim hingað og gekk að eiga alþingismann Jón Jakobs- son og búsetti sig hjer í Rvík. Hún tók þegar að kenna hjer í haust teiknun og málaralist og gaf þannig al- menningi tækifæri á að læra þá mennta- grein, sem einna mest hefir verið van rækt hjer á landi en ætti nú að skipa hærra sæti framvegis, því auk hinna menntaudi áhrifa hennar er hún undir- stöðuatriði flestra handiðna, bæði karla og kvenna, jafnt hinna smágerðari sem hiuna stórgerðari. Þó teiknun sé svo umfangsmikil, að hún verði seint lærð til fullnustu, eru þó sumar greinir hennar eigi svo seinlærðar, að til þess þurfi mjög iangan tíma, að minnsta kosti til þess að veita nemend- um talsverða æfingu í því að æfa hönd og auga og bæta fegurðartilfinninguna. Frú Kristín Jabobsson hefir gefið kost á kennsiu þessari með mjög vægum kjör- urn, þótt hún hafi orðið að kosta miklu til að hafa húsnæði svo sem henni lík- aði. Hvað kensluna snertir, er hún, að þeir- ra dómi, sem bezt hafa vit á, svo full- komin sem verða má, og nemendunum jaínt skemmtiieg sem gagnleg. Menn mega því fagna því, að frú Kristín hefir byrjað á kennslu þessari, og væri óskandi, að hún gæti haidið henni áfram sem lengst til gagns og menning- ar fyrir land vort. -------------- Ákveðin vinna. að má vinna á ýmsan hátt, en jeg vil skifta vinnunni í tvo flokka: ákveðna vinnu og óákveðna. Við þekkjum víst ýmsar húsmæð- ur, sem vinna og strita sí og æ, seint og snemma, og aldrei segjast hafa tíma til að ljetta sjer upp eða hverfa frá strit- inu augnablik, sem þó enginn annar sjer neitt sjerlegt liggja eftir, að minsta kosti ekki neitt sem svari til þess tíma og ar- raæðu, sem þær hafa fyrir vinnunni. En við þekkjum líka húsmæður, sem mjög mikið liggur eftir, en sem þó ekki sýn- ast hafa ueitt umstang og erfiði og jafn- an hafa nægan tíma til alls. Af hverju kemur nú þetta? Ymsir svara Iíklega því, að það sje af því, að þessar sívinnandi húsmæður sjeu lasnar og þreyttar, svo þær þess vegna sjeu svo liðljettar, en hinar sjeu hraustar og heilsu- góðar og því gangi aiit svo vel undan þeim. Auðvitað getur þetta verið orsökin, en það er alls ekki æfinlega. Mismun- urinn liggur oft í hinu andlega eðli þeirra, en ekki i hinu líkamlega. „Já“, segja líklega margir, „við því verður ekki gjört, það skapar sig enginn sjálfur, nje breyt- ir hæfiíeikum sínum“. Eða, ef til vill spyrja þeir ekki einu sinni að því; þeir

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.