Kvennablaðið - 01.04.1896, Blaðsíða 3
27
álíta sjálfsagt, að mannseðlið sje með öllu
óbreytilegt, og að með því sama skap-
ferli, sem hver fæðist, hljóti hann að
deyja; það verði ekkert lagað til.
En er það nú alveg áreiðanlegt, að
menn geti ekki breytt skapferli sínu?
Því verður ekki neitað, að þeir, sem
fæðast með ljettri og glaðri lund, miklu
þreki og starfslöngun, hafa fengið yfir-
burði og skilyrði til að komast áfram,
fram yfir þá, sem frá fæðingu eru þung-
lyndir og seingjörðir, sem jafnan skapa
sjer áhyggjur og geta svo örsjaldan sjeð
sólskinið og gleðina í lífinu, fyrir kvíða
um, að bráðum komi sjálfsagt eitthvert
jelið, eitthvert óhappið, sem þeir verði
að vera viðbúnir að fyrirbyggja, svo þeir
raegi aldrei gefa sjer neina hvíld, heldur
strita og slíta sjer út án þess að á-
rangurinn verði verulegur. En það er
líka víst, að ef þeir litu ekki á lífið með
þessu „svarta bliki", sæju ekki allt í gegn-
um dökk gleraugu, mundu þeir ekki taka
sjer allt jafn nærri. Þeir mundu sjá, að
það væri heimska, að búa sjer til áhyggj-
ur löngu áður en almenn dauðleg augu
sæju líkindi til að þær ættu sjer stað,
og svo mundu þeir læra að vinna þann-
ig, að stunurnar og stritið minkaði, en
árangurinn yrði meiri, og þeir færu ekki
alveg á mis við hvíld og gleði. Þeir
mundu sjá, að öll þessi armæða og á-
hyggjur eyða Iífskraftinum og skapa and-
lega auðn og frost í kringum sig.
Jeg hefi þekkt tvö heimili með tveim-
ur slíkum húsmæðrum. Önnur þeirra var
embættismannskona í sveit, bjó fjarska
stóru búi, átti fjölda barna, og hafði að
segja yfir mörgu fólki. Þangað kom
fjöldi gesta daglega og heimilisfólkiðvar
milli 20 og 30 manns, auk daglauna-
manna. Þessi húsmóðir hafði auðvitað
næg efni, en mörgum mundi sýnast hún
hefði getað haft miklar áhyggjur og
mundi vera oft þreytt. En hún var sí-
glöð, allt gekk vel á heimili hennar, hún
hafði mjög gott lag á að nota fólk sitt án
þess að þurfa að ganga með því í allt
sjálf. Hún var höfuðið, sem skipaði fyr-
ir, fólkið vóru hendurnar, sem fram-
kvæmdu skipanir hennar. Hún hafði
jafnan tíma til að borða á vissum tím-
um inni með manni sínum, og við gesti
sína var hún mjög skemtin. Hún sýnd-
ist hafa tíma til alls. Einu sinni erjeg
kom þangað, voru þar 18 daglaunamenn,
er allir átu miðdagsverð í daglegri stofu
þeirra hjóna. Jeg sagði við hana, að
það mætti vera leiðinlegt fyrir hana,
hvaða fyrirhöfn það væri, að halda her-
bergjum hreinum eftir svo marga menn;
en hún hló og sagði: „Já, það tek jeg
mjer ekki nærri, því ef jeg gjörði það,
þá hefði jeg nóg til að gremja mig af
hvern einasta dag. Þetta verður svo að
vera, og jeg reyni að fá það bezta út úr
því“. Og hún fjekk líka það bezta ’út
úr því’. Heimili hennar var almennt við-
urkennt stjórnsemdarheimili, án þess að
hún eyddi tíma og peningum í óþarfa-
’nostur’; hún var sálin í því, og gestir
hennar kváðust hvergi koma, sem þeim
liði betur; þeir sáu aldrei, að þeir tefðu
fyrir eða væru óvelkomnir, og þó gekk
öll vinna sinn vanalega gang.
Annað heimili hefi jeg þekkt, þar sem
líka voru nóg efni, enn mjög fátt fólk
og eitt einasta barn. Þar gekk búskap-