Kvennablaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 6
38 ■ með að koma niður kaffinu, enungafrú- in hafði gert eins vel og hún gat. Þá kemur vagninn. „Æ, kæra elsku mamma, þú kemur víst bráðum aftur að finna Otto, og verð- ur lengi hjá okkur, segir unga frúin, og kyssir tengdamóður sína viðkvæmt og innilega, en lítur þess á milli til Ottos, svo sem til að vita, hvort haun tæki ekki eftir, hve elskuieg hún er við móður hans. En hann tekur naumast eftirþví. Hann er náfölur. Hann leggur hendurn- ar um hálsinn á henni og segir kjökr- andi: „mamma, marnma". Síðan fer frú Karen afstað. Framhjá vefjarklefanum, þar sem hún hafði svo oft setið. Framhjá liíla mjólkurhúsinu, þar sem hún hefir unnið að þeirri hag- sæld, sem nýi húsbóndinn í Bjarkholti á að njóta. Gegnum trjáganginn, sem pabbi sálugi plantaði, þegar Ottovarárs- gamall og framhjá stóru sljettu völlun- um, þar sem hún hefir stritað í stormi og regni. Gular, blaktandi kornstengur hneigja höfðunum til kveðju. Karó hieypur á eftir vagninum og Jóhann gat varla rek- ið hann aftur með svipunni. Greta gamla er í eldhúsinu, og þurkar sjer um augun með diskþurku. Hákon ráðsmaður, sem er að fara með vagnhlass frá fjósinu, tek- ur ofan gráa hattinn sinn með mikilii virðingu. Það bar ekkert á frú Karenu þar til hún kom að seinusta hliðinu, þar sem Bjarkholts skóginum lýkur og þorpsbúar höfðu áður búið til skrauthlið fyrir gömlu hjónin nýgift. Þá hallast hún aftur á bak í vagninum og grét. Veslings gamla frú! Á forskygninu stóð Otto með kveðju- veifingum löngu eftir að vagninn er kom- inn úr sýn. Og hann grætur iíka. En að baki hans læðist mjúkur, ávalur handleggur, leggst yfir sólbrenda hálsinn hans og beygir höfuð hans niður að litl- um, rauðum, hiæjandi munni, sem kyss- ir burt tárin, masar burt minningarn- ar, blæs burt broddana úr hjartanu hlær burtu allan söknuð og sorg og máiar framtíðina geislandi ljósi. Gæfusama unga frú! Þú ber allt af sigur úr býtum í hinurn ójafna bardaga um hinn sameiginlega ástvin, en þú finn- ur ekki, hvað sá sigur hefir að þýða fyr- ir þann sem ósigurinn bíður, fyrr en hár þín verða grá og kinnin föl, og hann sem þú elskaðir í þrjátíu ár gleymir þjer vegna hennar, sem ef til vill hefir þótt vænt um hann álíka marga daga. ------Kse*---- Kveimbúniiisiuriiin. vennablaðib hefur áður flutt stutta grein um klæðnað kvenna; höfundurinn talar um, hve nauðsynlegt það sje, að hafa hiý og góð nærföt, sem við án efa erum allar henni samdóma um. Enkyn- legt þótti mjer í fyrstu, að Iesa uppá- stungu þessa höfundar um, aðleggjanið- ur íslenzka búninginn, en taka upp kjóla, enda gerði ritstjórinn athugasemd við það. Mjer hefur allt af fundizt það óhæfa ein, að heyra nokkuð í þá átt, aðleggja niður okkar þjóðbúning; en þegar jeg fer að hugsa nákvæmar um, í hvaða ástandi íslenzki búningurinn nú er, þá er jeg

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.