Kvennablaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 01.05.1896, Blaðsíða 7
89 alls ekki fjarri hennar skoðun. Mjer ligg- ur við að segja, að það sje sorglegt að sjá, hvað íslenzkt kvennfólk metur lítils faldbúninginn nú á dögum, sem sjálfur ber bezt vitni um, hversu fallegur og hátíðlegur hann er; jeg hef heyrt marg- ar ungar stúlkur segja, að þær vilji alls ekki eiga faldbúninginn; það er því auð- sætt, hvaða forlög liggja fyrir honum í framtíðinni, þegar þær konur eru liðnar undir lok, sem nú bera hann; náttúrlega þau, að hann leggst niður með öllu; og þá er nú eptir þessi blessaða húfa, sem í sjálfu sjer er aldrei stázlegt höfuðfat, þó hún klæði marga vel. Á kvennasýn- ingunni í Kaupmannahöfn var, eins og margir vita, sýndur bæði faldbúningur- inn og húfubúningurinn. í dönsku blaði stóð grein eptir sýninguna um búning- ana með mynd af kvennmanni í skaut- búningnum og á möttli, og leyfi jeg mjer að birta hjer kafla úr henni: „í íslenzku deildinni eru sýndir marg- ir skrautlegir búningar, en hinn viðhafn- armesta þeirra er að sjá í skáp einum, sem stendur sjer fyrir utan aðalhöllina. Þar er kvenn„fígúra“ alklædd í hinn skrautlegasta viðhafnarbúning íslenzkra kvenna, sem að líkindum færri af þeim eiga svo vandaðan. Mynd sú, sem mál- ari vor hefur tekið af búningi þessum, getur ekki með hinum svörtu rákum sýnt eða gefið ljósa hugmynd um hinn fagra græna lit á flauelinu, sem hann að mestu er gjörður úr*. Höfuðfatið sjezt eins og í þoku gegnum stóra, hvíta slæðu og er það rajög einkennilegt og svipað í lögun og riddarahjálmur væri úr hvítskínandi atlaski; í hægri hendi heldur hún á stór- um hvítum hörljereftsklút, glitsaumuðum. Ennfremur er sýnd önnur kvenn„fígúra“ í íslenzkum hversdagsbúningi með hina ósnotru skotthúfu á höfðinu, sem íslenzk- ar stúlkur sjást að jafnaði með í Dan- mörku“. Þetta er nú dómurinn þar um húfu- búninginn okkar, sem við allar höldum dauðahaldi í, en hinn er unga kvennfólk- ið á góðum vegi með að eyðileggja. — Það talar margur um, að faldbúningur- inn sje svo dýr, að það sje ókleyft fyrir stúlkur að fá sjer hann. En má ekki hafa hann, eins og annan klæðnað, mis- jafnlega dýran, eptir því sem efnum hvers eins er varið? — Nei, hitt mun heldur vera ástæðan, að viljann vantar. Ekki er það af efnaskorti, að dætur embættis- manna í“Reykjavík klæðast kjólum við hátíðleg tækifæri, t. d. á giptingardegi sín- um; jeg á við þær, sem annars ganga á húfubúningi daglega; það er líklega líkt fyrir þeim og stúlkunum, sem jeg hef heyrt segja, að þær alls ekki vilji eiga faldbúninginn. Það má ganga að því vísu, að út frá höfuðstað landsins, hjer sem annarstaðar, berist ýmisleg tízka, ekki sízt hvað klæðnað snertir. Jeg heyri talað um, að ungar stúlkur í Rvík brúki kyrtilbúning eiukum við dansleiki. Hann kann að vera hentugur einungis til þeirrar brúkunar, en deildar meining- ar eru um það, hvort hann geti nefnst því nafni, að heita íslenzkur; sniðið á honum líkist mjög viðhafnarlausum morg- unkjól, og sýnist það benda á, að hann sje búinn til eptir kjólunum. Ef þennan kyrtilbúning ætti að hafa *) Hjer hlýtur að vera átt við möttulinn

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.