Kvennablaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 3
67 nú seinastliðinn vetur hafa norskar kon- ur skotið saman 540,000 kr. til að byggja herskip fyrir, sem þær gáfu þjóðinni. Skipið var algjört 17. maí sl. Það ætti því ekki að vera ofmikið til ætlazt, þótt búizt væri við, að allt landið gæti borið skaða þenna án þess að hann þyrfti að vera tilflnnanlegur eignamissir fyrir menn, þegar fram iíða stundir. ísiand er svo auðugt af harðviðra- 8ömum útkjálkum, að við megum ekki missa nokkurn byggilegan blett í þeim sveitum, sem veðursælli eru, ef unut er að koma í veg fyrir það. -----<xm------- Hringurinn. (Þýtt). (Niðurl.). ||l) var um miðsumarsleytið, sem þau Franz og Lína sögðu í sundur með sjer. Nú var kominn vetur með heiðríkum frostdögum. Þessa nótt hafði snjóað, og þykk snjóbreiða huldi gras- balana í garðinum. Lina og Greta voru þar. Litla stúik&n hló þegar henni skrik- aði fótur og hafði sjer til gamans að búa til snjókúlur við og við. Allt í eiuu kallaði hún upp: „Lína, jeg hef fundið hringiun þinn. Hann lá undir snjónum. Nú getur hr. Franz ekki verið lengur reiður". En svo þagnaði húu allt í einu. Þeg- ar Lína sá hringinu, ýfðust harmar henn- ar upp og hún sagði: „Fleygðu honum, jeg vil ekki sjá hann“. Barnið laut niður og stakk hringn- um í vasa sinn. „Ó Lína mín“, sagði hún í lágum bænarróm. Lína faðmaði systur sína og sagði: „Vertu ekki reið, auminginn litli, þótt jeg hræddi þig með vonzkunni í mjer. Nú er hún alveg farin“. Greta tók átölum systur sinnar án þess að svara henni. En fyrir kveldið hafði hún hugsað sjer ráð, sem henni fanust þó nolckuð hættulegt til fram- kvæmdar. Daginn eftir, þegar Lina var komin út, og frú Berger gegndi hússtörfum, tók Greta litla hatt sinn og kápu. Hún hugsaði sjer að fara með hring- inn til Franz, þá mundi hann verða góð- ur aftur. Hún hlustaði. — Allt var hljótt og kyrrt — þá læddist hún út úr hús- inu og út um hliðið. Þar staðnæmdist hún, hálfhrædd snöggvast af því, að yfir- gefa staði þá, sem hún þekkti og hætta sjer út á götuna, sem hún hafði aidrei komið á, nema með systur sinui, en hún var þó ekki lengi á báðurn áttum. Hún vissi, að hún átti að ganga til hægri handar til að koma til Franz og gekk örugg áfram. Þossi gata var fá- farin, og nú var hún nærri auð. Með undrunarverðri titfinningu, sem blindum er eiginleg, gekk henni ferðin vel, og fannst þetta vera hægur ieikur. En nú varð hún að nema staðar við þvergötu og spyrja til vegar. Hún heyrði bjöilu- hljóð og vagnskrölt, og þorði ekki að hætta sjer yfir götuna alein. Hún þreif- aði fyrir sjer og kom við grófan kjói.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.