Kvennablaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 01.09.1896, Blaðsíða 5
69 hringinn. Hún grjet svo óttalega þegar jeg fann hann. Ó, verið þjer nn ekki lengur reiður við hana! Þjer ættuð að vita, hvað illa Iiggur alitaf á henni síðan“. Hann horfði stórum augum á barnið, tók hana svo á knje sjer, og sagði: „Greta, þú ert komin alein til mín. Þú hefir alein gengið þann veg, sem jeg hefi ekki haft kjark til að leggja út á“. Hann þagnaði og horfði á hana. Hann sá nú unnustu sína, sjálfan sig og missætti þeirra og blinda barnið með öðrum augum. „Heldur þú ekki“, sagði hann og strauk hárið á Gretu, „að Lína verði ekki Ieng- ur reið við mig, enn að allt verði aftur gott, ef jeg kem nú aftur til hennar með hringinn“? „Hún hefir víst aldrei verið neitt reiðu. „Jeg skal nú segja þjer nokkuð, Greta mín. Ef við systir þín giftum okkur, þá tek jeg hana með mjer, eins og þú veizt. Hún kemur auðvitað við og við að finna þig; en jeg á hana þáu. Greta hafði hlustað á þetta niðurlút og með athygli. Hún dró þungt andann og kreisti aftur augun, eins og hún var vön þegar illa lá á henni. Loksins sagði hún döpur í bragði: „Já, en mjer má þó Iíklega þykja vænt um hana, þó jeg eigi hana ekki lengur“. Hann tók hana upp í fang sjer og kyssti hana og sagði: „Elsku litla barnið mitt, þú ert miklu betri og hyggnari enn jeg, góða elsku Greta mínu. Henni þótti nóg um ákafann í hon- um og sagði: „Látið mignú fara, herra Franz; Lína er líklega komin heim; hún verður hrædd um mig“. Þegar Lína kom heim, spurði hún þeg- ar eftir Gretu. Það var leitað um allt húsið, og þá komst upp, að hún hefði farið út, en með hverjum, það vissi eng- inn. En þá er sleða ekið heim að húsinu, og kallað með barnsrödd: „Lína, Lína, hvar ert þú“? Hún þaut út og fleygði sjer í faðm hennar. Lína gat ekki komið upp orði. Hún lá á hnjánum og kyssti barnið aft- ur og aftur. „Yertu nú ekki reið af því að jeg fór út“, sagði Greta, „sjerðu ekki hver kom með mjer“. Lína tók þá fyrst eftir manninum sem kom með barnið. Hún stóð fljót- iega upp. „Þjer hafið fundið hana úti“, spurði hún utan við sig. „Nei Lína, það var hún sem fann mig. Hún kom alveg ein og kendi mjer að finna sjálfau mig og þig. Viitu þiggja hringinn aftur — og mig. Litia systir okkar biður þess“. Lína skildi ekki allt það sem hann sagði. En aðalatriðið skildi hún og augu hennar svöruðu honum. „Nú fyrst á jog þig með rjettu, þeg- ar jeg hefi ykkur báðar“, sagði Franz og skein gleðin út úr honum um ieið og hann faðmaði Línu að sjer. Og þegar hann rjett á eftir laut nið- ur til að kyssa barnið, klappaði Greta honum kunnuglega á kinaina og sagði: „Nú á þjer líka að þykja svolítið vænt

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.