Kvennablaðið - 01.09.1896, Qupperneq 6

Kvennablaðið - 01.09.1896, Qupperneq 6
70 um mig. Að minnsta kosti var það jeg sem fann hringinn". Athugas. Lesendnr Kvbl. eru beðnir að afsaka, að saga þessi heflr verið þýdd hjer, þótt hún muni áður hafa verið þýdd á íslenzku. Jeg hafði lesið hana í tveim- ur útlendum biöðum og mundi því ekki eftir að jeg hefði sjeð hana annarstaðar fyr en mjer var bent á það af öðrum, eftir að fyrri hluti hennar var kominn út í Kvbi. Eina bótin er, að mjög marg- ir hafa líklega ekki áður iesið hana. --------------------------- Hvað er föðurland? t"öfum við nokkurntíma hugsað okk- ur hvað föðurland er? Það er allt það, sem umkringir okkur síðan við vorum ungbörn, allt, sem hefir fætt þig og fóstr- að frá fyrstu árum, allt sem þú hefir elskað ogglaðst af. Túnin, engjarnar, skóg- arnir, fjöllin, hiíðarnar, árnar, fossarnir, og vötnin, sem umkringja okkur, fól.kið, sem við kynnumst daglega meira og minna, — þetta er allt föðurland okkar! Landslögin, sem beztu menn þjóðarinn- arsemjatilað verja rjettindi okkar, brauð- ið sem við neytum í sveita andlita okkar, gleði og sorg, sem við tökum sameiginlegan þátt í hver með öðrum, húsið eða kofinn þar sem þú sást fyrst dagsijósið, og þar sem þú Ijekst þjer í faðmi móðurþinnar, minningarnar frá æskuárum þínum, hver kenuing, sem þjer var innrætt, hver á- minning, sem þú fjekkst frá vörum for- eldra þinna, hvert ástaratlot þeirra, sem nú, ef til vill hvila í jörðunni, þessi jörð, sem fóstraði þau, jafnvel þessi jörð, sem hylur eða mun hylja likama þeirra, — allt þetta er föðurland okkar. öætum vjer innifalið rjettindi vor, skyldur, þarfir, minningar og þakklæti í einu orði — þá myndum við kalla það föðurland. Föðurlandið er heimili vort í fyllsta skilningi. Það er sá hluti heimsins sem hefir gjört oss að því, sem við erum. Því eigum vjer að mestu leyti að þakka, að vjer höfum orðið að mönnum, og ætti að liggja það mest á hjarta og leggja þar við drengskap vorn að vinna því gagn eftir mætti. Sá sem vill njóta hagsmuna þeirra sera því fylgir að eiga heimili og föður- land, en viil ekki miðia því neinu af eigum, kröfturn eða tilfinningum sínum, er iliur maður. Móðir! Taktu barnið þitt, hvort sem það er sonur eða dóttir, taktu það oft upp í kjöltu þína og talaðu við það um slíka hluti. Keudu því að gott sje með dugnaði og sparsemi að geta unnið sjer til fjár, en að betra sje þó að vera dreng- lyndur, sannur, hreinskiiinn og óeigin- gjarn, þegar almenniugs heiil liggur við, og að hver sem vinni með trú og dyggð og leggi fram alla krafta og fyrirhyggju sína, muni jafnan haí’a nóg handa milli. Slíkt leggur traustari grundvöll fyrir gæfu barna þinna á iífsleiðinni, en að vera stöðugt að klifa á, liveruig þau eigi að næia saman nokkra aura, án þess þau læri að verja þeim sjálfum sjer, al- menningi eða nokkrum einstökum manni til verulegs gagns. (Þýtt að nokkru). -------■¥&»-.------

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.