Kvennablaðið - 01.10.1896, Page 1
Kvennablaðið.
2. ár.
Reykjavík, október 1896.
Nr. 10.
Nám og fyrirhyggja.
fízt þarf um það að kvarta, að
kvennþjóðin íslenzka vilji ekki
skilja við föðurhús eða ættstöðvar sínar,
ef ura eitthvað nám er að ræða. Þeir
tímar eru löngu liðnir, þegar konurnar
fæddust, lifðu og dóu á sama heimilinu,
eða að minnsta kosti í sömu sveitinni.
Ofurlitlar kvíslar af mennta- og fram-
farastraumum stórþjóðanna hafa borizt
út hingað og dreifzt út um landið. Þær
hafa komið dálitlu fjöri og hreyflng í
okkar sannkölluðu heimasætur, svo þær
hefir farið að langa til að fara líka að
vera dálítið með, til að sjá sig um i heim-
inum, þó ekki væri nema í næstu sveit-
um eða sýslum. í ræðum og ritum hafa
þær nú um nokkurn tíma verið óaflátan-
lega hvattar til að láta sjer „farafram11
og „mennta sig“. Þeim hefir verið sagt
að „mennta sig“, heimta meiri rjettindi
o. s. frv. „Svo lengi má brýna deigt
járn að það bíti um síðir“. Afieiðing-
arnar af öllum þessum kenuingum eru
þær, að allir kvennaskólar, skraddara-
stofur og saumastofur og hver staður,
þar sem einhver kennsla fæst, er troð-
fullur af námsstúlkum, sem flestar læra
eitt og það sama: að keuna börnum
eða sauma föt.
Því neitar víst heldur enginn, að
hvorttveggja þetta er nauðsynlegt að
kunna og leysa vel af hendi, og sömu-
leiðis að eðlilegt sje að stúikurnar langi
til að læra eitthvað, sem þær gætu síðan
haft gagn af. En efasamt er, að allar
þær stúlkur, sem slíkt leggja fyrir sig,
sjeu lagnar til þeirra starfa. Auk þess
útheimtir hvortt veggja þetta nám langan
námstíma og mikla æfingu, eigi nemand-
inn að ná nokkuni verulegri kunnáttu
í því. Margir lialda, að ekki þnrfi mik-
inn lærdóm til að geta kennt börnum.
En það er mjög skökk skoðun. Tilþess
þarf talsvert meiri þekkingu en fjöldinn
af námsfóiki getur aflað sjer á eiuu eða
tveimur missirum. Auk þess þarf til þess
meiri þolgæði og lagni en hávaði manna
hefir til að bera. Enda sjest bezt á því,
hvað misjöfnum framförum sömu börnin
taka, hvað misjafnir kennararnir eru.
Barnakenuarastaðan er heldur ekki
svo öfundsverð, að keppa þurfi um hana
fyrir þá, sem nokkuð annað geta gjört.
Og varla verður búizt við að almennt
fáist góðir kennslukraftar handa börnun-
um, meðan þeir, seci að börnunum standa,
sækjast mest eftir, að kennslau sje sem
ódýrust og nærri því finnst hverjum þeim
peningi á glæ kastað, sem verja skal tJl
launa fyrir kennslu þeirra. Siikir barna-
kennarar, sem stunda störf sín með jafnri
alúð, hvort sem þeim er launað vel eða