Kvennablaðið - 01.10.1896, Side 5
77
en þú getur víst hjálpað mjer, pabbi, því
þú veizt víst meira en skólafrökenin.
Veiztu ekki meira?“
„Það er eftir því hvað það er“, sagði
hann og brosti lítið eitt. „Láttu mig
bara heyra það, drengur minn“.
„Já, veiztu, pabbi, að engir menn
þurfa að vera ógæfusamir?“
„Svo“, sagði faðir hans.
„Nei, allir geta orðið farsælir“.
„Hvernig á að fara að því?“
„Við lásum um einhvern, sem var
svo fátækur, veikur og átti svo bágt og
enginn skeytti um. Hann lá í sjúkra-
húsi, og þá var líka vor, og þá horfði
hann á bláan himininn út um gluggann
og sólskinið, og svo varð hann glaður,
þó hann ætti svo bágt. Það var heldur
ekkert undarlegt, fyrst hann sá sólina;
var það það, pabbi? En nú skal jeg
segja þjer nokkuð, pabbi. Einn morgun
þegar hann vaknaði, var hann orðinn
blindur, ó, pabbi, alveg blindur“. Augu
Victors litla fylltust af tárum. — „Átti
hann ekki ósköp bágt?“
„Jú, það átti hann“, sagði faðirhans
undarlega þreytulega. Honum fannst
sem barnið segði sjer þarna æfisögu sína.
Fyrst berserksgangur æskunnar við fá-
tækt og fölnaðar vonir, en þó með gleði
í hjartanu, því hugsjónirnar, eða æfisól
hans, var enn þá ekki birgð af skýj-
um.
Svo komu fullorðinsárin með sína
stöðugu baráttu fyrir daglega brauðinu.
Hann sá ekki sólina lengur, ekki einn
einasta vonargeisla. Hann var alblindur.
„Viltu ekki heyra meira, pabbi?“
„Jú, haltu áfram, drengur minn“.
„Þá var haun spurður að, hvort ekki
lægi mjög illa á honum, en hann sagði:
,Nei, því þó jeg sjái sólina ekki lengur,
þá er hún í hjarta mínu‘. Hvað meinar
hann með því, pabbi?“
„Nú, og það gat frökenin ekki sagt
þjer nákvæmlega?“
„Nei, hún komst ekki til þess, því
þá var hringt. En mjer gjörði það ekk-
ert tU, því jeg vissi að þú vissir það,
pabbi. Hún sagði bara, að þannig gætu
allir verið farsælir, sem geymdu sólskin
í hjartanu. Hvernig er það, pabbi?“
Faðir hans horfði á hann með sorg-
bitnu og innilegu augnaráði. Nei, í
þessu var hann víst ekki fróðari en frök-
enin. Hann klappaði á höfuð drengsins
og gekk hljóðlega inn í sitt herbergj, en
Ijet hurðina vera í hálfa gátt. Hann
vissi að Victor yrði ekki ánægður fyr
enn hann fengi útskýringu. — Ætli
Ragna reyni það?
Hann heyrði að Victor sagði hálf-
skælandi: „Mamma, pabbi vissi ekkert;
getur þú sagt mjer, hvernig á þessu
stendur ?“
GHsli sá hvernig Ragna tók dreng-
inn upp í kjöltu sína, og beygði sig ást-
úðlega ofan yfir hann og sagði:
„Jeg skal segja þjer, barnið mitt,
hvað pabbi sagði mjer einu sinni þegar
jeg sat svona í kjöltu hans“.
„Varstu þá svona Jítil“, spurði hann.
„Nei, jeg var nokkuð stærri, en auð-
vitað langtum minni eun hann. Hann
var svo stór í raínum augum“.
„Nú, nú, mamma mín“.
„Þá kyssti pabbi mig svona og sagði:
,Hve dimmt sem lífið kann að sýnast, þá