Kvennablaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 01.10.1896, Blaðsíða 6
78 er ekki allt vonlaust meðan maður hefir sólskin í hjartanu*. Og þegar jeg spurði eins og þú, hvernig við gætum haft það þar, þegar ekkert sæist fyrir skýjum, þá sagði hann: ,Sól hjartans sjest ekki, en við finnum hana. Hún heitir trú, von og kærleikur. Trúin kennir um, hvað himininn geti verið blár, þó hann þá stundina kunni að sýnast grár og skýj- aður. Yonin hræðir sorgina í burtu, því hún gefur okkur vængi til að fljúga í hugmyndanna heimau. „Það skil jeg ekki, mamma". „Nei, barnið mitt, því trúi jeg vel, það gjörði mamma þín ekki heldur þá, en þá kenndi pabbi mjer, hvernig við gætum flogið án þess að vita það. Þú flýgur þegar þú segir: ,Þegar jeg verð stór, skal jeg byggja stóra höll handa pabba og mömmu*. Eða þegar þú segir: ,Ef jeg verð vænn, þá fæ jeg rugghest á jólunum'. Þú veizt að hvorugt er víst, en þú flýgur samt á vængjum vonarinn- ar“. „En kærleikurinn, mamma?“ „Kærleikurinn“, hún roðnaði ósjálf- rátt af að hugsa til fyrri daga, og hinna brennandi ástarorða manns henn&r. „Já, þú átt víst bágt með að skilja þá útskýringu, og mátt láta þjer nægja það sem mamma getur sagt þjer. Sólskin kærleikans skín að eins inn í hjarta þess, sem leitast við að gleyma sínum eigin óskum, og því sem liann langar sjálfan til, til þess að geta glatt þá, sem honum þykir vænt um. Það er örðugt, en þú veizt, barnið mitt, að við megnum sjálf lítið. Þú veizt, hver hefir skapað stóru, björtu sólina þarna uppi. Hann hefir líka skapað alla litlu sólar- geislana í hjörtum okkar, og hann verð- um við að biðja að láta þá ekki siokkna. Enginn verður alveg sæll, barnið mitt, en öll eigum við að reyna að ná svo langt sem mögulegt er að ná“. „En ef við náum þessu aldrei?“ sagði hann skjálfraddaður. Það var dálítið af herzlu föðursins í rómnum. „Kannske aldrei á æfinni, Victor minn, en þó ef til vill einhvern tíma, ef við þolum reynsluna. Manstu í sumar, þegar þú áttir að ganga upp fjallið, og þú hjelzt þú kæmist aldrei upp, en þó komstu það og varst montinn af því. Manstu, að þú spurðir þá pabba, hvort þetta væri hæsta fjall í heimi, og pabbi sagði, að það væru til þúsund fjöll hærri. Svona er það í lífinu. Alltaf verður annað hærra og hærra til, og þangað eigum við að keppa“. Hún var orðin skjálfrödduð. Hún setti drenginn ofan á gólfið, kyssti hann blíðlega og sagði honum að fara út að leika sjer, en tók sjálf vinnu sína. Victor stóð grafkyr stundarkorn, en lagði síðau hendur um háls henni og sagði: „Mamma míu! jeg skal alltaf hafa sólskin í hjartanu“. Siðan þaut hannút tii leikbræðra sinua og gleðinnar. En Gisli hafði látið hurðina aftur.— Hann sat við skrifborðið, studdi hönd undir kinn og tárin runnu ofan á papp- írsblaðið fyrir fraraan hann á borðinu. Útskýring Kögnu hafði, þótt einföld væri, þítt gremju-ísinn í hjarta hans, svo hann sá sólina aftur, og það sem meira var, hann fann sólarylinn streyma gegn

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.