Kvennablaðið - 01.10.1896, Side 8

Kvennablaðið - 01.10.1896, Side 8
er að festa tölur utanlærs í þá, og hneppa svo sokkabönd, sem eru úr teygjubandi með tilgjörð- um hneppslum, á þær og upp í bol, sem tölur sjeu festar í á hliðunum. Til að festa buxurnar upp um drengi er bezt að sauma treyjubrjðstið svo það sje eins og kvenbrjðst í laginu, en svo sje annað eins hneppt við það á öxlunum, sem sje að aftan. Þau sjeu hvort með hneppslum, sem hneppist ofan á til- svarandi hnappa í buxnastrengnum. --------------- Eldhússbálkur. Eggjamjölk. l'/2 pt. af mjðlk er látinn kom- ast í suðu með sykri eftir vild og, ef til er, litlu af sítrðnuhýði; saman við það er hrært l'/, mat- skeið af kartöflumjöli, eða hveiti, sje hitt ekki til, sem áður er hrært út í kaldri mjólk. Þegar potturinn er tekinn af eldinum, hrærast 3 eggja- rauður í mjólkina. Hvíturnar eru þeyttar 1 stífa froðu og soðnar í litlu af mjðlk, sem sykur og „vanille“ er í, í skaftpotti, ein matskeið af eggja- froðunni í einu. Bggjafroðan er látin sjðða snögg- vast, tekin svo upp með skeið og látin ofan á eggjamjðlkina i tarínuna. Hún er borin á borð og etin með litlum tvíbökum. Áll í karry. 1 pd. af ál er flegið, hreinsað og lagt í salt einn klt. Potturinn er svo látinn yfir eld og í honum bræddur álíka smjörbiti og lítil kartafla; í það er hrærð sljettfull teskeið af karry, og svo ein matskeið af hveiti. — Állinn er síðan skorinn í hæfileg stykki og hrært vel innan um þennan jafning í pottin- um; síðan er sjóðandi vatni hellt yfir hann í pottinum, og hann soðinn undir loki í 20 mínút- ur. Vel verður að gæta að því, að jafningurinn verði hæfilega þykkur. Salt má láta í eftir vild. Er borið á horð með soðnum rísgrjónum. Þau eru soðin þannig, að fyrst er hellt á þau sjóðandi vatni, og þau hrærð vel í því, síðan er því hellt af aftur, grjónin látin í kalt vatn í potti og lát- in sjðða þangað til þau eru lin, en ekki dottin sundur. Þau eru svo látin á grðft sáld (Dörslag) og hrist vel með köldu vatni. Siðan er þeim haldið volgum í skál, sem breitt er ofan yfir. Smælki. — Betlari: „Hefir ekki frúin neitt til handa fátæklingi?“ Frúin: „Jú, leifar af miðdagsmatnnm“. Betlarinn: „Látið mig heldur fá leifar úr peningaskúff unni “. — Ðoktorinn: „Nú, hvernig dugðu yður blðð- sugurnar, sem jeg ráðlagði yður, madama gðð?“ Hún: „Minnist ekki á það, herra doktor; jeg hefi soðið þær, jeg hefi steikt þær, enn mjer hef- ir veriö ómögulegt að koma þeim inn fyrir minar varir“. — Vinstúlkur sin á milli: „Hvernig gaztu fengið hann Jðn til að hiðja þín?“ — „Jeg sagði honum, að þú værir bráðskotin í honum og ætlaðir að ná í hann, hvað sem það kostaði". — Frammi fyrir dómara. Dómarinn: „Jeg furða mig á, að sjá yður kominn hingað á glæpa- mannabekkinn, þjer sem hafið haft svo gott upp- eldi og lítið svo vel út“. Hinn ákærði: „Það segið þjer satt, herra dðmari, eftir ytra útliti ættum við eiginlega að hafa sætaskifti“. — Margan dreymir svo lengi hamingjuna, að hann að lokum sofnar frá henni. — Dauðinn er brððir Bvefnsins, en systir þeirra beggja er letin. Kaupendur Kvennablaðsins út um land, sem vilja panta eitthvað af vönduðum og ódýrum varningi frá Reykja- vik, sem auglýstur er í KvennaMaðinu, og senda pantanir sínar til útgefanda þessa blaðs, verða að taka fram tii hvers á að brúka það sem keypt er og hvað dýrast megi kaupa. Útgefandi: Brlet BJarnhjeðlnsdðttir. F]elag8prent>mit]sn.

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.