Kvennablaðið - 01.01.1897, Blaðsíða 1
Kvennablaðið.
3. ár.
Reykjavík, janúar 1897.
Nr. 1.
Frú Þóra Melsteð,
forstöðukona kvennaskólans í Eeykjavík,
er fædd 18. des. 1823 og dóttir Gríms
Jónssonar etazráðs, sem síðar varð amt-
maður Norðlendinga og Austfirðinga. —
Kvennabl. flytur nú
mynd af henni, og
hefði gjört það
miklu fyrri, ef ekki
hefði vantað mynd,
sem likaði.
Það var árið
1871, aðtuttugu og
fimm frúr í Reykja-
vík sendu út áskor-
un til landsmanna
um að skjóta fje
saman til að stofna
kvennaskólaí Rvík.
Það voru konnr eða
ekkjur embættis-
manna og kaup-
manna og eru nokk-
rar þeirra enn á lífi.
Ein af þeim, sem
undir áskoruninni stóðu, var frú Þóra
Melsteð, og mun hún hafa átt langmest-
an þátt í þessu fyrirtæki. Á fundi, sem
þessar frúr hjeldu með sjer, kusu þær
forstöðunefnd til að gangast fyrir frek-
ari aðgerðum í máli þessu, og voru þær
kosnar í nefndina: frú Olufa Finsen (kona
Hilmars Finsens landshöfðingja), frú Ingi-
leif Melsteð (amtmannsekkja), frú Hólm-
fríður Þorvaldsdóttir (kona Jóns ritstjóra
Guðmundssonar), frú Guðl. Guttormsdótt-
ir (ekkja Gisla læknis Hjálmarssonar) og
frú Þóra Melsteð. Auk þess var Páll
Melsteð, maður frú
Þóru, kosinn í
nefndina sem skrif-
ari, en H. Th. A.
Thomsen kaupmað-
ur var gjaldkeri.
Samskotanna var
einnig leitað er-
lendis, og safnað-
ist þannig saman á
fám árum talsvert
fje, og meðal ann-
ars gafst mikið af
munum, bæði utan-
lands og innan, er
seldir voru til á-
góða fyrir skóla-
stofnunina. Það
voru þau hjón, Páll
Melsteð og frú Þóra,
sem mest og bezt gengust fyrir öllu þessu.
Haustið 1874 var málefni þetta komið
svo á veg, að skólinn var settur 1. okt.
í litlu íbúðarhúsi þeirra hjóná við Aust-
urvöll, en vegna húsrúmsleysis varð þá
eigi hægt að taka fleiri en 10 stúlkur
til kennslu. Þannig var það fyrstu 5