Kvennablaðið - 01.01.1897, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 01.01.1897, Blaðsíða 2
2! árin, að húsrúmið var allt of lítið, en eftir að skólahúsið var byggt 1879 fjölg- aði stúlkum meir en um helming og hefir skólinn jafnan verið vel sóttur síðan, þótt kvennaskólarnir norðlenzku hafi auð- vitað dregið nokkuð úr aðsókninni að Reykjavíkur kvennaskólanum. Prú Þóra Melsteð héfir veitt skólan- um forstöðu frá upphafi, og munu flestir játa það, að hún hafi verið færari en flestar aðrar konur, sem völ hefir verið á, til að leysa það starf vel af hendi. Eeykjavíkur kvennaskólinn er líka að því leyti betur settur en hinir skólarnir, að þar er völ á betri kennslukróftum en á sveitaskólunum, enda munu flestir, sem satt vilja segja. kannast við, að frú Þóra hafi ætíð látið sjer mjög annt um að fá sem beztar kennslukonur, og að umsjón skólans og stjórn hafi verið mjög góð. Auðvitað átti fyrirkomulag skólans eftir boðsbrjefinu eða áskorun þeirri, sem birtist í Þjóðólfi 1871, að ganga meira í hússtjórnaráttina. En kvenfólkið var ekki þá komið svo langt, að það þættist þurfa að Iæra að þvo og sópa gólf, elda mat og slíkt. Það leit langt yfir skammt, og bæði sjálfar námsstúlk- urnar og mæður þeirra hafa heldur vilj- að koma stúlkunum fyrir úti í bænum, svo þær tækju að eins þátt í tímakennsl- unni, enn að láta þær vera heimastúlk- ur, scm yrðu að gegna öllum hússtjórn- arstörfum. Af þessari ástæðu hlýtur skólinn að hafa orðið nokkuð á annan vcg en til var ætlazt í fyrstu og frú Melsteð mun helzt hafa viljað. Yfirhöf- uð hefir hún látið sjer umhugað um, að stúlkurnar lærðu sem mest verulegt, og dregið úr, svo sem unnt var, allt það, sem alþýðustúlkum væri ónauðsynlegt. Vonandi er að frú Melsteð fái að lifa það, að geta sjeð skólann halda 25 ára afmæli sitt með rífara tillagi úr lands- sjóði og æskilegra fyrirkomulagi en enn þá er á kvennaskólum vorum. -------+a»f------- Fallegi vanginn. (£>ýtt). f(Framh). kipin höfðu hizt suður í Peru. Skip- stjóri hafði þegar verið mjög kurteis við Signýju, föður hennar til mestu gleði. En hvað sjálfa hana snerti, sagði fólk að hún hefði verið svo mikið barn, að hún hefði varla vitað hvað hún gjörði, þegar hún að lokum Ijet að hinum brennandi bænum skipstjórans og að ósk föður henn- ar lofaðist honum, og hjet honum ævar- andi trúnaði. — Ævarandi trúnaður er þýðingarmikið orð, en stundum kemur fyrir, að hjarta og tilfinningar er nógu þroskað til að geta sagt það. Bæði faðir hennar og heitsveinn voru álitnir vel efnaðir. Þó sögðu sumir, að vafasamt væri um auðlegð unnustans, og að efnahagur föður Signýjar, sem var einkabarn, hefði verið tilefni bónorðsins. En fólk talar jafnan svo margt, sem ekki má reiða sig á. Hvað sem því öllu leið, þá var eðlilegt, að þetta allt saman hefði haft áhrif á hana, og að barnið hefði þann- ig breyzt í unga stúlku. Ef til vill var hún að skapferli alvarleg og ekki laus við þunglyndi. Jeg hugsaði með mjer, að hann væri duglegur maður, og það

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.